Erlent

Star Wars-leikari látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Alfie Curtis í hlutverki Dr Evazan.
Alfie Curtis í hlutverki Dr Evazan. Mark Hamill/Twitter
Breski leikarinn Alfie Curtis er látinn, 87 ára að aldri. Curtis er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í fyrstu Star Wars-myndinni, A New Hope, þar sem hann fór með hlutverk Dr Evazan.

Curtis vakti sömuleiðis athygli fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Fílamanninum frá árinu 1980 og bresku þáttunum Cribb sem framleiddir voru á níunda áratugnum.

Í Star Wars myndinni hótaði Dr Evazan Luke Skywalker á barnum í borginni Mos Eisley og sagðist eiga yfir höfði sér dauðadóm í tólf sólkerfum.

Mark Hamill, sem fór með hlutverk Luke Skywalker, minntist Curtis á Twitter í dag og sagði hann vera fyndinn og góðan mann sem hafi átt þátt í að skapa eitt eftirminnilegasta atriði myndanna sem Hamill hafi átt þátt í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×