Enski boltinn

Guardiola sér eftir orðaskiptum sínum og Redmond

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Á látbragði Guardiola virðist erfitt að túlka annað en að hann hafi verið að skammast í Redmond
Á látbragði Guardiola virðist erfitt að túlka annað en að hann hafi verið að skammast í Redmond Vísir/Getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist sjá eftir því hvernig hann talaði við Nathan Redmond undir lok sigurs Manchester City á Southampton á miðvikudagskvöldið.

Undir lok leiksins mátti sjá Guardiola hreyta orðum í framherjann, og virtust orðaskipti þeirra vera allt annað en vinaleg.

„Já, ég sé eftir þessu. Ég ræð ekki við mig. Ég vonandi get bætt mig í því, “ sagði Guardiola á blaðamannafundi fyrir leik City gegn West Ham á sunnudaginn.

Enska knattspyrnusambandið hefur tekið málið til skoðunar hjá sér, en Redmond sendi frá sér yfirlýsingu á Twitter þar sem hann sagði að Guardiola hafi verið að hrósa sér, ekki lasta.

„Ég vil taka það fram að Pep Guardiola sagði ekki það sem The Sun segir hann hafa sagt [í frétt enska miðilsins er Guardiola sagður hafa kallað Redmond ljótum nöfnum]. Já, hann var mjög ástríðufullur og ákafur, en hann hrósaði mér og var jákvæður,“ sagði Redmond.

„Hann bað mig um að sækja meira á lið hans, líkt og ég gerði á síðasta tímabili, en ég sagði honum að ég væri að fara eftir fyrirmælum stjórans.“





„Það sem Redmond sagði í yfirlýsingu sinni, ég ber virðingu fyrir því og honum sem leikmanni og þakka honum fyrir hans orð,“ sagði Guardiola.

„Ef fólk trúir mér ekki, þá veit ég ekki hvað við erum að gera hér [á blaðamannafundinum]. Við gætum hætt við blaðamannafundina og bara spilað leikina, en ef þið viljið hlusta á mig þá mun ég halda þá.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×