Hyggjast ákæra Mugabe fyrir að leyfa eiginkonunni „að ræna völdum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 23:32 Robert Mugabe er 93 ára gamall. Hann hefur verið valdamesti maður Simbabve í tugi ára. vísir/getty Flokksmenn í Zanu-PF, stjórnmálaflokki Roberts Mugabe, forseta Simbabve, ætla að ákæra hann fyrir afglöp í embætti forseta. Á meðal þess sem þeir saka Mugabe um er að hafa leyfti eiginkonu sinni, Grace Mugabe, að hrifsa til sín völd. Tillaga um að ákæra Mugabe verður að öllum líkindum lögð fyrir þingið í Simbabve á morgun en Paul Mangwana, valdamikill maður í Zanu-PF, segir að ákæruferlið þurfi ekki að taka meira en tvo daga. Mugabe var settur af sem formaður í flokki sínum um helgina og fékk hann frest þar til í dag til að segja af sér sem forseti, en það hefur hann ekki enn gert. Herinn tók völdin í landinu í Simbabve í liðinni viku eftir að Mugabe rak varaforseta sin, Emmerson Mnangagwa úr embætti. Mnangagwa var talinn líklegur arftaki Mugabe en það var Grace Mugabe einnig talinn og sá margir brottrekstur Mnangagwa í því ljósi að Mugabe vildi að kona sín tæki við forsetaembættinu. Stjórnarskrá Simbabve kveður á um að ákæra megi embættismenn fyrir afglöp í starfi meðal annars ef þeir brjóta stjórnarskrána eða ef þeim tekst ekki að fylgja stjórnarskránni eða verja hana. „Aðalhluti ákærunnar snýr að því að hann leyfði eiginkonu sinni að ræna völdum sem kveðið er á um í stjórnarskrá en hún hefur engan rétt til þess að stjórna landinu. Hún móðgar varaforsetann opinberlega og svo sverta þau orðspor hersins,“ er haft eftir Paul Mangwana á vef BBC. Mugabe hefur verið forseti í 30 ár og hefur verið þrýst mjög á hann að segja af sér. Flestir töldu að hann myndi segja af sér sem forseti þegar hann flutti sjónvarpsávarp í gær en það gerði hann ekki. Mugabe er 93 ára gamall. „Hann er orðinn mjög gamall og hefur ekki lengur líkamlega getu til að vera við völd. Hann er þrjóskur maður og hann heyrir rödd þjóðarinnar en hann neitar að hlusta,“ segir Mangwana. Tengdar fréttir Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00 Frestur Mugabe runninn út Mjög hefur verið þrýst á Mugabe, sem setir hefur á valdastól í hartnær 40 ár, að segja af sér. 20. nóvember 2017 10:14 Mugabe sagði ekki af sér þvert á væntingar Robert Mugabe, forseti Simbabve, sagði ekki af sér embætti er hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpsávarpi fyrir stundu. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir að hann myndi nota sjónvarpsávarpið til að láta af embætti forseta. 19. nóvember 2017 19:32 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Flokksmenn í Zanu-PF, stjórnmálaflokki Roberts Mugabe, forseta Simbabve, ætla að ákæra hann fyrir afglöp í embætti forseta. Á meðal þess sem þeir saka Mugabe um er að hafa leyfti eiginkonu sinni, Grace Mugabe, að hrifsa til sín völd. Tillaga um að ákæra Mugabe verður að öllum líkindum lögð fyrir þingið í Simbabve á morgun en Paul Mangwana, valdamikill maður í Zanu-PF, segir að ákæruferlið þurfi ekki að taka meira en tvo daga. Mugabe var settur af sem formaður í flokki sínum um helgina og fékk hann frest þar til í dag til að segja af sér sem forseti, en það hefur hann ekki enn gert. Herinn tók völdin í landinu í Simbabve í liðinni viku eftir að Mugabe rak varaforseta sin, Emmerson Mnangagwa úr embætti. Mnangagwa var talinn líklegur arftaki Mugabe en það var Grace Mugabe einnig talinn og sá margir brottrekstur Mnangagwa í því ljósi að Mugabe vildi að kona sín tæki við forsetaembættinu. Stjórnarskrá Simbabve kveður á um að ákæra megi embættismenn fyrir afglöp í starfi meðal annars ef þeir brjóta stjórnarskrána eða ef þeim tekst ekki að fylgja stjórnarskránni eða verja hana. „Aðalhluti ákærunnar snýr að því að hann leyfði eiginkonu sinni að ræna völdum sem kveðið er á um í stjórnarskrá en hún hefur engan rétt til þess að stjórna landinu. Hún móðgar varaforsetann opinberlega og svo sverta þau orðspor hersins,“ er haft eftir Paul Mangwana á vef BBC. Mugabe hefur verið forseti í 30 ár og hefur verið þrýst mjög á hann að segja af sér. Flestir töldu að hann myndi segja af sér sem forseti þegar hann flutti sjónvarpsávarp í gær en það gerði hann ekki. Mugabe er 93 ára gamall. „Hann er orðinn mjög gamall og hefur ekki lengur líkamlega getu til að vera við völd. Hann er þrjóskur maður og hann heyrir rödd þjóðarinnar en hann neitar að hlusta,“ segir Mangwana.
Tengdar fréttir Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00 Frestur Mugabe runninn út Mjög hefur verið þrýst á Mugabe, sem setir hefur á valdastól í hartnær 40 ár, að segja af sér. 20. nóvember 2017 10:14 Mugabe sagði ekki af sér þvert á væntingar Robert Mugabe, forseti Simbabve, sagði ekki af sér embætti er hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpsávarpi fyrir stundu. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir að hann myndi nota sjónvarpsávarpið til að láta af embætti forseta. 19. nóvember 2017 19:32 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00
Frestur Mugabe runninn út Mjög hefur verið þrýst á Mugabe, sem setir hefur á valdastól í hartnær 40 ár, að segja af sér. 20. nóvember 2017 10:14
Mugabe sagði ekki af sér þvert á væntingar Robert Mugabe, forseti Simbabve, sagði ekki af sér embætti er hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpsávarpi fyrir stundu. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir að hann myndi nota sjónvarpsávarpið til að láta af embætti forseta. 19. nóvember 2017 19:32