Erlent

Fara fram á handtökuskipan á hendur Puidgemont

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Saksóknarar á Spáni fóru fram á það við dómara á Spáni að handtökuskipun væri gefin út á hendur Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóna. Átta fyrrverandi ráðherrar stjórnar hans voru hnepptir í varðhald í dag. BBC greinir frá.

Níu af fyrrverandi ráðherrum Katalóníu sem farið var fram á að kæmu fyrir dómara í Madrid í dag mættu í dómsal. Þeir voru, ásamt Puigdemont, ákærðir fyrir uppreisn, uppreisnaráróður og fjárdrátt.

Puigdemont, sem heldur nú til í Belgíu, hefur sagt að um pólitísk réttarhöld sé að ræða. Farið var fram á það að gefin væri út handtökuskipun á hendur honum í Evrópu, sem og fjórum öðrum ráðherrum sem létu ekki sjá sig í dómsal. Þeir eru einnig staddir í Belgíu.

Réttarhöld yfir ráðherrunum fara fram 9. nóvember næstkomandi og verða ráðherrarnir í haldi þangað til, hið minnsta.

Landsstjórn Spánar tók í vikunni við stjórn Katalóníu í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingar héraðsþingins á föstudag.

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, leysti upp héraðsþingið og boðaði til kosninga í Katalóníu sem munu fara fram þann 21. desember næstkomandi.


Tengdar fréttir

Ákæra leiðtoga Katalóna fyrir uppreisn

Spænskir saksóknarar hafa tilkynnt um ákærur á hendur leiðtogum héraðsstjórnar Katalóníu sem stóðu að sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins á föstudag.

Flúinn til Belgíu en sækir ekki um hæli

Fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu verður mögulega ákærður fyrir uppreisn og gæti átt 30 ára fangelsi yfir höfði sér. Hann var í Belgíu í gær og sagðist staddur þar til að geta talað frjálslega.

Skipar Puigdemont að mæta fyrir rétt

Hæstiréttur Spánar hefur skipað Carles Puigdemont, fyrrverandi héraðsforseta, og þrettán fyrrverandi ráðherrum hans að mæta fyrir réttinn síðar í víkunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×