Enski boltinn

Stjóri Jóhanns Berg segist vera stoltasti maðurinn í Stoltborg | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sean Dyche.
Sean Dyche. Vísir/Getty
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley komust upp í Meistaradeildarsæti eftir 1-0 sigur á Stoke City í gærkvöldi.

Knattspyrnustjórinn Sean Dyche hefur gert frábæra hluti með liðið en Burnley er á góðri leið með að hækka sig þriðja tímabilið í röð.

Það er eitt að vera í efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar sem væri afrek fyrir litlan klúbb eins og Burnley en það er enn magnaðra að Jóhann Berg og félagar séu nú að berjast við ríkustu félögin um efstu sætin.

Karlinn var líka himinlifandi á blaðamannafundinum eftir sigurinn á Stoke í gærkvöldi. Þetta var sjötti 1-0 sigur liðsins á tímabilinu.

„Ég er í mjög góðu skapi. Hvaða sögu viltu fá? Ég er stoltur. Ég er súperstoltur. Ég er stoltasti maðurinn í Stoltborg,“ sagði Sean Dyche á blaðamannafundi í gær og hlaut að launum hlátur frá blaðamönnunum sem voru mættir.

Það má sjá Sean Dyche í sigurvímu hér fyrr neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×