Joe Gomez fær mikið hrós fyrir frammistöðuna á móti Neymar í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2017 13:30 Joe Gomez. Vísir/Getty Liverpool-maðurinn Joe Gomez átti mjög góðan leik í gær þegar enska landsliðið gerði markalaust jafntefli við það brasilíska í vináttulandsleik á Wembley. Nick Wright hjá Sky Sports fer meðal annars lofsamlegum orðum um frammistöðuna hjá þessum tvítuga varnarmanni í leiknum í gær og skrifar um það heila grein. Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Liverpool og enska landsliðsins fyllist bjartsýni eftir að þeir lesa hana. Það vakti vissulega athygli þegar varnarmaður Liverpool vann sér sæti í enska landsliðinu fyrir leiki á móti stórliðum Þýskalands og Brasilíu enda hafa varnarleikur Liverpool ekki þótt merkilegur á tímabilinu. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, hefur hinsvegar trú á pilti og skellti honum síðan inn í byrjunarliðið á móti einu besta fótboltalandsliði heimsins. Það er varla hægt að byrja á erfiða verkefni í sínum fyrsta byrjunarliðsleik með A-landsliðin en fá það verkefni að hafa gætur á leikmanni eins og Neymar hjá Brasilíu. Neymar og félögum tókst hinsvegar ekki að komast í gegnum ensku vörnina þar sem Gomez var hægra megin við þá John Stones og Harry Maguire. Svo sannarlega framtíðarvörn enska landsliðsins þar á ferðinni. Joe Gomez spilaði sinn fyrsta landsleik nokkrum dögum fyrr þegar hann kom inn fyrir Phil Jones sem meiddist. Hann stóð sig það vel í þeim leik að Southgate setti hann í byrjunarliði frekar en reynsluboltann Gary Cahill. Gomez hafði aðeins spilað fjórtán leiki með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni fyrir þetta landsliðsverkefni en það var ekki að sjá það á stráknum þegar hann lenti á móti einum besta knattspyrnumanni heims. Undir lokin væri kannski líklegasti tíminn fyrir svo reynslulítinn mann að gera mistök en þá greip hann tvisvar inni í og bjargaði vel þegar Brasilíumenn voru að gera sig líklega til að skora sigurmarkið. Fyrst tæklaði hann liðsfélaga sinn Roberto Firmino við mikinn fögnuð áhorfenda á Wembley og svo skömmu síðar komst hann fyrir stungubolta frá Neymar. „Joe var valinn maður leiksins og réttilega svo,“ sagði Gareth Southgate eftir leikinn. „Við þekkjum vel að hann hefur mikla íþróttahæfileika en í kvöld sáum við líka ákvörðunartökuna hans, yfirvegun hans á móti háklassa hreyfingum og hversu vel hann las sendingarnar þeirra,“ sagði Southgate. Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Liverpool-maðurinn Joe Gomez átti mjög góðan leik í gær þegar enska landsliðið gerði markalaust jafntefli við það brasilíska í vináttulandsleik á Wembley. Nick Wright hjá Sky Sports fer meðal annars lofsamlegum orðum um frammistöðuna hjá þessum tvítuga varnarmanni í leiknum í gær og skrifar um það heila grein. Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Liverpool og enska landsliðsins fyllist bjartsýni eftir að þeir lesa hana. Það vakti vissulega athygli þegar varnarmaður Liverpool vann sér sæti í enska landsliðinu fyrir leiki á móti stórliðum Þýskalands og Brasilíu enda hafa varnarleikur Liverpool ekki þótt merkilegur á tímabilinu. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, hefur hinsvegar trú á pilti og skellti honum síðan inn í byrjunarliðið á móti einu besta fótboltalandsliði heimsins. Það er varla hægt að byrja á erfiða verkefni í sínum fyrsta byrjunarliðsleik með A-landsliðin en fá það verkefni að hafa gætur á leikmanni eins og Neymar hjá Brasilíu. Neymar og félögum tókst hinsvegar ekki að komast í gegnum ensku vörnina þar sem Gomez var hægra megin við þá John Stones og Harry Maguire. Svo sannarlega framtíðarvörn enska landsliðsins þar á ferðinni. Joe Gomez spilaði sinn fyrsta landsleik nokkrum dögum fyrr þegar hann kom inn fyrir Phil Jones sem meiddist. Hann stóð sig það vel í þeim leik að Southgate setti hann í byrjunarliði frekar en reynsluboltann Gary Cahill. Gomez hafði aðeins spilað fjórtán leiki með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni fyrir þetta landsliðsverkefni en það var ekki að sjá það á stráknum þegar hann lenti á móti einum besta knattspyrnumanni heims. Undir lokin væri kannski líklegasti tíminn fyrir svo reynslulítinn mann að gera mistök en þá greip hann tvisvar inni í og bjargaði vel þegar Brasilíumenn voru að gera sig líklega til að skora sigurmarkið. Fyrst tæklaði hann liðsfélaga sinn Roberto Firmino við mikinn fögnuð áhorfenda á Wembley og svo skömmu síðar komst hann fyrir stungubolta frá Neymar. „Joe var valinn maður leiksins og réttilega svo,“ sagði Gareth Southgate eftir leikinn. „Við þekkjum vel að hann hefur mikla íþróttahæfileika en í kvöld sáum við líka ákvörðunartökuna hans, yfirvegun hans á móti háklassa hreyfingum og hversu vel hann las sendingarnar þeirra,“ sagði Southgate.
Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira