Systur sameinaðar eftir þrjú ár í haldi ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2017 16:26 Fjölmargir Jasídar búa enn í tjöldum við rætur Sinjar fjalls. Vísir/AFP Þrjár systur sem tilheyra minnihlutahóp Jasída hafa verið sameinaðar eftir að hafa verið í haldi vígamanna Íslamska ríkisins í rúm þrjú ár. Þær Rosa, sem er fjórtán ára gömul, Bushra, tólf ára, og Suhayla, sjö ára, voru sameinaðar nú á sunnudaginn og búa með fimm eldri bræðrum sínum á yfirráðasvæði Kúrda í Írak. Bróðir þeirra, Zinal, er enn týndur. Hann er níu ára gamall og var í fyrstu í haldi með þeim í borginni Tal Afar en var fluttur til Mosul ásamt öðrum ungum drengjum. Ekkert hefur heyrst til hans síðan. Systurnar voru einnig aðskildar en þegar Rosa spurði eitt sinn hvar systur hennar væru var henni sagt að þær hefðu verið myrtar fyrir að haga sér illa.Foreldrar þeirra myrtir Þeim var rænt þegar ISIS-liðar frömdu ýmis ódæði gegn Jasídum í kringum Sinjar fjall sumarið 2014. Vígamennirnir skutu, afhöfðuðu, brenndu lifandi eða rændu rúmlega níu þúsund meðlimum Jasída . Sameinuðu þjóðirnar segja að um þjóðarmorð hafi verið að ræða. Foreldrar stúlknanna voru meðal þeirra sem voru myrt.Samkvæmt frétt Reuters telja leiðtogar Jasída að rúmlega þrjú þúsund manns sé enn saknað.Þær segja að þær hafi verið seldar til vígamanns sem bjó í Tal Afar. Þar hafi þær sinnt heimilisstörfum og Rosa hugsaði um systkini sín og önnur ungur börn sem voru einnig í þrældómi á heimilinu. Eftir að þau höfðu verið saman í eitt ár var Zinal fluttur til Mosul og Suhayla og Bushra voru seldar til annarra fjölskyldna. Systurnar bjuggu nálægt hvorri annarri en fengu þrátt fyrir það aldrei að hittast. Þrátt fyrir það tókst Bushra nokkrum sinnum að laumast til Rosu. Bushra var svo seld aftur en flúði með sex öðrum stúlkum fyrir um ári síðan. Írakskir Kúrdar fundu þær nærri Sinjar og hjálpuðu þeim að finna fjölskyldur sínar.Bjó í flóttamannabúðum í Tyrklandi Suhayla var flutt til Tyrklands af þrælahöldurum sínum þar sem þau bjuggu í flóttamannabúðum. Að endingu komust yfirvöld að því hver hún vær og var hún flutt til Írak. Rosa var flutt til Deir Ezzor í Sýrlandi þar sem hún var seld tvisvar sinnum til viðbótar. Fyrst fyrir fjóra dali og svo fyrir 60 dali. „Þessir hundar högnuðust verulega á mér,“ segir Rosa við blaðamenn Reuters. Meðlimir Verkamannaflokks Kúrda í Tyrklandi fundu Rosu og komu henni til Írak. Systurnar voru barðar af þrælahöldurum sínum og nöfnum þeirra var breytt. Suhayla var einungis þriggja ára gömul þegar hún var handsömuð og átti hún erfitt með að muna eftir systkinum sínum þegar þau voru sameinuð á ný. „Hún þarf að læra að muna eftir okkur á ný. Hún vandist því að kalla ókunnugt fólk mömmu og afa á meðan hún var í haldi,“ segir Rosa. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00 „Ég get ekki sofið og er alltaf uppspennt“ Þýskir geðlæknar vinna í því að koma stofnun á laggirnar þar sem Jasídum og öðrum sem hafa verið í haldi Íslamska ríkisins um langt skeið er hjálpað. 22. febrúar 2017 12:00 Íslamska ríkið fremur þjóðarmorð á Jasídum Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að enn séu minnst 3.200 konur og börn í haldi vígamanna. 16. júní 2016 13:16 Brast í grát við að segja frá voðaverkum ISIS „Þeir beita nauðgunum til þess að eyðileggja líf stúlkna og kvenna,“ segir 22 ára Jasídakona sem slapp úr haldi ISIS í fyrra. 31. janúar 2016 16:17 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Ítarlegar reglur varðandi nauðganir á þrælum ISIS Dómstóll Íslamska ríkisins birti ítarlegar leiðbeiningar um hvenær eigendur kvenkyns fanga samtakana megi nota þær kynferðislega. 