Heimir: Er ekki þannig gerður að ég muni stökkva frá borði þótt eitthvað bjóðist á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2017 19:37 Heimir Guðjónsson hefði viljað ljúka þjálfaraferlinum hjá FH á annan hátt. Hann segir að það hafi verið afrek að tryggja liðinu Evrópusæti í sumar. Heimir gerði tveggja ára samning við færeyska liðið HB á dögunum. Heimir var í viðtali hjá Herði Magnússyni í kvöldfréttum Stöðvar tvö þar sem hann gerði upp kveðjustund sína og FH-inga. Það kom mörgum á óvart að Heimir skyldi semja við HB í Færeyjum en staða hans var þröng eftir að samningi hans hjá FH var sagt upp í byrjun október. „HB er það lið sem hefur unnið flesta titla i Færeyjum eða 22 titla. Það er alltaf gerð krafa á árangur þarna og mér finnst gott að vinna í svoleiðis umhverfi,“ sagði Heimir. Heimir útilokar að þjálfa á Íslandi næsta sumar. Hann gerði tveggja ára samning. „Ég ræddi það við forráðamenn HB að ég myndi ekki fara að stökkva frá borði þó að það byðist eitthvað á Íslandi. Ég er ekki þannig gerður. Ég held að það sé miklu betra fyrir mig að klára þetta verkefni og sjá svo til hvað sé í boði eftir það,“ sagði Heimir. Heimir segist að hafa viljað ljúka ferlinum á annan hátt hjá FH. „Auðvitað hefði maður viljað eftir 17 ár að það hefði verið að ljúka þessu betur. Það gerðist ekki en ég lít bara fram á veginn. Ef ég ætlaði að fara að hugsa of mikið um þetta þá myndi ég bara kæfa sjálfan mig,“ sagði Heimir. Hann segir ennfremur að það hafi verið afrek að ná Evrópusæti með FH í sumar. „Á endanum tel ég það að það hafi verið þjálffræðilegt afrek að koma þessu liði inn í Evrópukeppnina. Miðað við það sem gekk á en núna tekur bara nýr þjálfari við og ég ætla að vona að FH gangi vel í framtíðinni,“ sagði Heimir. Er erfitt á milli hans og formannsins Jóns Rúnars Halldórssonar „Það er ekkert erfitt á milli en eins og ég sagði áðan þá hefði ég viljað að þetta hefði endað betur. Hann bara vinnur sína vinnu og ég vinn mína vinnu. Svo heldur bara lífið áfram,“ sagði Heimir. Það má horfa á alla frétt Heimis í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Heimir Guðjónsson hefði viljað ljúka þjálfaraferlinum hjá FH á annan hátt. Hann segir að það hafi verið afrek að tryggja liðinu Evrópusæti í sumar. Heimir gerði tveggja ára samning við færeyska liðið HB á dögunum. Heimir var í viðtali hjá Herði Magnússyni í kvöldfréttum Stöðvar tvö þar sem hann gerði upp kveðjustund sína og FH-inga. Það kom mörgum á óvart að Heimir skyldi semja við HB í Færeyjum en staða hans var þröng eftir að samningi hans hjá FH var sagt upp í byrjun október. „HB er það lið sem hefur unnið flesta titla i Færeyjum eða 22 titla. Það er alltaf gerð krafa á árangur þarna og mér finnst gott að vinna í svoleiðis umhverfi,“ sagði Heimir. Heimir útilokar að þjálfa á Íslandi næsta sumar. Hann gerði tveggja ára samning. „Ég ræddi það við forráðamenn HB að ég myndi ekki fara að stökkva frá borði þó að það byðist eitthvað á Íslandi. Ég er ekki þannig gerður. Ég held að það sé miklu betra fyrir mig að klára þetta verkefni og sjá svo til hvað sé í boði eftir það,“ sagði Heimir. Heimir segist að hafa viljað ljúka ferlinum á annan hátt hjá FH. „Auðvitað hefði maður viljað eftir 17 ár að það hefði verið að ljúka þessu betur. Það gerðist ekki en ég lít bara fram á veginn. Ef ég ætlaði að fara að hugsa of mikið um þetta þá myndi ég bara kæfa sjálfan mig,“ sagði Heimir. Hann segir ennfremur að það hafi verið afrek að ná Evrópusæti með FH í sumar. „Á endanum tel ég það að það hafi verið þjálffræðilegt afrek að koma þessu liði inn í Evrópukeppnina. Miðað við það sem gekk á en núna tekur bara nýr þjálfari við og ég ætla að vona að FH gangi vel í framtíðinni,“ sagði Heimir. Er erfitt á milli hans og formannsins Jóns Rúnars Halldórssonar „Það er ekkert erfitt á milli en eins og ég sagði áðan þá hefði ég viljað að þetta hefði endað betur. Hann bara vinnur sína vinnu og ég vinn mína vinnu. Svo heldur bara lífið áfram,“ sagði Heimir. Það má horfa á alla frétt Heimis í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann