Tímabært að fá nýja áskorun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2017 06:00 Aron Einar Gunnarsson í leik með Cardiff í ensku B-deildinni. Fréttablaðið/Getty Aron Einar Gunnarsson hefur verið fjarri góðu gamni í níu af síðustu 11 leikjum Cardiff City í ensku B-deildinni. Landsliðsfyrirliðinn glímir við meiðsli í ökkla sem hafa áður haldið honum frá keppni og háðu honum m.a. í undirbúningnum fyrir EM í Frakklandi í fyrra. „Ég er að koma til. Þetta eru gömul meiðsli sem hafa verið í 6-7 ár. Þau tóku sig upp eftir Birmingham-leikinn [13. október]. Um leið og ég byrja að hlaupa bólgnar þetta upp því beinið ýtir á liðböndin. Við prófuðum að sprauta inn í þetta til að losa um. Það hefur virkað aðeins,“ sagði Aron Einar sem gæti þurft að fara undir hnífinn til að fá bót meina sinna. „Það er búið að ræða mikið um það. Það eru góðar líkur á því. Við ætlum að sjá hvernig þetta verður á næstu 3-4 dögum,“ sagði Aron Einar. Hann segir erfitt að fylgjast með utan vallar. Hann huggar sig þó við að gengi Cardiff hefur verið gott. Liðið hefur fengið 13 stig af 15 mögulegum í síðustu fimm leikjum og situr í 2. sæti ensku B-deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Wolves. „Þetta er erfitt. Ég vil vera með og leggja mitt af mörkum. Sem betur fer hefur liðið spilað vel, náð í góð úrslit og haldið dampi,“ sagði Aron Einar. Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, greindi frá því á dögunum að Aron Einar myndi yfirgefa liðið ef það kæmist ekki upp í ensku úrvalsdeildina í vor. Aron Einar segir að Warnock hafi farið með rétt mál.Ekki leyndarmál lengur „Hann segir nú oftast rétt frá. Við höfum spjallað mikið um þetta og hann veit mína stöðu hjá Cardiff. Þetta er tíunda tímabilið mitt á Englandi og níu þeirra hafa verið í B-deildinni sem tekur líkamlega á. Það fer mikil orka í leikina. Ég tjáði honum það fyrir ári að ef við færum ekki upp myndi ég leita annað. Hann skildi það alveg. Þeir hafa boðið mér nýjan samning en vita hvar ég stend með þetta. Sem betur fer þarf ég ekki að fara leynt með það lengur því hann tjáði sig um það,“ sagði Aron Einar en samningur hans við Cardiff rennur út í sumar.Áhugi frá Varsjá Í sumar bárust fréttir um að Legia Varsjá hefði áhuga á að fá Aron Einar til liðsins. Hann segir að umboðsmaður sinn hafi farið til Póllands, rætt við forráðamenn Legia en ekkert hafi orðið af félagaskiptunum. „Hann fór og spjallaði við þá. Það er alveg rétt að þeir vildu fá mig. En ég var með samning við Cardiff og tilboðið var bara ekki nógu hátt. Þannig endaði það. Ég var ekki að ýta á eftir einu né neinu,“ sagði Aron Einar.Ég er ekki að kvarta Miðjumaðurinn öflugi hefur leikið alls 334 leiki í B-deildinni. En hvernig er tilfinningin að vera á síðasta tímabilinu sínu í þessari sterku deild? „Frábær. Þetta er gífurlega erfið deild, að komast upp úr henni. Hún er erfið líkamlega, að spila alla þessa leiki á svona háu tempói. Þegar ég skrifaði undir þennan samning við Cardiff vissi ég að ég myndi ekki spila lengur í B-deildinni þegar hann væri útrunninn,“ sagði Aron Einar og bætti við að líkaminn væri í ágætis ásigkomulagi þrátt fyrir öll árin í B-deildinni. „Ég er ekki að kvarta. Maður þarf líka að fá öðruvísi áskorun. Líkaminn er góður, ég er ekki að kvarta yfir því. Það er bara að komast í nýtt í umhverfi og prófa sig á öðrum vettvangi.“ Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson hefur verið fjarri góðu gamni í níu af síðustu 11 leikjum Cardiff City í ensku B-deildinni. Landsliðsfyrirliðinn glímir við meiðsli í ökkla sem hafa áður haldið honum frá keppni og háðu honum m.a. í undirbúningnum fyrir EM í Frakklandi í fyrra. „Ég er að koma til. Þetta eru gömul meiðsli sem hafa verið í 6-7 ár. Þau tóku sig upp eftir Birmingham-leikinn [13. október]. Um leið og ég byrja að hlaupa bólgnar þetta upp því beinið ýtir á liðböndin. Við prófuðum að sprauta inn í þetta til að losa um. Það hefur virkað aðeins,“ sagði Aron Einar sem gæti þurft að fara undir hnífinn til að fá bót meina sinna. „Það er búið að ræða mikið um það. Það eru góðar líkur á því. Við ætlum að sjá hvernig þetta verður á næstu 3-4 dögum,“ sagði Aron Einar. Hann segir erfitt að fylgjast með utan vallar. Hann huggar sig þó við að gengi Cardiff hefur verið gott. Liðið hefur fengið 13 stig af 15 mögulegum í síðustu fimm leikjum og situr í 2. sæti ensku B-deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Wolves. „Þetta er erfitt. Ég vil vera með og leggja mitt af mörkum. Sem betur fer hefur liðið spilað vel, náð í góð úrslit og haldið dampi,“ sagði Aron Einar. Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, greindi frá því á dögunum að Aron Einar myndi yfirgefa liðið ef það kæmist ekki upp í ensku úrvalsdeildina í vor. Aron Einar segir að Warnock hafi farið með rétt mál.Ekki leyndarmál lengur „Hann segir nú oftast rétt frá. Við höfum spjallað mikið um þetta og hann veit mína stöðu hjá Cardiff. Þetta er tíunda tímabilið mitt á Englandi og níu þeirra hafa verið í B-deildinni sem tekur líkamlega á. Það fer mikil orka í leikina. Ég tjáði honum það fyrir ári að ef við færum ekki upp myndi ég leita annað. Hann skildi það alveg. Þeir hafa boðið mér nýjan samning en vita hvar ég stend með þetta. Sem betur fer þarf ég ekki að fara leynt með það lengur því hann tjáði sig um það,“ sagði Aron Einar en samningur hans við Cardiff rennur út í sumar.Áhugi frá Varsjá Í sumar bárust fréttir um að Legia Varsjá hefði áhuga á að fá Aron Einar til liðsins. Hann segir að umboðsmaður sinn hafi farið til Póllands, rætt við forráðamenn Legia en ekkert hafi orðið af félagaskiptunum. „Hann fór og spjallaði við þá. Það er alveg rétt að þeir vildu fá mig. En ég var með samning við Cardiff og tilboðið var bara ekki nógu hátt. Þannig endaði það. Ég var ekki að ýta á eftir einu né neinu,“ sagði Aron Einar.Ég er ekki að kvarta Miðjumaðurinn öflugi hefur leikið alls 334 leiki í B-deildinni. En hvernig er tilfinningin að vera á síðasta tímabilinu sínu í þessari sterku deild? „Frábær. Þetta er gífurlega erfið deild, að komast upp úr henni. Hún er erfið líkamlega, að spila alla þessa leiki á svona háu tempói. Þegar ég skrifaði undir þennan samning við Cardiff vissi ég að ég myndi ekki spila lengur í B-deildinni þegar hann væri útrunninn,“ sagði Aron Einar og bætti við að líkaminn væri í ágætis ásigkomulagi þrátt fyrir öll árin í B-deildinni. „Ég er ekki að kvarta. Maður þarf líka að fá öðruvísi áskorun. Líkaminn er góður, ég er ekki að kvarta yfir því. Það er bara að komast í nýtt í umhverfi og prófa sig á öðrum vettvangi.“
Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti