Erlent

Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglumenn á vettvangi skotárásarinnar í gær.
Lögreglumenn á vettvangi skotárásarinnar í gær. Vísir/EPA
Myndband sem vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn í Alexandriu í gær tók hefur verið birt á netinu. Þingflokksformaður repúblikana, Steve Scalise, og fimm aðrir særðust í árásinni. Scalise er sagður í lífshættu.

Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandinu sem var tekið við hafnarboltavöllinn þar sem hópur þingmanna var að æfa sig í borginni Alexandriu í Virginíuríki, skammt frá höfuðborginni Washington. Dagblaðið New York Post birti upptökuna.

Árásarmaðurinn, James Hodgkinson, lést af sárum sínum eftir skotbardaga við lögreglu. Hann er sagður hafa unnið fyrir framboð Bernie Sanders í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×