Enski boltinn

Conte: Ég sætti mig við þetta

Dagur Lárusson skrifar
Antonio Conte á hliðarlínunni á miðvikudaginn
Antonio Conte á hliðarlínunni á miðvikudaginn vísir/getty
Antonio Conte, stjóri Chelsea, hefur ákveðið að sætta sig við ákæru og sekt eftir hegðun sína gegn Swansea síðastliði miðvikudagskvöld.

Chelsea unnu leikinn 1-0 en Conte lét öllum illum látum á hliðarlínunni og fékk rautt spjald frá dómara leiksins rétt fyrir hálfleikinn.

Hann baðst afsökunar til Neil Swarbrick, dómara leiksins eftir leik, en var síðan ákærður á fimmtudagsmorguninn.

„Ég vil virða þessa ákvörðun og mun því borga þessa sekt. En ég vil þó einnig að aðrir aðilar lærir af þessu því fyrir mér þá voru Swansea að eyða tíma.“

„Í þessum aðstæðum þá verður dómarinn að vernda liðið sem vill vinna leikinn.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×