Enski boltinn

Wijnaldum: Vissi ekki hvað ég átti að gera

Dagur Lárusson skrifar
Wijnaldum í leiknum í gær.
Wijnaldum í leiknum í gær. vísir/getty
Gini Wijnaldum, leikmaður Liverpool, viðurkenndi eftir leik liðsins gegn Brighton að hann hafi ekki vitað hvað hann átti að gera þegar hann þurfti að spila sem varnarmaður í fyrsta sinn á sínum ferli.

Joel Matip og Joe Gomez voru báðir fjarri góðu gamni í gær og því voru ekki margir varnarmenn til taks fyrir Liverpool og því þurfti Hollendingurinn að spila sem varnarmaður.

„Stjórinn hafði ekki mikið af möguleikum fyrir leik og því valdi hann mig og Emre í vörnina. Það var erfitt fyrir mig þar sem ég vissi ekki alltaf hvað ég átti að gera.“

„Á æfingunni fyrir leik þá var stjórinn ekki búinn að segja mér frá þessu, hann bara valdi liðið og sagði mér að ég væri að spila í vörninni í dag. Oftast er ég leikmaður sem getur spilað hvar sem er, en ég hef aldrei spilað sem varnarmaður.“

Wijnaldum og félagar unnu þó stórsigur á Brighton 5-1 sem lyfti þeim upp í 4.sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir

Liverpool í fjórða sætið eftir sigur

Sex leikir hófust kl 15:00 í ensku úrvaldsdeildinni í dag en þeim var að ljúka rétt í þessu og þar á meðal viðureign Brighton og Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×