Hyggjast ákæra Mugabe fyrir að leyfa eiginkonunni „að ræna völdum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 23:32 Robert Mugabe er 93 ára gamall. Hann hefur verið valdamesti maður Simbabve í tugi ára. vísir/getty Flokksmenn í Zanu-PF, stjórnmálaflokki Roberts Mugabe, forseta Simbabve, ætla að ákæra hann fyrir afglöp í embætti forseta. Á meðal þess sem þeir saka Mugabe um er að hafa leyfti eiginkonu sinni, Grace Mugabe, að hrifsa til sín völd. Tillaga um að ákæra Mugabe verður að öllum líkindum lögð fyrir þingið í Simbabve á morgun en Paul Mangwana, valdamikill maður í Zanu-PF, segir að ákæruferlið þurfi ekki að taka meira en tvo daga. Mugabe var settur af sem formaður í flokki sínum um helgina og fékk hann frest þar til í dag til að segja af sér sem forseti, en það hefur hann ekki enn gert. Herinn tók völdin í landinu í Simbabve í liðinni viku eftir að Mugabe rak varaforseta sin, Emmerson Mnangagwa úr embætti. Mnangagwa var talinn líklegur arftaki Mugabe en það var Grace Mugabe einnig talinn og sá margir brottrekstur Mnangagwa í því ljósi að Mugabe vildi að kona sín tæki við forsetaembættinu. Stjórnarskrá Simbabve kveður á um að ákæra megi embættismenn fyrir afglöp í starfi meðal annars ef þeir brjóta stjórnarskrána eða ef þeim tekst ekki að fylgja stjórnarskránni eða verja hana. „Aðalhluti ákærunnar snýr að því að hann leyfði eiginkonu sinni að ræna völdum sem kveðið er á um í stjórnarskrá en hún hefur engan rétt til þess að stjórna landinu. Hún móðgar varaforsetann opinberlega og svo sverta þau orðspor hersins,“ er haft eftir Paul Mangwana á vef BBC. Mugabe hefur verið forseti í 30 ár og hefur verið þrýst mjög á hann að segja af sér. Flestir töldu að hann myndi segja af sér sem forseti þegar hann flutti sjónvarpsávarp í gær en það gerði hann ekki. Mugabe er 93 ára gamall. „Hann er orðinn mjög gamall og hefur ekki lengur líkamlega getu til að vera við völd. Hann er þrjóskur maður og hann heyrir rödd þjóðarinnar en hann neitar að hlusta,“ segir Mangwana. Tengdar fréttir Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00 Frestur Mugabe runninn út Mjög hefur verið þrýst á Mugabe, sem setir hefur á valdastól í hartnær 40 ár, að segja af sér. 20. nóvember 2017 10:14 Mugabe sagði ekki af sér þvert á væntingar Robert Mugabe, forseti Simbabve, sagði ekki af sér embætti er hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpsávarpi fyrir stundu. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir að hann myndi nota sjónvarpsávarpið til að láta af embætti forseta. 19. nóvember 2017 19:32 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Flokksmenn í Zanu-PF, stjórnmálaflokki Roberts Mugabe, forseta Simbabve, ætla að ákæra hann fyrir afglöp í embætti forseta. Á meðal þess sem þeir saka Mugabe um er að hafa leyfti eiginkonu sinni, Grace Mugabe, að hrifsa til sín völd. Tillaga um að ákæra Mugabe verður að öllum líkindum lögð fyrir þingið í Simbabve á morgun en Paul Mangwana, valdamikill maður í Zanu-PF, segir að ákæruferlið þurfi ekki að taka meira en tvo daga. Mugabe var settur af sem formaður í flokki sínum um helgina og fékk hann frest þar til í dag til að segja af sér sem forseti, en það hefur hann ekki enn gert. Herinn tók völdin í landinu í Simbabve í liðinni viku eftir að Mugabe rak varaforseta sin, Emmerson Mnangagwa úr embætti. Mnangagwa var talinn líklegur arftaki Mugabe en það var Grace Mugabe einnig talinn og sá margir brottrekstur Mnangagwa í því ljósi að Mugabe vildi að kona sín tæki við forsetaembættinu. Stjórnarskrá Simbabve kveður á um að ákæra megi embættismenn fyrir afglöp í starfi meðal annars ef þeir brjóta stjórnarskrána eða ef þeim tekst ekki að fylgja stjórnarskránni eða verja hana. „Aðalhluti ákærunnar snýr að því að hann leyfði eiginkonu sinni að ræna völdum sem kveðið er á um í stjórnarskrá en hún hefur engan rétt til þess að stjórna landinu. Hún móðgar varaforsetann opinberlega og svo sverta þau orðspor hersins,“ er haft eftir Paul Mangwana á vef BBC. Mugabe hefur verið forseti í 30 ár og hefur verið þrýst mjög á hann að segja af sér. Flestir töldu að hann myndi segja af sér sem forseti þegar hann flutti sjónvarpsávarp í gær en það gerði hann ekki. Mugabe er 93 ára gamall. „Hann er orðinn mjög gamall og hefur ekki lengur líkamlega getu til að vera við völd. Hann er þrjóskur maður og hann heyrir rödd þjóðarinnar en hann neitar að hlusta,“ segir Mangwana.
Tengdar fréttir Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00 Frestur Mugabe runninn út Mjög hefur verið þrýst á Mugabe, sem setir hefur á valdastól í hartnær 40 ár, að segja af sér. 20. nóvember 2017 10:14 Mugabe sagði ekki af sér þvert á væntingar Robert Mugabe, forseti Simbabve, sagði ekki af sér embætti er hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpsávarpi fyrir stundu. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir að hann myndi nota sjónvarpsávarpið til að láta af embætti forseta. 19. nóvember 2017 19:32 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00
Frestur Mugabe runninn út Mjög hefur verið þrýst á Mugabe, sem setir hefur á valdastól í hartnær 40 ár, að segja af sér. 20. nóvember 2017 10:14
Mugabe sagði ekki af sér þvert á væntingar Robert Mugabe, forseti Simbabve, sagði ekki af sér embætti er hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpsávarpi fyrir stundu. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir að hann myndi nota sjónvarpsávarpið til að láta af embætti forseta. 19. nóvember 2017 19:32