Liverpool átti ekki í vandræðum með Southampton í tólftu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.
Glæsimark Mohamed Salah kom heimamönnum yfir á 31. mínútu og Egyptinn var aftur á ferðinni tíu mínútum seinna.
Phillipe Coutinho bætti svo þriðja markinu við og gerði út um leikinn á 68. mínútu.
Southampton átti ekki skot á markið í leiknum og voru yfirburðir Liverpool algjörir.
Staða Liverpool í deildinni breytist þó ekki, þeir eru enn í fimmta sætinu, en komnir með 22 stig.
Southampton er í 13. sæti með þrettán stig.
Liverpool fékk ekki á sig skot á markið
