Joe Gomez fær mikið hrós fyrir frammistöðuna á móti Neymar í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2017 13:30 Joe Gomez. Vísir/Getty Liverpool-maðurinn Joe Gomez átti mjög góðan leik í gær þegar enska landsliðið gerði markalaust jafntefli við það brasilíska í vináttulandsleik á Wembley. Nick Wright hjá Sky Sports fer meðal annars lofsamlegum orðum um frammistöðuna hjá þessum tvítuga varnarmanni í leiknum í gær og skrifar um það heila grein. Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Liverpool og enska landsliðsins fyllist bjartsýni eftir að þeir lesa hana. Það vakti vissulega athygli þegar varnarmaður Liverpool vann sér sæti í enska landsliðinu fyrir leiki á móti stórliðum Þýskalands og Brasilíu enda hafa varnarleikur Liverpool ekki þótt merkilegur á tímabilinu. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, hefur hinsvegar trú á pilti og skellti honum síðan inn í byrjunarliðið á móti einu besta fótboltalandsliði heimsins. Það er varla hægt að byrja á erfiða verkefni í sínum fyrsta byrjunarliðsleik með A-landsliðin en fá það verkefni að hafa gætur á leikmanni eins og Neymar hjá Brasilíu. Neymar og félögum tókst hinsvegar ekki að komast í gegnum ensku vörnina þar sem Gomez var hægra megin við þá John Stones og Harry Maguire. Svo sannarlega framtíðarvörn enska landsliðsins þar á ferðinni. Joe Gomez spilaði sinn fyrsta landsleik nokkrum dögum fyrr þegar hann kom inn fyrir Phil Jones sem meiddist. Hann stóð sig það vel í þeim leik að Southgate setti hann í byrjunarliði frekar en reynsluboltann Gary Cahill. Gomez hafði aðeins spilað fjórtán leiki með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni fyrir þetta landsliðsverkefni en það var ekki að sjá það á stráknum þegar hann lenti á móti einum besta knattspyrnumanni heims. Undir lokin væri kannski líklegasti tíminn fyrir svo reynslulítinn mann að gera mistök en þá greip hann tvisvar inni í og bjargaði vel þegar Brasilíumenn voru að gera sig líklega til að skora sigurmarkið. Fyrst tæklaði hann liðsfélaga sinn Roberto Firmino við mikinn fögnuð áhorfenda á Wembley og svo skömmu síðar komst hann fyrir stungubolta frá Neymar. „Joe var valinn maður leiksins og réttilega svo,“ sagði Gareth Southgate eftir leikinn. „Við þekkjum vel að hann hefur mikla íþróttahæfileika en í kvöld sáum við líka ákvörðunartökuna hans, yfirvegun hans á móti háklassa hreyfingum og hversu vel hann las sendingarnar þeirra,“ sagði Southgate. Enski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Liverpool-maðurinn Joe Gomez átti mjög góðan leik í gær þegar enska landsliðið gerði markalaust jafntefli við það brasilíska í vináttulandsleik á Wembley. Nick Wright hjá Sky Sports fer meðal annars lofsamlegum orðum um frammistöðuna hjá þessum tvítuga varnarmanni í leiknum í gær og skrifar um það heila grein. Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Liverpool og enska landsliðsins fyllist bjartsýni eftir að þeir lesa hana. Það vakti vissulega athygli þegar varnarmaður Liverpool vann sér sæti í enska landsliðinu fyrir leiki á móti stórliðum Þýskalands og Brasilíu enda hafa varnarleikur Liverpool ekki þótt merkilegur á tímabilinu. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, hefur hinsvegar trú á pilti og skellti honum síðan inn í byrjunarliðið á móti einu besta fótboltalandsliði heimsins. Það er varla hægt að byrja á erfiða verkefni í sínum fyrsta byrjunarliðsleik með A-landsliðin en fá það verkefni að hafa gætur á leikmanni eins og Neymar hjá Brasilíu. Neymar og félögum tókst hinsvegar ekki að komast í gegnum ensku vörnina þar sem Gomez var hægra megin við þá John Stones og Harry Maguire. Svo sannarlega framtíðarvörn enska landsliðsins þar á ferðinni. Joe Gomez spilaði sinn fyrsta landsleik nokkrum dögum fyrr þegar hann kom inn fyrir Phil Jones sem meiddist. Hann stóð sig það vel í þeim leik að Southgate setti hann í byrjunarliði frekar en reynsluboltann Gary Cahill. Gomez hafði aðeins spilað fjórtán leiki með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni fyrir þetta landsliðsverkefni en það var ekki að sjá það á stráknum þegar hann lenti á móti einum besta knattspyrnumanni heims. Undir lokin væri kannski líklegasti tíminn fyrir svo reynslulítinn mann að gera mistök en þá greip hann tvisvar inni í og bjargaði vel þegar Brasilíumenn voru að gera sig líklega til að skora sigurmarkið. Fyrst tæklaði hann liðsfélaga sinn Roberto Firmino við mikinn fögnuð áhorfenda á Wembley og svo skömmu síðar komst hann fyrir stungubolta frá Neymar. „Joe var valinn maður leiksins og réttilega svo,“ sagði Gareth Southgate eftir leikinn. „Við þekkjum vel að hann hefur mikla íþróttahæfileika en í kvöld sáum við líka ákvörðunartökuna hans, yfirvegun hans á móti háklassa hreyfingum og hversu vel hann las sendingarnar þeirra,“ sagði Southgate.
Enski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti