Þrefalt fleiri sigurleikir með Íslandi en Everton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 06:30 Gylfi Þór Sigurðson og Birkir Bjarnason fagna marki á móti Kósóvó. Vísir/Anton Gylfi Þór Sigurðsson hefur upplifað margt á þessu hausti. Á sama tíma og hann hefur upplifað æskudraum sinn með því að komast með íslenska landsliðinu á HM hefur honum gengið illa að fóta sig sem dýrasti leikmaður Everton frá upphafi. Gylfi hefur farið á kostum með íslenska landsliðinu í haustleikjunum og skoraði þrjú af fjórum mörkum liðsins í mikilvægum heimasigrum á Úkraínu og Kósóvó. Eftir eina stærstu stundina á ferlinum á Laugardalsvellinum 9. október síðastliðinn kom Gylfi aftur til Englands í mjög þungt andrúmsloft á Goodison Park. Það hefur nefnilega ekki aðeins gengið illa hjá Gylfa sjálfum í búningi Everton heldur hefur allt liðið valdið miklum vonbrigðum. Everton var búið að vinna alla fjóra leiki sína á tímabilinu (einn í deild og þrjá í Evrópudeildinni) þegar Gylfi klæddist Everton-treyjunni í fyrsta sinn í leik á móti Manchester City í 2. umferð ensku úrvalsdeildinni. Fimm dögum áður hafði Everton loksins tekist að fá Swansea City til að selja sinn besta mann. Manninn sem hafði öðrum fremur bjargað velska liðinu frá falli tvö tímabil í röð. Everton þurfti að borga fyrir hann 45 milljónir punda og varð hann ekki aðeins langdýrasti leikmaður sögunnar heldur einnig dýrasti leikmaður Bítlaborgarinnar (Liverpool og Everton). Ronaldo Koeman lagði mikla áherslu á að landa íslenska landsliðsmanninum og pressan var gríðarleg á okkar manni. Stóru vandamálin voru hins vegar óleyst. Gylfi dældi inn mörkum og stoðsendingum með Swansea og allir bjuggust við því sama hjá Everton enda var hann löngu búinn að sanna sig í ensku úrvalsdeildinni. Koeman tókst hins vegar ekki að finna rétta jafnvægið eða fylla í skarð Romelo Lukaku sem var seldur til Manchester United. Hann eyddi stórum fjárhæðum í nýja leikmenn en Gylfi var ekki sá eini sem vildi helst spila framarlega á miðjunni. Þar voru líka menn eins og Wayne Rooney og Davy Klaassen sem komu báðir í haust. Gylfi hefur sjaldnast fengið að spila sína bestu stöðu og sjaldnast með fljótum kantmönnum eða öflugum framherja sem eru aðstæðurnar þar sem hæfileikar hans nýtast hvað best. Nú er svo komið að eftir 70 daga sem leikmaður Everton þá hefur Gylfi aðeins tekið þátt í einum sigurleik með félaginu. Eini sigurinn kom í leik á móti Bournemouth á heimavelli, öðru liðanna sem sitja neðar en Everton í töflunni. Hitt er Crystal Palace sem hvorki fékk stig né skoraði mark í fyrstu sjö leikjunum. Á þessum 70 dögum Gylfa í herbúðum Everton hefur hann aftur á móti tvisvar sinnum komið til móts við íslenska landsliðið og unnið þrjá af eftirminnilegustu sigrum landsliðsins frá upphafi. Íslenska liðið hélt sér á lífi í baráttunni um HM-sætið með sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli nokkrum dögum eftir slysið í Finnlandi. Mánuði síðar fóru strákarnir síðan til Tyrklands og slökktu bæði á hávaðasömustu stuðningsmönnum Evrópu sem og á HM-draumum Tyrkja. Loks mættu Gylfi og félagar á Laugardalsvöllinn og tryggðu sér sæti á HM í Rússlandi með sannfærandi sigri á Kósóvum. Staðan er því sú að Gylfi hefur unnið þrefalt fleiri sigra með strákunum í íslenska landsliðinu en með nýju liðsfélögunum í Everton. Mikið um stjóraskipti Fyrir vikið er Gylfi að fá nýjan knattspyrnustjóra í enn eitt skiptið en hann hefur upplifað hver stjóraskiptin á fætur öðrum síðustu tímabil sín í ensku úrvalsdeildinni. Við fögnum vissulega sigrunum hjá íslenska landsliðinu en Gylfi verður vonandi fljótur að breyta þessu hlutfalli á næstu vikum og koma Everton aftur þangað sem félagið ætlaði að vera í vetur. Eftir áralanga baráttu hjá okkar manni í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar var hann kominn til Everton til að kynnast hinum enda töflunnar. