Erlent

Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market

Atli Ísleifsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
Árásin átt sér stað á London Bridge.
Árásin átt sér stað á London Bridge. Vísir/AFP
Að minnsta kosti sjö létust og 48 særðust í hryðjuverkaárás sem framin var á London Bridge og við Borough Market í London í gærkvöldi. Þrír árásarmenn voru skotnir til bana af lögreglu.

  • Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge. Bílnum var ekið frá miðbænum og í suðurátt á um 80 kílómetra hraða.
  • Lögreglu barst tilkynning um málið klukkan 21:08 að íslenskum tíma.
  • Árásarmennirnir yfirgáfu svo bílinn og stungu fjölda fólks sem urðu á vegi þeirra. Þá réðust þeir inn á veitingastað hjá Borough Market þar sem einn var stunginn í háls og annar í maga.
  • Lögregla hefur upplýst að þrír grunaðir árásarmenn hafi verið skotnir til bana. Lögregla telur að allir þeir sem tóku þátt í árásinni séu látnir.
  • Árásarmennirnir voru allir klæddir sprengjuvestum, en við nánari skoðun kom í ljós að um fölsuð sprengjuvesti var að ræða.
  • Theresa May segir að umburðarlyndi í garð öfgahópa sé of mikið. Gagnrýndi hún stóru netfyrirtækin fyrir að veita öfgamönnum „örugga staði“ á netinu og vill að gripið verði til aðgerða.
  • Fimm manns eru sagðir hafa verið handteknir eftir húsleit lögreglu í Barking í austurhluta London í morgun.
Að neðan má fylgjast með útsendingu Sky að neðan og svo nýjustu fréttum af árásinni í vaktinni þar fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×