Enski boltinn

Conte baðst afsökunar: Ég þjáist með leikmönnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Antonio Conte horfði á allan síðari hálfleik leiks sinna manna í Chelsea gegn Swansea á sjónvarpsskjá í búningsklefa liðsins þar sem að honum hafði verið vikið af velli. Conte reifst við Neil Swarbrick, dómara leiksins, þegar sá síðarnefndi gaf Chelsea ekki hornspyrnu þegar staðan var markalaus.

Sigurmark leiksins kom á 55. mínútu þegar Antonio Rüdiger skoraði sitt fyrsta deildarmark á Englandi með skalla.

„Ég biðst afsökunar á þessu,“ sagði Conte eftir leikinn. „Ég var pirraður. Ég gerði svo sannarlega mistök. Ég þjáist með leikmönnum mínum. Þetta er mikil synd,“ sagði Conte við fjölmiðla eftir leikinn í gær.

„Það var mjög skrítið að horfa á leikinn í sjónvarpinu og hafa ekki þann möguleika að geta átt í samskiptum við leikmennina.“

Chelsea - Swansea 1-0



Fleiri fréttir

Sjá meira


×