Disney sýnir klærnar: Lögðu bann á L.A. Times vegna umfjöllunar um bílastæðahús Birgir Olgeirsson skrifar 8. nóvember 2017 11:35 Forsvarsmenn Disney eru afar ósáttir við umfjöllun L.A. Times vegna umfjöllunar fjölmiðilsins á eftirgjöf sem Disney fær vegna skemmtigarðs fyrirtækisins í Anaheim í Kaliforníu. Vísir/Getty Walt Disney-fyrirtækið hefur ákveðið að aflétta banni af bandaríska fjölmiðlum L.A. Times í kjölfar mikilla mótmæla. Forsvarsmenn Disney eru afar ósáttir við umfjöllun L.A. Times vegna umfjöllunar fjölmiðilsins á eftirgjöf sem Disney fær vegna skemmtigarðs fyrirtækisins í Anaheim í Kaliforníu. Ákváðu forsvarsmenn Disney í kjölfarið að banna gagnrýnendum L.A. Times að vera viðstadda gagnrýnendasýningar á nýjustu myndum fyrirtækisins, en hafa nú ákveðið að hverfa frá því banni. Sú ákvörðun var tekin eftir að blaðamenn og kvikmyndagerðarmenn höfðu gagnrýnt þessa ákvörðun Disney harðlega. Nokkrir blaðamenn höfðu meðal gefið út að þeir myndu ekki fjalla um myndir Disney á meðan þetta bann væri við lýði.Hollywood Reporter greinir frá þessu en þar kemur fram að Disney muni samt sem áður meina blaðamönnum L.A. Times aðgangi að skemmtigörðum fyrirtækisins sem stendur öðrum blaðamönnum til boða.Fá tekjur af bílastæðahúsi sem borgin byggði Fréttin sem reitti Disney til reiði var skrifuð af blaðamanninum Daniel Miller þar sem er fjallað um óánægju íbúi og borgarfulltrúa í Anaheim vegna eftirgjafar sem Disneyland-skemmtigarðurinn fær frá borginni. Í fréttinni er sagt frá bílastæðahúsi við skemmtigarðinn sem státar af 10,241 bílastæði. Borgar þarf tuttugu dollara að lágmarki fyrir að leggja þar og eru tekjurnar af húsinu um 35 milljónir dollara á hverju ári. Þær tekjur renna beint til Disney. Anaheim-borg byggði þetta bílastæðahús, sem kostaði borgina um 108 milljónir dollara. Borgin leigir svo húsið til Disney fyrir einn dollar á ári.Disney er eigandi Marvel, Pixar Studios og Lucasfillm, en það síðastnefnda gefur út Stjörnustríðsmyndirnar.Vísir/GettyAfar valdamikið Disney er orðið afar valdamikið í kvikmyndabransanum og státar jafnan að langtekjuhæstu myndum hvers árs. Disney hefur á sínum snærum Marvel, Lucasfilm og Pixar Studios en frá þeim koma vinsælustu ofurhetju- og teiknimyndir hverra ára og að sjálfsögðu Stjörnustríðsmyndirnar. Áttunda Stjörnustríðsmyndin, The Last Jedi, verður frumsýnd fjórtánda desember næstkomandi en Disney hefur sett fram kröfu á hendur eigenda kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum að fyrirtækið fái 65 prósent af miðasölutekjum myndarinnar. Venjulega taka kvikmyndaver um 40 – 55 prósent af miðasölutekjunum. Ef eigendur kvikmyndahúsanna ákveða að gangast við þeirri kröfu þurfa þeir einnig að skuldbinda sig til að halda The Last Jedi í stærstu kvikmyndasölum sínum í að minnsta kosti í fjórar vikur. Þegar sjöunda Stjörnustríðsmyndin, The Force Awakens, var frumsýnd fyrir tveimur árum fór Disney fram á 64 prósent af miðasölutekjunum og að kvikmyndahúsin þyrftu að halda myndinni í að lágmarki í tvær vikur í stærstu sölum sínum.Refsað ef þau rjúfa samkomulagið Þau kvikmyndahús sem gangast við þessum skilyrðum um The Last Jedi geta átt yfir höfði sér refsingu ef þau gerast sek um að fara gegn þessu samkomulagi. Er refsingin fólgin í því að fimm prósent til viðbótar af miðasölutekjunum renna til Disney. Þetta fyrirkomulag er ekki óþekkt en sagt koma illa við smærri kvikmyndahús og auka enn frekar á einsleitni þegar kemur að útgáfu stórmynda. Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Walt Disney-fyrirtækið hefur ákveðið að aflétta banni af bandaríska fjölmiðlum L.A. Times í kjölfar mikilla mótmæla. Forsvarsmenn Disney eru afar ósáttir við umfjöllun L.A. Times vegna umfjöllunar fjölmiðilsins á eftirgjöf sem Disney fær vegna skemmtigarðs fyrirtækisins í Anaheim í Kaliforníu. Ákváðu forsvarsmenn Disney í kjölfarið að banna gagnrýnendum L.A. Times að vera viðstadda gagnrýnendasýningar á nýjustu myndum fyrirtækisins, en hafa nú ákveðið að hverfa frá því banni. Sú ákvörðun var tekin eftir að blaðamenn og kvikmyndagerðarmenn höfðu gagnrýnt þessa ákvörðun Disney harðlega. Nokkrir blaðamenn höfðu meðal gefið út að þeir myndu ekki fjalla um myndir Disney á meðan þetta bann væri við lýði.Hollywood Reporter greinir frá þessu en þar kemur fram að Disney muni samt sem áður meina blaðamönnum L.A. Times aðgangi að skemmtigörðum fyrirtækisins sem stendur öðrum blaðamönnum til boða.Fá tekjur af bílastæðahúsi sem borgin byggði Fréttin sem reitti Disney til reiði var skrifuð af blaðamanninum Daniel Miller þar sem er fjallað um óánægju íbúi og borgarfulltrúa í Anaheim vegna eftirgjafar sem Disneyland-skemmtigarðurinn fær frá borginni. Í fréttinni er sagt frá bílastæðahúsi við skemmtigarðinn sem státar af 10,241 bílastæði. Borgar þarf tuttugu dollara að lágmarki fyrir að leggja þar og eru tekjurnar af húsinu um 35 milljónir dollara á hverju ári. Þær tekjur renna beint til Disney. Anaheim-borg byggði þetta bílastæðahús, sem kostaði borgina um 108 milljónir dollara. Borgin leigir svo húsið til Disney fyrir einn dollar á ári.Disney er eigandi Marvel, Pixar Studios og Lucasfillm, en það síðastnefnda gefur út Stjörnustríðsmyndirnar.Vísir/GettyAfar valdamikið Disney er orðið afar valdamikið í kvikmyndabransanum og státar jafnan að langtekjuhæstu myndum hvers árs. Disney hefur á sínum snærum Marvel, Lucasfilm og Pixar Studios en frá þeim koma vinsælustu ofurhetju- og teiknimyndir hverra ára og að sjálfsögðu Stjörnustríðsmyndirnar. Áttunda Stjörnustríðsmyndin, The Last Jedi, verður frumsýnd fjórtánda desember næstkomandi en Disney hefur sett fram kröfu á hendur eigenda kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum að fyrirtækið fái 65 prósent af miðasölutekjum myndarinnar. Venjulega taka kvikmyndaver um 40 – 55 prósent af miðasölutekjunum. Ef eigendur kvikmyndahúsanna ákveða að gangast við þeirri kröfu þurfa þeir einnig að skuldbinda sig til að halda The Last Jedi í stærstu kvikmyndasölum sínum í að minnsta kosti í fjórar vikur. Þegar sjöunda Stjörnustríðsmyndin, The Force Awakens, var frumsýnd fyrir tveimur árum fór Disney fram á 64 prósent af miðasölutekjunum og að kvikmyndahúsin þyrftu að halda myndinni í að lágmarki í tvær vikur í stærstu sölum sínum.Refsað ef þau rjúfa samkomulagið Þau kvikmyndahús sem gangast við þessum skilyrðum um The Last Jedi geta átt yfir höfði sér refsingu ef þau gerast sek um að fara gegn þessu samkomulagi. Er refsingin fólgin í því að fimm prósent til viðbótar af miðasölutekjunum renna til Disney. Þetta fyrirkomulag er ekki óþekkt en sagt koma illa við smærri kvikmyndahús og auka enn frekar á einsleitni þegar kemur að útgáfu stórmynda.
Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira