Swansea í erfiðum málum eftir enn eitt tapið | Öll úrslit dagsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2017 16:03 Gylfi vonsvikinn á svip. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City töpuðu 1-0 fyrir Watford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi var fyrirliði Swansea og spilaði allan leikinn. Étienne Capoue skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu eftir skelfileg mistök Alfies Mawson í vörn Swansea. Gylfi og félagar náðu sér engan veginn á strik í dag og staða þeirra er ekki góð. Swansea er enn í fallsæti en liðið hefur ekki unnið síðan 4. mars. Swansea gat þó huggað sig við að á sama tíma tapaði Hull 3-1 fyrir Stoke City. Þetta var fyrsti sigur Stoke í fimm leikjum. Marco Arnautovic, Peter Crouch og Xherdan Shaqiri skoruðu mörk Stoke en Harry Maguire gerði mark Hull. Everton lyfti sér upp í 5. sætið með 3-1 sigri á Burnley á Goodison Park. Þetta var áttundi heimasigur Everton í röð. Phil Jagielka kom Everton yfir á 49. mínútu með sínu þriðja marki í jafn mörgum leikjum. Forystan entist þó aðeins í þrjár mínútur því Sam Vokes jafnaði metin úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Everton tryggði sér svo sigurinn með sjálfsmarki og marki frá Romelu Lukaku. Þetta var 24. mark Belgans í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Leicester City glutraði niður tveggja marka forystu gegn Crystal Palace á Selhurst Park. Lokatölur 2-2. Leicester komst í 0-2 með mörkum frá Robert Huth og Jamie Vardy en Yohan Cabaye og Christian Benteke sáu til þess að Palace fékk stig. Strákarnir hans Stóra Sams hafa aðeins tapað einum af síðustu átta leikjum sínum. Fabio Borini tryggði Sunderland stig gegn West Ham United þegar hann jafnaði metin á lokamínútunni. Lokatölur 2-2. West Ham komst tvisvar yfir í leiknum en tókst samt ekki að vinna botnliðið.Í fyrsta leik dagsins vann Tottenham 4-0 sigur á Bournemouth.Úrslitin í dag: Tottenham 4-0 Bournemouth Watford 1-0 Swansea Everton 3-1 Burnley Stoke 3-1 Hull Sunderland 2-2 West Ham Crystal Palace 2-2 Leicester Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Sjö leikir í ensku úrvalsdeildinni | City-menn geta komist upp í 3. sætið Manchester City er komið upp í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 0-3 útisigur á Southampton í síðasta leik dagsins. 15. apríl 2017 18:15 Sjöundi sigur Spurs í röð Tottenham minnkaði forskot Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í fjögur stig með öruggum 4-0 sigri á Bournemouth í dag. 15. apríl 2017 13:27 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City töpuðu 1-0 fyrir Watford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi var fyrirliði Swansea og spilaði allan leikinn. Étienne Capoue skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu eftir skelfileg mistök Alfies Mawson í vörn Swansea. Gylfi og félagar náðu sér engan veginn á strik í dag og staða þeirra er ekki góð. Swansea er enn í fallsæti en liðið hefur ekki unnið síðan 4. mars. Swansea gat þó huggað sig við að á sama tíma tapaði Hull 3-1 fyrir Stoke City. Þetta var fyrsti sigur Stoke í fimm leikjum. Marco Arnautovic, Peter Crouch og Xherdan Shaqiri skoruðu mörk Stoke en Harry Maguire gerði mark Hull. Everton lyfti sér upp í 5. sætið með 3-1 sigri á Burnley á Goodison Park. Þetta var áttundi heimasigur Everton í röð. Phil Jagielka kom Everton yfir á 49. mínútu með sínu þriðja marki í jafn mörgum leikjum. Forystan entist þó aðeins í þrjár mínútur því Sam Vokes jafnaði metin úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Everton tryggði sér svo sigurinn með sjálfsmarki og marki frá Romelu Lukaku. Þetta var 24. mark Belgans í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Leicester City glutraði niður tveggja marka forystu gegn Crystal Palace á Selhurst Park. Lokatölur 2-2. Leicester komst í 0-2 með mörkum frá Robert Huth og Jamie Vardy en Yohan Cabaye og Christian Benteke sáu til þess að Palace fékk stig. Strákarnir hans Stóra Sams hafa aðeins tapað einum af síðustu átta leikjum sínum. Fabio Borini tryggði Sunderland stig gegn West Ham United þegar hann jafnaði metin á lokamínútunni. Lokatölur 2-2. West Ham komst tvisvar yfir í leiknum en tókst samt ekki að vinna botnliðið.Í fyrsta leik dagsins vann Tottenham 4-0 sigur á Bournemouth.Úrslitin í dag: Tottenham 4-0 Bournemouth Watford 1-0 Swansea Everton 3-1 Burnley Stoke 3-1 Hull Sunderland 2-2 West Ham Crystal Palace 2-2 Leicester
Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Sjö leikir í ensku úrvalsdeildinni | City-menn geta komist upp í 3. sætið Manchester City er komið upp í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 0-3 útisigur á Southampton í síðasta leik dagsins. 15. apríl 2017 18:15 Sjöundi sigur Spurs í röð Tottenham minnkaði forskot Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í fjögur stig með öruggum 4-0 sigri á Bournemouth í dag. 15. apríl 2017 13:27 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Í beinni: Sjö leikir í ensku úrvalsdeildinni | City-menn geta komist upp í 3. sætið Manchester City er komið upp í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 0-3 útisigur á Southampton í síðasta leik dagsins. 15. apríl 2017 18:15
Sjöundi sigur Spurs í röð Tottenham minnkaði forskot Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í fjögur stig með öruggum 4-0 sigri á Bournemouth í dag. 15. apríl 2017 13:27