Frestur Mugabe runninn út Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2017 10:14 Robert Mugabe. Vísir/AFP Robert Mugabe, forseti Simbabve, kom á óvart í gær þegar hann sagði ekki af sér embætti í sjónvarpsávarpi. Nú mun forsetinn hafa samið við herinn um friðhelgi og er hann sagður ætla að segja af sér. Eftir ávarpið í gær var honum gefinn frestur til að segja af sér af flokki hans Zanu-PF en hann hafði þá ný verið settur af sem formaður flokksins. Mjög hefur verið þrýst á Mugabe, sem setir hefur á valdastól í hartnær 40 ár, að segja af sér. Í ávarpinu hét hann því að starfa áfram sem forseti. Hafði honum verið gefinn eins dags frestur til að segja af sér. Fresturinn rann út núna klukkan tíu. CNN segir þó að Mugabe og herinn hafi samið um að hann stigi til hliðar og að uppsagnarbréf hans hafi þegar verið skrifað. Umrætt bréf verður að berast til forseta þings Simbabve svo afsögn hans verði gild.Samkvæmt heimildum CNN hefur herinn falist á fjölda skilyrða sem Mugabe krafðist gegn því að stíga til hliðar. Þar á meðal er friðhelgi gegn lögsókn fyrir bæði hann og konu hans Grace Mugabe og mun hann halda öllum eigum sínum.Ræða Mugabe í gær var um tuttugu mínútna löng og sagði hann ekkert um pressuna sem hann er undir, né hershöfðingjana tvo sem stóðu sitt hvoru megin við hann. Án þess að Mugabe segi af sér þarf að leggja fram vantrauststillögu gegn honum á þinginu og þurfa tveir þriðju þingmanna að greiða atkvæði með tillögunni.Samkvæmt frétt BBC hefur stjórnarandstaða landsins nokkrum sinnum lagt fram vantrauststillögu gegn Mugabe og það án árangurs. Nú eru þingmenn Zanu-PF, sem er í miklum meirihluta á báðum deildum þingsins, hins vegar líklegir til að styðja tillöguna. Tengdar fréttir Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00 Herinn fagnar velgengni í Simbabve Mikill árangur hefur náðst í aðgerðum hersins í Simbabve. Þetta segir í ríkisfjölmiðlinum Herald. Herforingjar fagna því að vel gangi að uppræta glæpamenn sem starfað hafa með forseta landsins. 18. nóvember 2017 07:00 Segja yfirtökuna ekki vera valdarán Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. 15. nóvember 2017 06:58 Mugabe sagði ekki af sér þvert á væntingar Robert Mugabe, forseti Simbabve, sagði ekki af sér embætti er hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpsávarpi fyrir stundu. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir að hann myndi nota sjónvarpsávarpið til að láta af embætti forseta. 19. nóvember 2017 19:32 Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Robert Mugabe, forseti Simbabve, kom á óvart í gær þegar hann sagði ekki af sér embætti í sjónvarpsávarpi. Nú mun forsetinn hafa samið við herinn um friðhelgi og er hann sagður ætla að segja af sér. Eftir ávarpið í gær var honum gefinn frestur til að segja af sér af flokki hans Zanu-PF en hann hafði þá ný verið settur af sem formaður flokksins. Mjög hefur verið þrýst á Mugabe, sem setir hefur á valdastól í hartnær 40 ár, að segja af sér. Í ávarpinu hét hann því að starfa áfram sem forseti. Hafði honum verið gefinn eins dags frestur til að segja af sér. Fresturinn rann út núna klukkan tíu. CNN segir þó að Mugabe og herinn hafi samið um að hann stigi til hliðar og að uppsagnarbréf hans hafi þegar verið skrifað. Umrætt bréf verður að berast til forseta þings Simbabve svo afsögn hans verði gild.Samkvæmt heimildum CNN hefur herinn falist á fjölda skilyrða sem Mugabe krafðist gegn því að stíga til hliðar. Þar á meðal er friðhelgi gegn lögsókn fyrir bæði hann og konu hans Grace Mugabe og mun hann halda öllum eigum sínum.Ræða Mugabe í gær var um tuttugu mínútna löng og sagði hann ekkert um pressuna sem hann er undir, né hershöfðingjana tvo sem stóðu sitt hvoru megin við hann. Án þess að Mugabe segi af sér þarf að leggja fram vantrauststillögu gegn honum á þinginu og þurfa tveir þriðju þingmanna að greiða atkvæði með tillögunni.Samkvæmt frétt BBC hefur stjórnarandstaða landsins nokkrum sinnum lagt fram vantrauststillögu gegn Mugabe og það án árangurs. Nú eru þingmenn Zanu-PF, sem er í miklum meirihluta á báðum deildum þingsins, hins vegar líklegir til að styðja tillöguna.
Tengdar fréttir Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00 Herinn fagnar velgengni í Simbabve Mikill árangur hefur náðst í aðgerðum hersins í Simbabve. Þetta segir í ríkisfjölmiðlinum Herald. Herforingjar fagna því að vel gangi að uppræta glæpamenn sem starfað hafa með forseta landsins. 18. nóvember 2017 07:00 Segja yfirtökuna ekki vera valdarán Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. 15. nóvember 2017 06:58 Mugabe sagði ekki af sér þvert á væntingar Robert Mugabe, forseti Simbabve, sagði ekki af sér embætti er hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpsávarpi fyrir stundu. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir að hann myndi nota sjónvarpsávarpið til að láta af embætti forseta. 19. nóvember 2017 19:32 Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00
Herinn fagnar velgengni í Simbabve Mikill árangur hefur náðst í aðgerðum hersins í Simbabve. Þetta segir í ríkisfjölmiðlinum Herald. Herforingjar fagna því að vel gangi að uppræta glæpamenn sem starfað hafa með forseta landsins. 18. nóvember 2017 07:00
Segja yfirtökuna ekki vera valdarán Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. 15. nóvember 2017 06:58
Mugabe sagði ekki af sér þvert á væntingar Robert Mugabe, forseti Simbabve, sagði ekki af sér embætti er hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpsávarpi fyrir stundu. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir að hann myndi nota sjónvarpsávarpið til að láta af embætti forseta. 19. nóvember 2017 19:32
Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38