Scalise útskrifaður af sjúkrahúsi Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2017 23:28 Steve Scalise. Vísir/Getty Þingmaðurinn Steve Scalise hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Washington DC í Bandaríkjunum. Hann særðist alvarlega í skotárás sem beindist að þingmönnum í síðasta mánuði. Hann mun nú hefja umfangsmikla endurhæfingu vegna meiðsla sinna. Í tilkynningu frá MedStar sjúkrahúsinu segir að Scalise hafi náð góðum bata á þeim sex vikum sem hafa liðið frá skotárásinni. Hann segist hlakka til að komast aftur til vinnu sinnar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Scalise og fjórir aðrir særðust þann 14. júní þegar maður hóf skothríð með riffli þar sem þingmenn Repúblikanaflokksins voru að æfa sig fyrir góðgerðarviðureign í hafnabolta. Maðurinn var skotinn til bana af lögregluþjónum, en hann hafði lýst yfir mikilli vanþóknun með Donald Trump og Repúblikanaflokkinn. Scalise var skotinn í mjöðmina en kúlan reif margar æðar, braut bein og skemmdi líffæri. Hann hefur þurft að ganga í gegnum margar skurðaðgerðir. Hann var á gjörgæslu þar til um mánaðamótin en var fluttur þangað aftur skömmu seinna þar sem óttast var að hann væri að fá sýkingu.Ótti um öryggi þingmanna jókst verulega eftir skotárásina. Þingmenn vinna nú í því að gera þeim mögulegt að nota þá fjármuni sem þeir fá til að reka skrifstofur sínar til þess að auka öryggi sitt, eins og til dæmis með því að setja upp öryggiskerfi á heimilum sínum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58 Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18 Gladdist yfir árásinni á Scalise Phil Montag, fyrrum stjórnarmanni tæknideildar Demókrataflokksins í Nebraska hefur verið sagt upp störfum fyrir að hafa sagst gleðjast yfir því að Steve Scalise, þingmaður Repúblikanaflokksins, hafi verið skotinn. Ummælin náðust á upptöku sem búið er að hlaða inn á Youtube. 25. júní 2017 13:52 Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46 Scalise aftur kominn á gjörgæslu Steve Scalise særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í mjöðmina á hafnaboltaæfingu í Alexandriu þann 14. júní síðastliðinn. 6. júlí 2017 11:18 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Þingmaðurinn Steve Scalise hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Washington DC í Bandaríkjunum. Hann særðist alvarlega í skotárás sem beindist að þingmönnum í síðasta mánuði. Hann mun nú hefja umfangsmikla endurhæfingu vegna meiðsla sinna. Í tilkynningu frá MedStar sjúkrahúsinu segir að Scalise hafi náð góðum bata á þeim sex vikum sem hafa liðið frá skotárásinni. Hann segist hlakka til að komast aftur til vinnu sinnar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Scalise og fjórir aðrir særðust þann 14. júní þegar maður hóf skothríð með riffli þar sem þingmenn Repúblikanaflokksins voru að æfa sig fyrir góðgerðarviðureign í hafnabolta. Maðurinn var skotinn til bana af lögregluþjónum, en hann hafði lýst yfir mikilli vanþóknun með Donald Trump og Repúblikanaflokkinn. Scalise var skotinn í mjöðmina en kúlan reif margar æðar, braut bein og skemmdi líffæri. Hann hefur þurft að ganga í gegnum margar skurðaðgerðir. Hann var á gjörgæslu þar til um mánaðamótin en var fluttur þangað aftur skömmu seinna þar sem óttast var að hann væri að fá sýkingu.Ótti um öryggi þingmanna jókst verulega eftir skotárásina. Þingmenn vinna nú í því að gera þeim mögulegt að nota þá fjármuni sem þeir fá til að reka skrifstofur sínar til þess að auka öryggi sitt, eins og til dæmis með því að setja upp öryggiskerfi á heimilum sínum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58 Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18 Gladdist yfir árásinni á Scalise Phil Montag, fyrrum stjórnarmanni tæknideildar Demókrataflokksins í Nebraska hefur verið sagt upp störfum fyrir að hafa sagst gleðjast yfir því að Steve Scalise, þingmaður Repúblikanaflokksins, hafi verið skotinn. Ummælin náðust á upptöku sem búið er að hlaða inn á Youtube. 25. júní 2017 13:52 Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46 Scalise aftur kominn á gjörgæslu Steve Scalise særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í mjöðmina á hafnaboltaæfingu í Alexandriu þann 14. júní síðastliðinn. 6. júlí 2017 11:18 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58
Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18
Gladdist yfir árásinni á Scalise Phil Montag, fyrrum stjórnarmanni tæknideildar Demókrataflokksins í Nebraska hefur verið sagt upp störfum fyrir að hafa sagst gleðjast yfir því að Steve Scalise, þingmaður Repúblikanaflokksins, hafi verið skotinn. Ummælin náðust á upptöku sem búið er að hlaða inn á Youtube. 25. júní 2017 13:52
Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46
Scalise aftur kominn á gjörgæslu Steve Scalise særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í mjöðmina á hafnaboltaæfingu í Alexandriu þann 14. júní síðastliðinn. 6. júlí 2017 11:18