Erlent

Þúsundir mótmæltu í Katalóníu

Atli Ísleifsson skrifar
Frá mótmælum í Barcelona í gærkvöldi.
Frá mótmælum í Barcelona í gærkvöldi. Vísir/AFP
Þúsundir Katalóna mótmæltu á götum úti í héraðinu í gærkvöldi en tilefnið voru handtökur átta fyrrverandi ráðherra í héraðsstjórninni í Katalóníu sem sökuð eru um tilraun til uppreisnar gegn spænska ríkinu og fjárdrátt.

Fólkið mætti fyrir rétt í Madríd í gær og að yfirheyrslum loknum voru þau öll sett í varðhald.

Fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, Carles Puigdemont, mætti ekki fyrir réttinn og slíkt hið sama gerðu fjórir aðrir ráðherrar.

Spænska ríkisstjórnin hefur nú hafið vinnu við að gefa út evrópska handtökutilskipun á hendur þeim, en Puigdemont er staddur í Belgíu.


Tengdar fréttir

Puigdemont vill yfirheyrslu í Belgíu

Yfirheyra ætti Carles Puigdemont, brottrekinn forseta héraðsstjórnar Katalóníu, í Belgíu. Þar er Puigdemont nú staddur en þetta sagði Paul Bekaert, lögmaður hans, í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×