Fyrrum stjarna United tæki Guardiola fram yfir Mourinho Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. desember 2017 18:00 Kanchelskis skoraði þrennu fyrir United í leik Manchester-liðanna í febrúar árið 1994 vísir/getty Rússinn Andrei Kanchelskis er einn fárra leikmanna sem spilað hafa fyrir bæði liðin í Manchester-borg. Hann vildi frekar sjá Guardiola í brúnni hjá United heldur en Mourinho. Kanchelskis kom til Manchester United árið 1991. Hann var hluti af fyrsta góða United-liði Sir Alex Ferguson og vann með félaginu tvo Englandsmeistaratitla og tvo bikartitla. Árið 1995 yfirgaf Kanchelskis United fyrir Everton þegar ungstirnið David Beckham var farinn að stela mikið af spilatíma Rússans. Hann snéri svo aftur til Manchester-borgar sex árum síðar, þá til að spila í ljósbláa búningnum. „Við vorum á botni deildarinnar og í landsleikjahléi þá fórum við til Marbella,“ rifjar Kanchelskis upp við breska blaðið Independent. Hann var í sex mánuði hjá City, á láni frá Everton. „Marbella! Reyktum, drukkum og fögnuðum. Ég veit ekki afhverju við fórum, þetta var hræðilegt. En þetta var City á þessum tíma.“ Kanchelskis ber mun meiri taugar til rauða hluta Manchester-borgar heldur þess bláa, og er enn stuðningsmaður United. Hann er hins vegar hrifnari af leikstíl Pep Guardiola heldur en varnarsinnaðs leiks Jose Mourinho.Jose Mourinho og Pep Guardiola eiga samanlagt 45 titla sem þjálfarar. Leikstíll þeirra er þó mjög ólíkurvísir/getty„Í dag lítur City betur út, á hærra plani heldur en United. Ég verð óánægður yfir sumum United leikjum. Þetta er ekki eins og við spiluðum undir Ferguson. Við spiluðum alltaf með vængmenn. Núna er það City sem spilar með vængmenn og þeir skora mikið af mörkum,“ sagði Kanchelskis. „Mourinho spilar mun varnarsinnaðar. Þegar ég var að spila, þá spiluðum við til þess að njóta. Við vorum að spinna, stundum spiluðum við öðruvísi. Cantona, Giggs, ég, Mark Hughes. Núna, að mínu mati, eru einn eða tveir góðir leikmenn í liðinu. Rashford er góður, en de Gea er besti leikmaðurinn. Ef ekki væri fyrir de Gea væri United ekki í öðru sæti, heldur fimmta eða sjötta.“ Spurður hvort hann hefði frekar viljað sjá Guardiola á Old Trafford heldur en Mourinho sagði Kanchelskis einfaldlega: „Í augnablikinu, já.“ „Ég vona að United vinni. En ef þeir tapa á sunnudaginn þá er þetta búið. Það verður enginn möguleiki, 11 stig eru of mikið,“ sagði Andrei Kanchelskis. Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Rússinn Andrei Kanchelskis er einn fárra leikmanna sem spilað hafa fyrir bæði liðin í Manchester-borg. Hann vildi frekar sjá Guardiola í brúnni hjá United heldur en Mourinho. Kanchelskis kom til Manchester United árið 1991. Hann var hluti af fyrsta góða United-liði Sir Alex Ferguson og vann með félaginu tvo Englandsmeistaratitla og tvo bikartitla. Árið 1995 yfirgaf Kanchelskis United fyrir Everton þegar ungstirnið David Beckham var farinn að stela mikið af spilatíma Rússans. Hann snéri svo aftur til Manchester-borgar sex árum síðar, þá til að spila í ljósbláa búningnum. „Við vorum á botni deildarinnar og í landsleikjahléi þá fórum við til Marbella,“ rifjar Kanchelskis upp við breska blaðið Independent. Hann var í sex mánuði hjá City, á láni frá Everton. „Marbella! Reyktum, drukkum og fögnuðum. Ég veit ekki afhverju við fórum, þetta var hræðilegt. En þetta var City á þessum tíma.“ Kanchelskis ber mun meiri taugar til rauða hluta Manchester-borgar heldur þess bláa, og er enn stuðningsmaður United. Hann er hins vegar hrifnari af leikstíl Pep Guardiola heldur en varnarsinnaðs leiks Jose Mourinho.Jose Mourinho og Pep Guardiola eiga samanlagt 45 titla sem þjálfarar. Leikstíll þeirra er þó mjög ólíkurvísir/getty„Í dag lítur City betur út, á hærra plani heldur en United. Ég verð óánægður yfir sumum United leikjum. Þetta er ekki eins og við spiluðum undir Ferguson. Við spiluðum alltaf með vængmenn. Núna er það City sem spilar með vængmenn og þeir skora mikið af mörkum,“ sagði Kanchelskis. „Mourinho spilar mun varnarsinnaðar. Þegar ég var að spila, þá spiluðum við til þess að njóta. Við vorum að spinna, stundum spiluðum við öðruvísi. Cantona, Giggs, ég, Mark Hughes. Núna, að mínu mati, eru einn eða tveir góðir leikmenn í liðinu. Rashford er góður, en de Gea er besti leikmaðurinn. Ef ekki væri fyrir de Gea væri United ekki í öðru sæti, heldur fimmta eða sjötta.“ Spurður hvort hann hefði frekar viljað sjá Guardiola á Old Trafford heldur en Mourinho sagði Kanchelskis einfaldlega: „Í augnablikinu, já.“ „Ég vona að United vinni. En ef þeir tapa á sunnudaginn þá er þetta búið. Það verður enginn möguleiki, 11 stig eru of mikið,“ sagði Andrei Kanchelskis.
Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti