Fyrrum stjarna United tæki Guardiola fram yfir Mourinho Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. desember 2017 18:00 Kanchelskis skoraði þrennu fyrir United í leik Manchester-liðanna í febrúar árið 1994 vísir/getty Rússinn Andrei Kanchelskis er einn fárra leikmanna sem spilað hafa fyrir bæði liðin í Manchester-borg. Hann vildi frekar sjá Guardiola í brúnni hjá United heldur en Mourinho. Kanchelskis kom til Manchester United árið 1991. Hann var hluti af fyrsta góða United-liði Sir Alex Ferguson og vann með félaginu tvo Englandsmeistaratitla og tvo bikartitla. Árið 1995 yfirgaf Kanchelskis United fyrir Everton þegar ungstirnið David Beckham var farinn að stela mikið af spilatíma Rússans. Hann snéri svo aftur til Manchester-borgar sex árum síðar, þá til að spila í ljósbláa búningnum. „Við vorum á botni deildarinnar og í landsleikjahléi þá fórum við til Marbella,“ rifjar Kanchelskis upp við breska blaðið Independent. Hann var í sex mánuði hjá City, á láni frá Everton. „Marbella! Reyktum, drukkum og fögnuðum. Ég veit ekki afhverju við fórum, þetta var hræðilegt. En þetta var City á þessum tíma.“ Kanchelskis ber mun meiri taugar til rauða hluta Manchester-borgar heldur þess bláa, og er enn stuðningsmaður United. Hann er hins vegar hrifnari af leikstíl Pep Guardiola heldur en varnarsinnaðs leiks Jose Mourinho.Jose Mourinho og Pep Guardiola eiga samanlagt 45 titla sem þjálfarar. Leikstíll þeirra er þó mjög ólíkurvísir/getty„Í dag lítur City betur út, á hærra plani heldur en United. Ég verð óánægður yfir sumum United leikjum. Þetta er ekki eins og við spiluðum undir Ferguson. Við spiluðum alltaf með vængmenn. Núna er það City sem spilar með vængmenn og þeir skora mikið af mörkum,“ sagði Kanchelskis. „Mourinho spilar mun varnarsinnaðar. Þegar ég var að spila, þá spiluðum við til þess að njóta. Við vorum að spinna, stundum spiluðum við öðruvísi. Cantona, Giggs, ég, Mark Hughes. Núna, að mínu mati, eru einn eða tveir góðir leikmenn í liðinu. Rashford er góður, en de Gea er besti leikmaðurinn. Ef ekki væri fyrir de Gea væri United ekki í öðru sæti, heldur fimmta eða sjötta.“ Spurður hvort hann hefði frekar viljað sjá Guardiola á Old Trafford heldur en Mourinho sagði Kanchelskis einfaldlega: „Í augnablikinu, já.“ „Ég vona að United vinni. En ef þeir tapa á sunnudaginn þá er þetta búið. Það verður enginn möguleiki, 11 stig eru of mikið,“ sagði Andrei Kanchelskis. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
Rússinn Andrei Kanchelskis er einn fárra leikmanna sem spilað hafa fyrir bæði liðin í Manchester-borg. Hann vildi frekar sjá Guardiola í brúnni hjá United heldur en Mourinho. Kanchelskis kom til Manchester United árið 1991. Hann var hluti af fyrsta góða United-liði Sir Alex Ferguson og vann með félaginu tvo Englandsmeistaratitla og tvo bikartitla. Árið 1995 yfirgaf Kanchelskis United fyrir Everton þegar ungstirnið David Beckham var farinn að stela mikið af spilatíma Rússans. Hann snéri svo aftur til Manchester-borgar sex árum síðar, þá til að spila í ljósbláa búningnum. „Við vorum á botni deildarinnar og í landsleikjahléi þá fórum við til Marbella,“ rifjar Kanchelskis upp við breska blaðið Independent. Hann var í sex mánuði hjá City, á láni frá Everton. „Marbella! Reyktum, drukkum og fögnuðum. Ég veit ekki afhverju við fórum, þetta var hræðilegt. En þetta var City á þessum tíma.“ Kanchelskis ber mun meiri taugar til rauða hluta Manchester-borgar heldur þess bláa, og er enn stuðningsmaður United. Hann er hins vegar hrifnari af leikstíl Pep Guardiola heldur en varnarsinnaðs leiks Jose Mourinho.Jose Mourinho og Pep Guardiola eiga samanlagt 45 titla sem þjálfarar. Leikstíll þeirra er þó mjög ólíkurvísir/getty„Í dag lítur City betur út, á hærra plani heldur en United. Ég verð óánægður yfir sumum United leikjum. Þetta er ekki eins og við spiluðum undir Ferguson. Við spiluðum alltaf með vængmenn. Núna er það City sem spilar með vængmenn og þeir skora mikið af mörkum,“ sagði Kanchelskis. „Mourinho spilar mun varnarsinnaðar. Þegar ég var að spila, þá spiluðum við til þess að njóta. Við vorum að spinna, stundum spiluðum við öðruvísi. Cantona, Giggs, ég, Mark Hughes. Núna, að mínu mati, eru einn eða tveir góðir leikmenn í liðinu. Rashford er góður, en de Gea er besti leikmaðurinn. Ef ekki væri fyrir de Gea væri United ekki í öðru sæti, heldur fimmta eða sjötta.“ Spurður hvort hann hefði frekar viljað sjá Guardiola á Old Trafford heldur en Mourinho sagði Kanchelskis einfaldlega: „Í augnablikinu, já.“ „Ég vona að United vinni. En ef þeir tapa á sunnudaginn þá er þetta búið. Það verður enginn möguleiki, 11 stig eru of mikið,“ sagði Andrei Kanchelskis.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti