Trump vísar endurteknum ásökunum um kynferðisáreitni á bug Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2017 15:30 Jessica Leeds (t.v.) og Samantha Holvey (t.h.), tvær kvennanna sem krefjast þingrannsóknar á kynferðisáreitni Trump. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur brugðist við endurteknum ásökunum kvenna um kynferðislega áreitni með því að saka demókrata um að hafa búið þær til. Þrátt fyrir að Hvíta húsið hafi fullyrt að vitni gætu borið um að ásakanir kvennanna væru rangar sagði Trump í dag að hann ýmist þekkti þær ekki eða hefði aldrei hitt þær. Þrjár konur af þeim að minnsta kosti sextán sem hafa sakað Trump um kynferðislegar árásir eða áreitni komu fram í sjónvarpsviðtali í gær þar sem þær endurtóku ásakanirnar sem komu fyrst fram fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Vísuðu þær meðal annars til þess að umhverfið hefði breyst síðan með fjölda uppljóstrana um kynferðislegt misferli valdamikilla karlmanna. Eins og hans er von og vísa brást Trump persónulega við ásökununum á Twitter í morgun. Þar tengdi hann þær við opinbera rannsókn sem stendur yfir á því hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld. „Þrátt fyrir þúsundir sóaðra klukkustunda og milljónir dollara hefur demókrötum ekki tekist að sýna fram á neitt samráð svo nú snúa þeir sér að röngum ásökunum og uppspunnum sögum kvenna sem ég þekki ekki og/eða hef aldrei hitt. GERVIFRÉTTIR!“ tísti Trump klukkan rétt rúmlega sjö í morgun að staðartíma í Washington-borg. Trump hefur ítrekað hafnað ásökunum um kynferðislega áreitni. Nú segir hann þær runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga.Vísir/AFP Ásakendur Trump kröfðust þess að Bandaríkjaþing hæfi rannsókn á kynferðisáreitni Trump. Þær lýstu því meðal annars hvernig Trump hefði káfað á þeim og reynt að kyssa þær gegn vilja þeirra. Jessica Leeds lýsti því hvernig hann hefði ráðist á sig í flugvél á 9. áratugnum. Þegar hún rakst á Trump á samkomu þremur árum síðar hafi hann kallað hana „kuntu“. Nokkrir þingmenn á Bandaríkjaþingi hafa stigið til hliðar síðustu daga og vikur eftir ásakanir um kynferðisáreitni eða óviðeigandi hegðun í garð kvenna. Demókratar hafa hvatt Trump til að segja af sér vegna ásakananna, að því er segir í frétt CNN. Á Twitter réðst Trump einnig hart að Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingkonu demókrata, sem hefur verið á meðal þeirra sem hafa hvatt til afsagnar forsetans nú. Sagði hann meðal annars að hún hefði „grátbeðið“ sig um fjárframlög og að hún myndi gera „hvað sem er“ fyrir þau. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.Vísir/AFP Fullyrðingar Trump á Twitter um að hann hafi aldrei hitt konurnar eða þekki þær ríma illa við svör Söruh Huckabee Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins, um ásakanirnar í gær. Á blaðamannafundi sagði Huckabee Sanders að í flestum tilfellum gætu sjónarvottar staðfest að sögur kvennanna ættu ekki við rök að styðjast. Að öðru leyti vísaði blaðafulltrúinn til þess að ásakanirnar hafi upprunalega komið fram fyrir kosningar og kjósendur hafi stutt Trump með því að kjósa hann forseta. Á bak við tjöldin er Trump sagður hafa brugðist reiður við ummælum Nikki Haley, sendifulltrúa Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, um að hlusta ætti á konurnar sem hafa sakað hann um kynferðislega áreitni. Í kosningabaráttunni í fyrra kom fram gömul upptaka þar sem Trump heyrðist stæra sig af því að hann gæti áreitt konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar. Hann baðst afsökunar á þeim ummælum en gerði lítið úr þeim sem „búningsklefatali“. Upp á síðkastið er forsetinn hins vegar sagður byrjaður að segja viðmælendum sínum ranglega að upptakan sé ekki raunverulega af honum. Donald Trump MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar á Trump vegna kynferðislegrar áreitni Konurnar stigu fram fyrir kosningarnar í fyrra og lýstu því hvernig Trump káfaði á þeim og reyndi að kyssa þær gegn vilja þeirra. 11. desember 2017 16:45 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur brugðist við endurteknum ásökunum kvenna um kynferðislega áreitni með því að saka demókrata um að hafa búið þær til. Þrátt fyrir að Hvíta húsið hafi fullyrt að vitni gætu borið um að ásakanir kvennanna væru rangar sagði Trump í dag að hann ýmist þekkti þær ekki eða hefði aldrei hitt þær. Þrjár konur af þeim að minnsta kosti sextán sem hafa sakað Trump um kynferðislegar árásir eða áreitni komu fram í sjónvarpsviðtali í gær þar sem þær endurtóku ásakanirnar sem komu fyrst fram fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Vísuðu þær meðal annars til þess að umhverfið hefði breyst síðan með fjölda uppljóstrana um kynferðislegt misferli valdamikilla karlmanna. Eins og hans er von og vísa brást Trump persónulega við ásökununum á Twitter í morgun. Þar tengdi hann þær við opinbera rannsókn sem stendur yfir á því hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld. „Þrátt fyrir þúsundir sóaðra klukkustunda og milljónir dollara hefur demókrötum ekki tekist að sýna fram á neitt samráð svo nú snúa þeir sér að röngum ásökunum og uppspunnum sögum kvenna sem ég þekki ekki og/eða hef aldrei hitt. GERVIFRÉTTIR!“ tísti Trump klukkan rétt rúmlega sjö í morgun að staðartíma í Washington-borg. Trump hefur ítrekað hafnað ásökunum um kynferðislega áreitni. Nú segir hann þær runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga.Vísir/AFP Ásakendur Trump kröfðust þess að Bandaríkjaþing hæfi rannsókn á kynferðisáreitni Trump. Þær lýstu því meðal annars hvernig Trump hefði káfað á þeim og reynt að kyssa þær gegn vilja þeirra. Jessica Leeds lýsti því hvernig hann hefði ráðist á sig í flugvél á 9. áratugnum. Þegar hún rakst á Trump á samkomu þremur árum síðar hafi hann kallað hana „kuntu“. Nokkrir þingmenn á Bandaríkjaþingi hafa stigið til hliðar síðustu daga og vikur eftir ásakanir um kynferðisáreitni eða óviðeigandi hegðun í garð kvenna. Demókratar hafa hvatt Trump til að segja af sér vegna ásakananna, að því er segir í frétt CNN. Á Twitter réðst Trump einnig hart að Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingkonu demókrata, sem hefur verið á meðal þeirra sem hafa hvatt til afsagnar forsetans nú. Sagði hann meðal annars að hún hefði „grátbeðið“ sig um fjárframlög og að hún myndi gera „hvað sem er“ fyrir þau. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.Vísir/AFP Fullyrðingar Trump á Twitter um að hann hafi aldrei hitt konurnar eða þekki þær ríma illa við svör Söruh Huckabee Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins, um ásakanirnar í gær. Á blaðamannafundi sagði Huckabee Sanders að í flestum tilfellum gætu sjónarvottar staðfest að sögur kvennanna ættu ekki við rök að styðjast. Að öðru leyti vísaði blaðafulltrúinn til þess að ásakanirnar hafi upprunalega komið fram fyrir kosningar og kjósendur hafi stutt Trump með því að kjósa hann forseta. Á bak við tjöldin er Trump sagður hafa brugðist reiður við ummælum Nikki Haley, sendifulltrúa Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, um að hlusta ætti á konurnar sem hafa sakað hann um kynferðislega áreitni. Í kosningabaráttunni í fyrra kom fram gömul upptaka þar sem Trump heyrðist stæra sig af því að hann gæti áreitt konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar. Hann baðst afsökunar á þeim ummælum en gerði lítið úr þeim sem „búningsklefatali“. Upp á síðkastið er forsetinn hins vegar sagður byrjaður að segja viðmælendum sínum ranglega að upptakan sé ekki raunverulega af honum.
Donald Trump MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar á Trump vegna kynferðislegrar áreitni Konurnar stigu fram fyrir kosningarnar í fyrra og lýstu því hvernig Trump káfaði á þeim og reyndi að kyssa þær gegn vilja þeirra. 11. desember 2017 16:45 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Krefjast rannsóknar á Trump vegna kynferðislegrar áreitni Konurnar stigu fram fyrir kosningarnar í fyrra og lýstu því hvernig Trump káfaði á þeim og reyndi að kyssa þær gegn vilja þeirra. 11. desember 2017 16:45