Hin ástralska Sara lét lífið í árásinni í London Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2017 11:19 Sara Zelenak starfaði sem au pair í London. Facebook Hin 21 árs Sara Zelenak er annar ástralski ríkisborgarinn sem tilkynnt er að hafi látið lífið í hryðjuverkaárásinni í London á laugardag. Ástralskir fjölmiðlar segja að Zelenak hafi komið frá Brisbane og starfað sem au pair í London. Vinnuveitendur hennar höfðu gefið henni frí á laugardagskvöldinu og var hún úti að skemmta sér með vini sínum þegar árásarmennirnir létu til skarar skríða á London Bridge. Sjö manns létu lífið og tugir særðust í árás laugardagsins, þar sem árásarmennirnir óku sendiferðabíl á London Bridge áður en þeir fóru út úr bílnum og stungu alla þá sem urðu á vegi þeirra í kringum Borough Market. Julie Bishop, utanríkisráðherra Ástralíu, staðfesti í morgun að tveir Ástralir hafi látið lífið í árásinni í London. Síðar greindi forsætisráðherrann Malcolm Turnbull að yfirvöld hafi verið í sambandi við fjölskyldu hinnar 21 árs Söru Zelenak og hinnar 28 ára Kirsty Boden, sem einnig lést í árásinni. Áður hafði verið greint frá því að Boden hafi látið lífið í árásinni. Fjölskylda Söru hefur lýst henni sem mjög sérstakri og vinalegri sem gerði ekkert rangt. Breskir fjölmiðlar segja frá því að Sara haft átt miða á tónleika bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í Manchester þann 22. maí þar sem 22 manns fórust og tugir særðust í hryðjuverkaárás að þeim loknum. Sara fór hins vegar aldrei á tónleikana. Þá á hún einnig að hafa verið stödd nálægt Westminster brúnni þegar árásin var framin þar í mars. Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Árásin í London: Þriðji árásarmaðurinn nafngreindur Hinn marokkósk-ítalski Youssef Zaghba var þriðji árásarmaðurinn í London á laugardagskvöldið. 6. júní 2017 10:36 May segir mannréttindi ekki munu stoppa baráttuna gegn hryðjuverkum Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, boðar aukna hörku og mögulegt afnám mannréttinda í baráttunni gegn hryðjuverkum rétt fyrir þingkosniningar. Hún hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa veikt löggæslu í embættistíð sinni. 6. júní 2017 19:49 Árásin í London: Lík hins franska Xavier Thomas fannst í Thames Frakkans hafði verið saknað síðan á laugardag. 7. júní 2017 10:33 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Sjá meira
Hin 21 árs Sara Zelenak er annar ástralski ríkisborgarinn sem tilkynnt er að hafi látið lífið í hryðjuverkaárásinni í London á laugardag. Ástralskir fjölmiðlar segja að Zelenak hafi komið frá Brisbane og starfað sem au pair í London. Vinnuveitendur hennar höfðu gefið henni frí á laugardagskvöldinu og var hún úti að skemmta sér með vini sínum þegar árásarmennirnir létu til skarar skríða á London Bridge. Sjö manns létu lífið og tugir særðust í árás laugardagsins, þar sem árásarmennirnir óku sendiferðabíl á London Bridge áður en þeir fóru út úr bílnum og stungu alla þá sem urðu á vegi þeirra í kringum Borough Market. Julie Bishop, utanríkisráðherra Ástralíu, staðfesti í morgun að tveir Ástralir hafi látið lífið í árásinni í London. Síðar greindi forsætisráðherrann Malcolm Turnbull að yfirvöld hafi verið í sambandi við fjölskyldu hinnar 21 árs Söru Zelenak og hinnar 28 ára Kirsty Boden, sem einnig lést í árásinni. Áður hafði verið greint frá því að Boden hafi látið lífið í árásinni. Fjölskylda Söru hefur lýst henni sem mjög sérstakri og vinalegri sem gerði ekkert rangt. Breskir fjölmiðlar segja frá því að Sara haft átt miða á tónleika bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í Manchester þann 22. maí þar sem 22 manns fórust og tugir særðust í hryðjuverkaárás að þeim loknum. Sara fór hins vegar aldrei á tónleikana. Þá á hún einnig að hafa verið stödd nálægt Westminster brúnni þegar árásin var framin þar í mars.
Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Árásin í London: Þriðji árásarmaðurinn nafngreindur Hinn marokkósk-ítalski Youssef Zaghba var þriðji árásarmaðurinn í London á laugardagskvöldið. 6. júní 2017 10:36 May segir mannréttindi ekki munu stoppa baráttuna gegn hryðjuverkum Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, boðar aukna hörku og mögulegt afnám mannréttinda í baráttunni gegn hryðjuverkum rétt fyrir þingkosniningar. Hún hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa veikt löggæslu í embættistíð sinni. 6. júní 2017 19:49 Árásin í London: Lík hins franska Xavier Thomas fannst í Thames Frakkans hafði verið saknað síðan á laugardag. 7. júní 2017 10:33 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Sjá meira
Árásin í London: Þriðji árásarmaðurinn nafngreindur Hinn marokkósk-ítalski Youssef Zaghba var þriðji árásarmaðurinn í London á laugardagskvöldið. 6. júní 2017 10:36
May segir mannréttindi ekki munu stoppa baráttuna gegn hryðjuverkum Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, boðar aukna hörku og mögulegt afnám mannréttinda í baráttunni gegn hryðjuverkum rétt fyrir þingkosniningar. Hún hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa veikt löggæslu í embættistíð sinni. 6. júní 2017 19:49
Árásin í London: Lík hins franska Xavier Thomas fannst í Thames Frakkans hafði verið saknað síðan á laugardag. 7. júní 2017 10:33