Systur sameinaðar eftir þrjú ár í haldi ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2017 16:26 Fjölmargir Jasídar búa enn í tjöldum við rætur Sinjar fjalls. Vísir/AFP Þrjár systur sem tilheyra minnihlutahóp Jasída hafa verið sameinaðar eftir að hafa verið í haldi vígamanna Íslamska ríkisins í rúm þrjú ár. Þær Rosa, sem er fjórtán ára gömul, Bushra, tólf ára, og Suhayla, sjö ára, voru sameinaðar nú á sunnudaginn og búa með fimm eldri bræðrum sínum á yfirráðasvæði Kúrda í Írak. Bróðir þeirra, Zinal, er enn týndur. Hann er níu ára gamall og var í fyrstu í haldi með þeim í borginni Tal Afar en var fluttur til Mosul ásamt öðrum ungum drengjum. Ekkert hefur heyrst til hans síðan. Systurnar voru einnig aðskildar en þegar Rosa spurði eitt sinn hvar systur hennar væru var henni sagt að þær hefðu verið myrtar fyrir að haga sér illa.Foreldrar þeirra myrtir Þeim var rænt þegar ISIS-liðar frömdu ýmis ódæði gegn Jasídum í kringum Sinjar fjall sumarið 2014. Vígamennirnir skutu, afhöfðuðu, brenndu lifandi eða rændu rúmlega níu þúsund meðlimum Jasída . Sameinuðu þjóðirnar segja að um þjóðarmorð hafi verið að ræða. Foreldrar stúlknanna voru meðal þeirra sem voru myrt.Samkvæmt frétt Reuters telja leiðtogar Jasída að rúmlega þrjú þúsund manns sé enn saknað.Þær segja að þær hafi verið seldar til vígamanns sem bjó í Tal Afar. Þar hafi þær sinnt heimilisstörfum og Rosa hugsaði um systkini sín og önnur ungur börn sem voru einnig í þrældómi á heimilinu. Eftir að þau höfðu verið saman í eitt ár var Zinal fluttur til Mosul og Suhayla og Bushra voru seldar til annarra fjölskyldna. Systurnar bjuggu nálægt hvorri annarri en fengu þrátt fyrir það aldrei að hittast. Þrátt fyrir það tókst Bushra nokkrum sinnum að laumast til Rosu. Bushra var svo seld aftur en flúði með sex öðrum stúlkum fyrir um ári síðan. Írakskir Kúrdar fundu þær nærri Sinjar og hjálpuðu þeim að finna fjölskyldur sínar.Bjó í flóttamannabúðum í Tyrklandi Suhayla var flutt til Tyrklands af þrælahöldurum sínum þar sem þau bjuggu í flóttamannabúðum. Að endingu komust yfirvöld að því hver hún vær og var hún flutt til Írak. Rosa var flutt til Deir Ezzor í Sýrlandi þar sem hún var seld tvisvar sinnum til viðbótar. Fyrst fyrir fjóra dali og svo fyrir 60 dali. „Þessir hundar högnuðust verulega á mér,“ segir Rosa við blaðamenn Reuters. Meðlimir Verkamannaflokks Kúrda í Tyrklandi fundu Rosu og komu henni til Írak. Systurnar voru barðar af þrælahöldurum sínum og nöfnum þeirra var breytt. Suhayla var einungis þriggja ára gömul þegar hún var handsömuð og átti hún erfitt með að muna eftir systkinum sínum þegar þau voru sameinuð á ný. „Hún þarf að læra að muna eftir okkur á ný. Hún vandist því að kalla ókunnugt fólk mömmu og afa á meðan hún var í haldi,“ segir Rosa. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00 „Ég get ekki sofið og er alltaf uppspennt“ Þýskir geðlæknar vinna í því að koma stofnun á laggirnar þar sem Jasídum og öðrum sem hafa verið í haldi Íslamska ríkisins um langt skeið er hjálpað. 22. febrúar 2017 12:00 Íslamska ríkið fremur þjóðarmorð á Jasídum Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að enn séu minnst 3.200 konur og börn í haldi vígamanna. 16. júní 2016 13:16 Brast í grát við að segja frá voðaverkum ISIS „Þeir beita nauðgunum til þess að eyðileggja líf stúlkna og kvenna,“ segir 22 ára Jasídakona sem slapp úr haldi ISIS í fyrra. 31. janúar 2016 16:17 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Ítarlegar reglur varðandi nauðganir á þrælum ISIS Dómstóll Íslamska ríkisins birti ítarlegar leiðbeiningar um hvenær eigendur kvenkyns fanga samtakana megi nota þær kynferðislega. 29. desember 2015 16:58 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Þrjár systur sem tilheyra minnihlutahóp Jasída hafa verið sameinaðar eftir að hafa verið í haldi vígamanna Íslamska ríkisins í rúm þrjú ár. Þær Rosa, sem er fjórtán ára gömul, Bushra, tólf ára, og Suhayla, sjö ára, voru sameinaðar nú á sunnudaginn og búa með fimm eldri bræðrum sínum á yfirráðasvæði Kúrda í Írak. Bróðir þeirra, Zinal, er enn týndur. Hann er níu ára gamall og var í fyrstu í haldi með þeim í borginni Tal Afar en var fluttur til Mosul ásamt öðrum ungum drengjum. Ekkert hefur heyrst til hans síðan. Systurnar voru einnig aðskildar en þegar Rosa spurði eitt sinn hvar systur hennar væru var henni sagt að þær hefðu verið myrtar fyrir að haga sér illa.Foreldrar þeirra myrtir Þeim var rænt þegar ISIS-liðar frömdu ýmis ódæði gegn Jasídum í kringum Sinjar fjall sumarið 2014. Vígamennirnir skutu, afhöfðuðu, brenndu lifandi eða rændu rúmlega níu þúsund meðlimum Jasída . Sameinuðu þjóðirnar segja að um þjóðarmorð hafi verið að ræða. Foreldrar stúlknanna voru meðal þeirra sem voru myrt.Samkvæmt frétt Reuters telja leiðtogar Jasída að rúmlega þrjú þúsund manns sé enn saknað.Þær segja að þær hafi verið seldar til vígamanns sem bjó í Tal Afar. Þar hafi þær sinnt heimilisstörfum og Rosa hugsaði um systkini sín og önnur ungur börn sem voru einnig í þrældómi á heimilinu. Eftir að þau höfðu verið saman í eitt ár var Zinal fluttur til Mosul og Suhayla og Bushra voru seldar til annarra fjölskyldna. Systurnar bjuggu nálægt hvorri annarri en fengu þrátt fyrir það aldrei að hittast. Þrátt fyrir það tókst Bushra nokkrum sinnum að laumast til Rosu. Bushra var svo seld aftur en flúði með sex öðrum stúlkum fyrir um ári síðan. Írakskir Kúrdar fundu þær nærri Sinjar og hjálpuðu þeim að finna fjölskyldur sínar.Bjó í flóttamannabúðum í Tyrklandi Suhayla var flutt til Tyrklands af þrælahöldurum sínum þar sem þau bjuggu í flóttamannabúðum. Að endingu komust yfirvöld að því hver hún vær og var hún flutt til Írak. Rosa var flutt til Deir Ezzor í Sýrlandi þar sem hún var seld tvisvar sinnum til viðbótar. Fyrst fyrir fjóra dali og svo fyrir 60 dali. „Þessir hundar högnuðust verulega á mér,“ segir Rosa við blaðamenn Reuters. Meðlimir Verkamannaflokks Kúrda í Tyrklandi fundu Rosu og komu henni til Írak. Systurnar voru barðar af þrælahöldurum sínum og nöfnum þeirra var breytt. Suhayla var einungis þriggja ára gömul þegar hún var handsömuð og átti hún erfitt með að muna eftir systkinum sínum þegar þau voru sameinuð á ný. „Hún þarf að læra að muna eftir okkur á ný. Hún vandist því að kalla ókunnugt fólk mömmu og afa á meðan hún var í haldi,“ segir Rosa.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00 „Ég get ekki sofið og er alltaf uppspennt“ Þýskir geðlæknar vinna í því að koma stofnun á laggirnar þar sem Jasídum og öðrum sem hafa verið í haldi Íslamska ríkisins um langt skeið er hjálpað. 22. febrúar 2017 12:00 Íslamska ríkið fremur þjóðarmorð á Jasídum Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að enn séu minnst 3.200 konur og börn í haldi vígamanna. 16. júní 2016 13:16 Brast í grát við að segja frá voðaverkum ISIS „Þeir beita nauðgunum til þess að eyðileggja líf stúlkna og kvenna,“ segir 22 ára Jasídakona sem slapp úr haldi ISIS í fyrra. 31. janúar 2016 16:17 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Ítarlegar reglur varðandi nauðganir á þrælum ISIS Dómstóll Íslamska ríkisins birti ítarlegar leiðbeiningar um hvenær eigendur kvenkyns fanga samtakana megi nota þær kynferðislega. 29. desember 2015 16:58 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00
„Ég get ekki sofið og er alltaf uppspennt“ Þýskir geðlæknar vinna í því að koma stofnun á laggirnar þar sem Jasídum og öðrum sem hafa verið í haldi Íslamska ríkisins um langt skeið er hjálpað. 22. febrúar 2017 12:00
Íslamska ríkið fremur þjóðarmorð á Jasídum Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja að enn séu minnst 3.200 konur og börn í haldi vígamanna. 16. júní 2016 13:16
Brast í grát við að segja frá voðaverkum ISIS „Þeir beita nauðgunum til þess að eyðileggja líf stúlkna og kvenna,“ segir 22 ára Jasídakona sem slapp úr haldi ISIS í fyrra. 31. janúar 2016 16:17
„Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30
Ítarlegar reglur varðandi nauðganir á þrælum ISIS Dómstóll Íslamska ríkisins birti ítarlegar leiðbeiningar um hvenær eigendur kvenkyns fanga samtakana megi nota þær kynferðislega. 29. desember 2015 16:58