Erlent

Lögreglan sendir frá sér myndir af fölsuðu sprengjubeltunum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Fölsuðu sprengjubeltin virtust ósvikin segir yfirlögreglustjóri.
Fölsuðu sprengjubeltin virtust ósvikin segir yfirlögreglustjóri. Vísir/EPA
Lögregluyfirvöld í Lundúnum hafa sent frá sér myndir af fölsuðum sprengjubeltum sem árásarmennirnir Khuram Butt, Rachid Redouane og Youssef Zaghba báru um sig miðja þegar þeir frömdu hryðjuverkin á London Bridge og Borough Market þann 3. júní, síðastliðinn.

Talið er að þeir hafi borið beltin til þess að kalla fram meiri ógn og skelfingu. Þeir hafi viljað ná fram umsátursástandi, að því er fram kemur á vef CNN. Mennirnir bjuggu fölsuðu sprengjubeltin til úr vatnsflöskum sem þeir þöktu með silfruðu límbandi. Flöskurnar festu þeir síðan á belti og báru í árásinni.

Yfirlögreglustjórinn Dean Haydon, sem fer fyrir rannsókninni, segist ekki hafa séð þessa aðferð áður og á við að árásarmenn þykist bera sprengjubelti. Hann segir að beltin hafi virst ósvikinn í augum viðstaddra og að í ljósi þess auki það enn á hugrekki þeirra lögreglumanna og borgara sem reyndu að stöðva hryðjuverkamennina.

Átta létust í árásinni og þá er töluverður fjöldi særður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×