Sterling hetjan þriðja leikinn í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Raheem Sterling fagnar eftir að hafa skorað sigurmark City.
Raheem Sterling fagnar eftir að hafa skorað sigurmark City. vísir/getty
Þriðja leikinn í röð var Raheem Sterling hetja Manchester City. Enski landsliðsmaðurinn skoraði sigurmark City gegn Southampton í kvöld þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 2-1, City í vil.

Sterling skoraði einnig sigurmark á elleftu stundu gegn Feyenoord í Meistaradeildinni og Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Hann hefur alls skorað fjögur sigurmörk á 84. mínútu eða síðar á tímabilinu.

Kevin De Bruyne kom City yfir á 47. mínútu en Oriol Romeu jafnaði metin þegar stundarfjórðungur var til leiksloka.

Það mark virtist ætla að tryggja Southampton stig en Sterling var á öðru máli eins og áður sagði.

City er áfram með átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Southampton er í 11. sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira