Hamas kalla eftir árásum á Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2017 10:34 Frá mótmælum í Palestínu í morgun. Vísir/AFP Ismail Haniyeh, æðsti leiðtogi Hamas hreyfingarinnar, kallar eftir árásum á, eða „uppreisn“ gegn Ísrael. Það gerir hann í kjölfar ákvörðunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd víða um heim. Haniyeh ræddi við stuðningsmenn Hamas á Gaza í morgun og sagði hann ákvörðun Trump vera „árás á fólk okkar og stríð gegn helgidómum okkar“, samkvæmt AP fréttaveitunni.Hann kallaði eftir því að árásirnar myndu hefjast á morgun, föstudag. Þá vill Haniyeh að árásirnar endist til að fá Trump og hernámsliðinu til að sjá eftir ákvörðuninni að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael.Sjá einnig: Staða Jerúsalem – Um hvað snýst máliðÍsrael og Bandaríkin telja Hamas vera hryðjuverkasamtök en samtökin hafa háð þrjú stríð gegn Ísrael frá árinu 2007. Hamas viðurkenna ekki tilverurétt Ísrael og meðlimir samtakanna felldu hundruð Ísraelsmanna í átökum á árunum 2000 til 2005. Samtökin eru talin eiga mikinn fjölda eldflauga sem meðlimir þeirra geta notað til að gera árásir á Ísrael. „Við höfum gefið öllum meðlimum Hamas skipanir um að undirbúa sig og vera tilbúnir til að taka á þessari ógn gegn Jerúsalem og Palestínu. Sameinuð Jerúsalem er arabísk og íslömsk, og hún er höfuðborg Palestínu. Allrar Palestínu,“ sagði Haniyeh í morgun samkvæmt Reuters.Hann kallaði einnig eftir því að Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hætti allri friðarviðleitni við Ísrael og að Arabaríki slitu samskiptum sínum við ríkisstjórn Donald Trump.Umdeild ákvörðun innan Bandaríkjanna Mike Pence, varaforseti, studdi ákvörðunina, og sagði Trump að hans helstu stuðningsmenn myndu taka henni fagnandi. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og James Mattis, varnarmálaráðherra, voru báðir andvígir ákvörðun Trump. Samkvæmt frétt Washington Post, reyndu þeir báðir að fá forsetann til að skipta um skoðun. Tillerson varaði við því að afleiðingarnar gætu verið mjög alvarlegar.Þá báðu þeir um tíma til að skoða starfsstöðvar Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum og jafnvel víggirða þeir ef þörf þyki. Einn heimildarmaður Washington Post sagði Trump engan veginn gera sér grein fyrir afleiðingunum sem þessi ákvörðun gæti haft. Þegar væri mikil ólga á svæðinu vegna pólitískra aðgerða Sádi-Arabíu og sífellt sterkari stöðu Íran. Samkvæmt mörgum heimildarmönnum miðilsins tók forsetinn ákvörðunina eingöngu til þess að standa við kosningaloforð sitt og með engu tilliti til aðstæðna á svæðinu. Donald Trump Mið-Austurlönd Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Ismail Haniyeh, æðsti leiðtogi Hamas hreyfingarinnar, kallar eftir árásum á, eða „uppreisn“ gegn Ísrael. Það gerir hann í kjölfar ákvörðunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd víða um heim. Haniyeh ræddi við stuðningsmenn Hamas á Gaza í morgun og sagði hann ákvörðun Trump vera „árás á fólk okkar og stríð gegn helgidómum okkar“, samkvæmt AP fréttaveitunni.Hann kallaði eftir því að árásirnar myndu hefjast á morgun, föstudag. Þá vill Haniyeh að árásirnar endist til að fá Trump og hernámsliðinu til að sjá eftir ákvörðuninni að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael.Sjá einnig: Staða Jerúsalem – Um hvað snýst máliðÍsrael og Bandaríkin telja Hamas vera hryðjuverkasamtök en samtökin hafa háð þrjú stríð gegn Ísrael frá árinu 2007. Hamas viðurkenna ekki tilverurétt Ísrael og meðlimir samtakanna felldu hundruð Ísraelsmanna í átökum á árunum 2000 til 2005. Samtökin eru talin eiga mikinn fjölda eldflauga sem meðlimir þeirra geta notað til að gera árásir á Ísrael. „Við höfum gefið öllum meðlimum Hamas skipanir um að undirbúa sig og vera tilbúnir til að taka á þessari ógn gegn Jerúsalem og Palestínu. Sameinuð Jerúsalem er arabísk og íslömsk, og hún er höfuðborg Palestínu. Allrar Palestínu,“ sagði Haniyeh í morgun samkvæmt Reuters.Hann kallaði einnig eftir því að Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hætti allri friðarviðleitni við Ísrael og að Arabaríki slitu samskiptum sínum við ríkisstjórn Donald Trump.Umdeild ákvörðun innan Bandaríkjanna Mike Pence, varaforseti, studdi ákvörðunina, og sagði Trump að hans helstu stuðningsmenn myndu taka henni fagnandi. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og James Mattis, varnarmálaráðherra, voru báðir andvígir ákvörðun Trump. Samkvæmt frétt Washington Post, reyndu þeir báðir að fá forsetann til að skipta um skoðun. Tillerson varaði við því að afleiðingarnar gætu verið mjög alvarlegar.Þá báðu þeir um tíma til að skoða starfsstöðvar Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum og jafnvel víggirða þeir ef þörf þyki. Einn heimildarmaður Washington Post sagði Trump engan veginn gera sér grein fyrir afleiðingunum sem þessi ákvörðun gæti haft. Þegar væri mikil ólga á svæðinu vegna pólitískra aðgerða Sádi-Arabíu og sífellt sterkari stöðu Íran. Samkvæmt mörgum heimildarmönnum miðilsins tók forsetinn ákvörðunina eingöngu til þess að standa við kosningaloforð sitt og með engu tilliti til aðstæðna á svæðinu.
Donald Trump Mið-Austurlönd Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira