Austurríkismenn blása af reykingabann Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. desember 2017 06:31 Ólíkt flestum Evrópulöndum getur fólk reykt inni á matsölustöðum í Austurríki undir ákveðnum kringumstæðum. Vísir/AP Austurríski Frelsisflokkurinn hefur lýst því hátíðlega yfir að hætt verði við fyrirhugað reykingabann á matsölustöðum og knæpum þar í landi, sem taka átti gildi árið 2018. Formaður flokksins, Heinz-Christian Strache, sagði að ákvörðunin væri liður í yfirstandandi samningaviðræðum Frelsisflokksins og Þjóðarflokksins (OVP) um meirihlutasamstarf eftir kosningarnar í landinu í október. „Ég er stoltur af þessari frábæru lausn sem hefur jafnt hagsmuni reykingamanna, veitingamanna sem og hinna reyklausu í heiðri,“ sagði Strache í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. „Valfrelsið lifir áfram. Rekstrargrundvöllur veitingastaða (sérstaklega minni staða) hefur verið tryggður. Þúsundum starfa, sem áður voru í hættu, hefur verið bjargað,“ bætti reykingamaðurinn Strache við. Fyrirhugað bann var samþykkt árið 2015 af þáverandi stjórnarflokknum, OVP og Jafnaðarmannaflokknum, og átti það að taka gildi í maí næstkomandi. Þó að hið algjöra bann muni ekki taka gildi verða reglur þó lítillega hertar; t.a.m. verður áfram gert ráð fyrir sérstökum reyksvæðum á veitingastöðum og knæpum. Þangað má enginn sem ekki hefur náð 18 ára aldri koma. Að sama skapi verða reykingar í bílum bannaðar ef einhver undir 18 ára aldri er í bifreiðinni og þá verður tóbakskaupaaldur hækkaður úr 16 í 18 ár. Haft er eftir heilbrigðisráðherra landsins á vef Guardian að niðurstöðurnar séu stórt skref afturábak fyrir lýðheilsu Austurríkismanna. Heitir ráðherrann, sem var úr röðum jafnaðarmanna, harðri stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili. Tengdar fréttir Kurz býður Frelsisflokknum til viðræðna Sebastian Kurz, leiðtogi austurríska Þjóðarflokksins, hefur boðið hægriöfgaflokknum Frelsisflokknum, til viðræðna um stjórnarmyndun. 24. október 2017 10:26 Vann með þjóðernishyggju að vopni Þegar Sebastian Kurz var kjörinn formaður ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins í Austurríki árið 2009, þá 23 ára gamall, grunaði hann eflaust ekki að innan áratugar myndi hann leiða flokk sinn til kosningasigurs og verða þannig afar líklegur til að setjast á kanslarastól. 21. október 2017 06:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Sjá meira
Austurríski Frelsisflokkurinn hefur lýst því hátíðlega yfir að hætt verði við fyrirhugað reykingabann á matsölustöðum og knæpum þar í landi, sem taka átti gildi árið 2018. Formaður flokksins, Heinz-Christian Strache, sagði að ákvörðunin væri liður í yfirstandandi samningaviðræðum Frelsisflokksins og Þjóðarflokksins (OVP) um meirihlutasamstarf eftir kosningarnar í landinu í október. „Ég er stoltur af þessari frábæru lausn sem hefur jafnt hagsmuni reykingamanna, veitingamanna sem og hinna reyklausu í heiðri,“ sagði Strache í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. „Valfrelsið lifir áfram. Rekstrargrundvöllur veitingastaða (sérstaklega minni staða) hefur verið tryggður. Þúsundum starfa, sem áður voru í hættu, hefur verið bjargað,“ bætti reykingamaðurinn Strache við. Fyrirhugað bann var samþykkt árið 2015 af þáverandi stjórnarflokknum, OVP og Jafnaðarmannaflokknum, og átti það að taka gildi í maí næstkomandi. Þó að hið algjöra bann muni ekki taka gildi verða reglur þó lítillega hertar; t.a.m. verður áfram gert ráð fyrir sérstökum reyksvæðum á veitingastöðum og knæpum. Þangað má enginn sem ekki hefur náð 18 ára aldri koma. Að sama skapi verða reykingar í bílum bannaðar ef einhver undir 18 ára aldri er í bifreiðinni og þá verður tóbakskaupaaldur hækkaður úr 16 í 18 ár. Haft er eftir heilbrigðisráðherra landsins á vef Guardian að niðurstöðurnar séu stórt skref afturábak fyrir lýðheilsu Austurríkismanna. Heitir ráðherrann, sem var úr röðum jafnaðarmanna, harðri stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili.
Tengdar fréttir Kurz býður Frelsisflokknum til viðræðna Sebastian Kurz, leiðtogi austurríska Þjóðarflokksins, hefur boðið hægriöfgaflokknum Frelsisflokknum, til viðræðna um stjórnarmyndun. 24. október 2017 10:26 Vann með þjóðernishyggju að vopni Þegar Sebastian Kurz var kjörinn formaður ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins í Austurríki árið 2009, þá 23 ára gamall, grunaði hann eflaust ekki að innan áratugar myndi hann leiða flokk sinn til kosningasigurs og verða þannig afar líklegur til að setjast á kanslarastól. 21. október 2017 06:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Sjá meira
Kurz býður Frelsisflokknum til viðræðna Sebastian Kurz, leiðtogi austurríska Þjóðarflokksins, hefur boðið hægriöfgaflokknum Frelsisflokknum, til viðræðna um stjórnarmyndun. 24. október 2017 10:26
Vann með þjóðernishyggju að vopni Þegar Sebastian Kurz var kjörinn formaður ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins í Austurríki árið 2009, þá 23 ára gamall, grunaði hann eflaust ekki að innan áratugar myndi hann leiða flokk sinn til kosningasigurs og verða þannig afar líklegur til að setjast á kanslarastól. 21. október 2017 06:00