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi fær falleinkun Gylfi Þór Sigurðsson fær falleinkun frá Daily Mail fyrir frammistöðu sína hjá Everton það sem af er tímabilinu. 23. október 2017 20:30 BBC: Vandamálið er að Everton keypti þrjár tíur (eins og Gylfa) og fyllti ekki í skarð Lukaku Phil McNulty, knattspyrnuspekingur BBC, veltir því fyrir sér í pistli á heimasíðu BBC í dag hvað hafi farið úrskeiðis hjá Everton sem eyddi háum upphæðum í nýja leikmenn og ætlaði sér stóra hluti á þessari leiktíð. 23. október 2017 10:30 Fyrrverandi leikmaður Everton furðar sig á kaupunum á Gylfa Tony Cottee, fyrrverandi framherji Everton, setur spurningarmerki við kaup félagsins á Gylfa Þór Sigurðssyni. 19. október 2017 12:30 Gylfi: Hef ekki verið upp á mitt besta Gylfi Þór Sigurðsson segir að Everton þurfi að byrja að vinna leiki og það breyti engu hvort sigrarnir séu ljótir eða ekki. 17. október 2017 13:45 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson hefur upplifað margt á þessu hausti. Á sama tíma og hann hefur upplifað æskudraum sinn með því að komast með íslenska landsliðinu á HM hefur honum gengið illa að fóta sig sem dýrasti leikmaður Everton frá upphafi. Gylfi hefur farið á kostum með íslenska landsliðinu í haustleikjunum og skoraði þrjú af fjórum mörkum liðsins í mikilvægum heimasigrum á Úkraínu og Kósóvó. Eftir eina stærstu stundina á ferlinum á Laugardalsvellinum 9. október síðastliðinn kom Gylfi aftur til Englands í mjög þungt andrúmsloft á Goodison Park. Það hefur nefnilega ekki aðeins gengið illa hjá Gylfa sjálfum í búningi Everton heldur hefur allt liðið valdið miklum vonbrigðum. Everton var búið að vinna alla fjóra leiki sína á tímabilinu (einn í deild og þrjá í Evrópudeildinni) þegar Gylfi klæddist Everton-treyjunni í fyrsta sinn í leik á móti Manchester City í 2. umferð ensku úrvalsdeildinni. Fimm dögum áður hafði Everton loksins tekist að fá Swansea City til að selja sinn besta mann. Manninn sem hafði öðrum fremur bjargað velska liðinu frá falli tvö tímabil í röð. Everton þurfti að borga fyrir hann 45 milljónir punda og varð hann ekki aðeins langdýrasti leikmaður sögunnar heldur einnig dýrasti leikmaður Bítlaborgarinnar (Liverpool og Everton). Ronaldo Koeman lagði mikla áherslu á að landa íslenska landsliðsmanninum og pressan var gríðarleg á okkar manni. Stóru vandamálin voru hins vegar óleyst. Gylfi dældi inn mörkum og stoðsendingum með Swansea og allir bjuggust við því sama hjá Everton enda var hann löngu búinn að sanna sig í ensku úrvalsdeildinni. Koeman tókst hins vegar ekki að finna rétta jafnvægið eða fylla í skarð Romelo Lukaku sem var seldur til Manchester United. Hann eyddi stórum fjárhæðum í nýja leikmenn en Gylfi var ekki sá eini sem vildi helst spila framarlega á miðjunni. Þar voru líka menn eins og Wayne Rooney og Davy Klaassen sem komu báðir í haust. Gylfi hefur sjaldnast fengið að spila sína bestu stöðu og sjaldnast með fljótum kantmönnum eða öflugum framherja sem eru aðstæðurnar þar sem hæfileikar hans nýtast hvað best. Nú