Eldarnir geysa í nokkrum sýslum ríkisins, þar á meðal vínhéruðum Kaliforníu. Nú þegar hafa 20.000 manns þurft að flýja heimili sín og hundruðir bygginga hafa gereyðilagst í eldunum.
Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði á blaðamannafundi í dag að ástandið væri alvarlegt. „Eldarnir hreyfast hratt. Hitinn, rakaskorturinn og vindarnir ýta undir þetta hættulega ástand og gera það verra.“
Hann sagði að unnið væri í því að ráða við eldana en að langt sé í land í þeim efnum.
Mikil reykjalykt er á svæðinu þar sem eldarnir geysa og finnst lyktin víða í ríkinu. Búið er að rýma tvö sjúkrahús og hafa í það minnsta tvö hótel á svæðinu brunnið til kaldra kola.
Á Twitter reikningi Adam Housley, fréttamanni Fox News, má sjá myndband af eldunum.
aerial footage of the #NapaFire pic.twitter.com/haqpyBlRxz
— Adam Housley (@adamhousley) October 9, 2017