29. desember 2015 16:58 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Þrjár systur sem tilheyra minnihlutahóp Jasída hafa verið sameinaðar eftir að hafa verið í haldi vígamanna Íslamska ríkisins í rúm þrjú ár. Þær Rosa, sem er fjórtán ára gömul, Bushra, tólf ára, og Suhayla, sjö ára, voru sameinaðar nú á sunnudaginn og búa með fimm eldri bræðrum sínum á yfirráðasvæði Kúrda í Írak. Bróðir þeirra, Zinal, er enn týndur. Hann er níu ára gamall og var í fyrstu í haldi með þeim í borginni Tal Afar en var fluttur til Mosul ásamt öðrum ungum drengjum. Ekkert hefur heyrst til hans síðan. Systurnar voru einnig aðskildar en þegar Rosa spurði eitt sinn hvar systur hennar væru var henni sagt að þær hefðu verið myrtar fyrir að haga sér illa.Foreldrar þeirra myrtir Þeim var rænt þegar ISIS-liðar frömdu ýmis ódæði gegn Jasídum í kringum Sinjar fjall sumarið 2014. Vígamennirnir skutu, afhöfðuðu, brenndu lifandi eða rændu rúmlega níu þúsund meðlimum Jasída . Sameinuðu þjóðirnar segja að um þjóðarmorð hafi verið að ræða. Foreldrar stúlknanna voru meðal þeirra sem voru myrt.Samkvæmt frétt Reuters telja leiðtogar Jasída að rúmlega þrjú þúsund manns sé enn saknað.Þær segja að þær hafi verið seldar til vígamanns sem bjó í Tal Afar. Þar hafi þær sinnt heimilisstörfum og Rosa hugsaði um systkini sín og önnur ungur börn sem voru einnig í þrældómi á heimilinu. Eftir að þau höfðu verið saman í eitt ár var Zinal fluttur til Mosul og Suhayla og Bushra voru seldar til annarra fjölskyldna. Systurnar bjuggu nálægt hvorri annarri en fengu þrátt fyrir það aldrei að hittast. Þrátt fyrir það tókst Bushra nokkrum sinnum að laumast til Rosu. Bushra var svo seld aftur en flúði með sex öðrum stúlkum fyrir um ári síðan. Írakskir Kúrdar fundu þær nærri Sinjar og hjálpuðu þeim að finna fjölskyldur sínar.Bjó í flóttamannabúðum í Tyrklandi Suhayla var flutt til Tyrklands af þrælahöldurum sínum þar sem þau bjuggu í flóttamannabúðum. Að endingu komust yfirvöld að því hver hún vær og var hún flutt til Írak. Rosa var flutt til Deir Ezzor í Sýrlandi þar sem hún var seld tvisvar sinnum til viðbótar. Fyrst fyrir fjóra dali og svo fyrir 60 dali. „Þessir hundar högnuðust verulega á mér,“ segir Rosa við blaðamenn Reuters. Meðlimir Verkamannaflokks Kúrda í Tyrklandi fundu Rosu og komu henni til Írak. Systurnar voru barðar af þrælahöldurum sínum og nöfnum þeirra var breytt. Suhayla var einungis þriggja ára gömul þegar hún var handsömuð og átti hún erfitt með að muna eftir systkinum sínum þegar þau voru sameinuð á ný. „Hún þarf að læra að muna eftir okkur á ný. Hún vandist því að kalla ókunnugt fólk mömmu og afa á meðan hún var í haldi,“ segir Rosa.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00 „Ég get ekki sofið og er alltaf uppspennt“ Þýskir geðlæknar vinna í því að koma stofnun á laggirnar þar sem Jasídum og öðrum sem hafa verið í haldi Íslamska ríkisins um langt skeið er hjálpað. 22. febrúar 2017 12:00 Íslamska ríkið fremur þjóðarmorð á Jasídum Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að enn séu minnst 3.200 konur og börn í haldi vígamanna. 16. júní 2016 13:16 Brast í grát við að segja frá voðaverkum ISIS „Þeir beita nauðgunum til þess að eyðileggja líf stúlkna og kvenna,“ segir 22 ára Jasídakona sem slapp úr haldi ISIS í fyrra. 31. janúar 2016 16:17 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Ítarlegar reglur varðandi nauðganir á þrælum ISIS Dómstóll Íslamska ríkisins birti ítarlegar leiðbeiningar um hvenær eigendur kvenkyns fanga samtakana megi nota þær kynferðislega. 29. desember 2015 16:58 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00
„Ég get ekki sofið og er alltaf uppspennt“ Þýskir geðlæknar vinna í því að koma stofnun á laggirnar þar sem Jasídum og öðrum sem hafa verið í haldi Íslamska ríkisins um langt skeið er hjálpað. 22. febrúar 2017 12:00
Íslamska ríkið fremur þjóðarmorð á Jasídum Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að enn séu minnst 3.200 konur og börn í haldi vígamanna. 16. júní 2016 13:16
Brast í grát við að segja frá voðaverkum ISIS „Þeir beita nauðgunum til þess að eyðileggja líf stúlkna og kvenna,“ segir 22 ára Jasídakona sem slapp úr haldi ISIS í fyrra. 31. janúar 2016 16:17
„Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30
Ítarlegar reglur varðandi nauðganir á þrælum ISIS Dómstóll Íslamska ríkisins birti ítarlegar leiðbeiningar um hvenær eigendur kvenkyns fanga samtakana megi nota þær kynferðislega. 29. desember 2015 16:58