er svo komið að eftir 70 daga sem leikmaður Everton þá hefur Gylfi aðeins tekið þátt í einum sigurleik með félaginu. Eini sigurinn kom í leik á móti Bournemouth á heimavelli, öðru liðanna sem sitja neðar en Everton í töflunni. Hitt er Crystal Palace sem hvorki fékk stig né skoraði mark í fyrstu sjö leikjunum. Á þessum 70 dögum Gylfa í herbúðum Everton hefur hann aftur á móti tvisvar sinnum komið til móts við íslenska landsliðið og unnið þrjá af eftirminnilegustu sigrum landsliðsins frá upphafi. Íslenska liðið hélt sér á lífi í baráttunni um HM-sætið með sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli nokkrum dögum eftir slysið í Finnlandi. Mánuði síðar fóru strákarnir síðan til Tyrklands og slökktu bæði á hávaðasömustu stuðningsmönnum Evrópu sem og á HM-draumum Tyrkja. Loks mættu Gylfi og félagar á Laugardalsvöllinn og tryggðu sér sæti á HM í Rússlandi með sannfærandi sigri á Kósóvum. Staðan er því sú að Gylfi hefur unnið þrefalt fleiri sigra með strákunum í íslenska landsliðinu en með nýju liðsfélögunum í Everton. Mikið um stjóraskipti Fyrir vikið er Gylfi að fá nýjan knattspyrnustjóra í enn eitt skiptið en hann hefur upplifað hver stjóraskiptin á fætur öðrum síðustu tímabil sín í ensku úrvalsdeildinni. Við fögnum vissulega sigrunum hjá íslenska landsliðinu en Gylfi verður vonandi fljótur að breyta þessu hlutfalli á næstu vikum og koma Everton aftur þangað sem félagið ætlaði að vera í vetur. Eftir áralanga baráttu hjá okkar manni í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar var hann kominn til Everton til að kynnast hinum enda töflunnar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi fær falleinkun Gylfi Þór Sigurðsson fær falleinkun frá Daily Mail fyrir frammistöðu sína hjá Everton það sem af er tímabilinu. 23. október 2017 20:30 BBC: Vandamálið er að Everton keypti þrjár tíur (eins og Gylfa) og fyllti ekki í skarð Lukaku Phil McNulty, knattspyrnuspekingur BBC, veltir því fyrir sér í pistli á heimasíðu BBC í dag hvað hafi farið úrskeiðis hjá Everton sem eyddi háum upphæðum í nýja leikmenn og ætlaði sér stóra hluti á þessari leiktíð. 23. október 2017 10:30 Fyrrverandi leikmaður Everton furðar sig á kaupunum á Gylfa Tony Cottee, fyrrverandi framherji Everton, setur spurningarmerki við kaup félagsins á Gylfa Þór Sigurðssyni. 19. október 2017 12:30 Gylfi: Hef ekki verið upp á mitt besta Gylfi Þór Sigurðsson segir að Everton þurfi að byrja að vinna leiki og það breyti engu hvort sigrarnir séu ljótir eða ekki. 17. október 2017 13:45 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira
Gylfi fær falleinkun Gylfi Þór Sigurðsson fær falleinkun frá Daily Mail fyrir frammistöðu sína hjá Everton það sem af er tímabilinu. 23. október 2017 20:30
BBC: Vandamálið er að Everton keypti þrjár tíur (eins og Gylfa) og fyllti ekki í skarð Lukaku Phil McNulty, knattspyrnuspekingur BBC, veltir því fyrir sér í pistli á heimasíðu BBC í dag hvað hafi farið úrskeiðis hjá Everton sem eyddi háum upphæðum í nýja leikmenn og ætlaði sér stóra hluti á þessari leiktíð. 23. október 2017 10:30
Fyrrverandi leikmaður Everton furðar sig á kaupunum á Gylfa Tony Cottee, fyrrverandi framherji Everton, setur spurningarmerki við kaup félagsins á Gylfa Þór Sigurðssyni. 19. október 2017 12:30
Gylfi: Hef ekki verið upp á mitt besta Gylfi Þór Sigurðsson segir að Everton þurfi að byrja að vinna leiki og það breyti engu hvort sigrarnir séu ljótir eða ekki. 17. október 2017 13:45