Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Kjartan Kjartansson skrifar 3. nóvember 2017 15:39 Mengunarský liggur yifr Los Angeles. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti er önnur helsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda. Vísir/AFP Umfangsmesta skýrsla um loftslagsvísindi sem unnin hefur verið á vegum bandarísku alríkisstjórnarinnar kippir stoðum undan málflutningi Donalds Trump forseta og margra úr stjórn hans sem hafa dregið í efa ábyrgð manna á loftslagsbreytingum. Ljóst hefur verið um áratugaskeið að losun manna á gróðurhúsalofttegundum veldur þeim loftslagsbreytingum sem nú eiga sér stað á jörðinni. Uppspretta hennar er fyrst og fremst bruni á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi og landbúnaður. Sex hundruð blaðsíðna vísindaskýrsla bandaríska loftslagsmatsins staðfesti enn og aftur þær niðurstöður og að síðustu 115 árin séu hlýjasta skeiðið í sögu nútímasiðmenningar manna. Höfundar skýrslunnar eru vísindamenn frá fjölda bandarískra alríkisstofnana eins og Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA), geimvísindastofnunarinnar NASA, orkumálaráðuneytisins auk fræðimanna úr háskólasamfélaginu. Loftslagsmatið er lögbundið verkefni alríkisstjórnarinnar en síðast var slík skýrsla gefin út árið 2014. Richard Alley, jarðvísindamaður við Ríkisháskóla Pennsylvaníu, segir að skýrslan nú gangi lengra í að tengja breytingar í veðurfari við hlýnandi loftslag og vaxandi veðuröfga, að því er kemur fram í frétt NPR. Skýrslunni hefur verið skilað til skrifstofu vísinda- og tæknistefnu Hvíta hússins. Trump hefur hins vegar ekki skipað neinn til að stýra þeirri skrifstofu nú þegar hátt í ár er liðið frá því að hann tók við embætti.Afnema reglur sem áttu að berjast gegn loftslagsbreytingumTrump tilkynnti í sumar að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu sem miða er að því að draga úr losun ríkja heims á gróðurhúsalofttegundum. Hann hefur haldið því fram að loftslagsbreytingar séu „kínversk gabb“. Aðrir í ríkisstjórn hans hafa einnig afneitað viðteknum niðurstöðum loftslagsvísinda. Þannig hefur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna undir stjórn repúblikanans Scott Pruitt keppst við að afnema reglur sem var ætlað að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda. Pruitt hefur sjálfur sagt að trúi því ekki að koltvísýringur sé aðalorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar. Hann er meðal annars sagður vinna að því að halda nokkurs konar opinberar kappræður á milli tveggja ræðuliða með og á móti samhljóða áliti vísindamanna á orsökum loftslagsbreytinga. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kolaiðnaðurinn er einn helsti mengunarvaldurinn í Bandaríkjunum. 6. október 2017 19:08 Loftslagsskýrslu lekið af ótta við að hún verði þögguð niður Bandarískir vísindamenn óttast að ríkisstjórn Donalds Trump muni sitja á vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga. New York Times hefur birt drög að skýrslunni. 8. ágúst 2017 08:47 Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43 Umhverfisstofnunin fer yfir „pólitíska“ loftslagsskýrslu Þrátt fyrir að stór loftslagsskýrsla þrettán bandarískra alríkisstofnana byggist á á rannsóknum sem hafa verið rækilega ritrýndar vill forstjóri Umhverfisstofnunarinnar þar að farið verði ítarlega yfir innihald hennar áður en hún birtist. Forstjórinn er þekktur fyrir að hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum. 12. ágúst 2017 14:43 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Umfangsmesta skýrsla um loftslagsvísindi sem unnin hefur verið á vegum bandarísku alríkisstjórnarinnar kippir stoðum undan málflutningi Donalds Trump forseta og margra úr stjórn hans sem hafa dregið í efa ábyrgð manna á loftslagsbreytingum. Ljóst hefur verið um áratugaskeið að losun manna á gróðurhúsalofttegundum veldur þeim loftslagsbreytingum sem nú eiga sér stað á jörðinni. Uppspretta hennar er fyrst og fremst bruni á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi og landbúnaður. Sex hundruð blaðsíðna vísindaskýrsla bandaríska loftslagsmatsins staðfesti enn og aftur þær niðurstöður og að síðustu 115 árin séu hlýjasta skeiðið í sögu nútímasiðmenningar manna. Höfundar skýrslunnar eru vísindamenn frá fjölda bandarískra alríkisstofnana eins og Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA), geimvísindastofnunarinnar NASA, orkumálaráðuneytisins auk fræðimanna úr háskólasamfélaginu. Loftslagsmatið er lögbundið verkefni alríkisstjórnarinnar en síðast var slík skýrsla gefin út árið 2014. Richard Alley, jarðvísindamaður við Ríkisháskóla Pennsylvaníu, segir að skýrslan nú gangi lengra í að tengja breytingar í veðurfari við hlýnandi loftslag og vaxandi veðuröfga, að því er kemur fram í frétt NPR. Skýrslunni hefur verið skilað til skrifstofu vísinda- og tæknistefnu Hvíta hússins. Trump hefur hins vegar ekki skipað neinn til að stýra þeirri skrifstofu nú þegar hátt í ár er liðið frá því að hann tók við embætti.Afnema reglur sem áttu að berjast gegn loftslagsbreytingumTrump tilkynnti í sumar að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu sem miða er að því að draga úr losun ríkja heims á gróðurhúsalofttegundum. Hann hefur haldið því fram að loftslagsbreytingar séu „kínversk gabb“. Aðrir í ríkisstjórn hans hafa einnig afneitað viðteknum niðurstöðum loftslagsvísinda. Þannig hefur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna undir stjórn repúblikanans Scott Pruitt keppst við að afnema reglur sem var ætlað að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda. Pruitt hefur sjálfur sagt að trúi því ekki að koltvísýringur sé aðalorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar. Hann er meðal annars sagður vinna að því að halda nokkurs konar opinberar kappræður á milli tveggja ræðuliða með og á móti samhljóða áliti vísindamanna á orsökum loftslagsbreytinga.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kolaiðnaðurinn er einn helsti mengunarvaldurinn í Bandaríkjunum. 6. október 2017 19:08 Loftslagsskýrslu lekið af ótta við að hún verði þögguð niður Bandarískir vísindamenn óttast að ríkisstjórn Donalds Trump muni sitja á vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga. New York Times hefur birt drög að skýrslunni. 8. ágúst 2017 08:47 Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43 Umhverfisstofnunin fer yfir „pólitíska“ loftslagsskýrslu Þrátt fyrir að stór loftslagsskýrsla þrettán bandarískra alríkisstofnana byggist á á rannsóknum sem hafa verið rækilega ritrýndar vill forstjóri Umhverfisstofnunarinnar þar að farið verði ítarlega yfir innihald hennar áður en hún birtist. Forstjórinn er þekktur fyrir að hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum. 12. ágúst 2017 14:43 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kolaiðnaðurinn er einn helsti mengunarvaldurinn í Bandaríkjunum. 6. október 2017 19:08
Loftslagsskýrslu lekið af ótta við að hún verði þögguð niður Bandarískir vísindamenn óttast að ríkisstjórn Donalds Trump muni sitja á vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga. New York Times hefur birt drög að skýrslunni. 8. ágúst 2017 08:47
Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36
Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57
Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43
Umhverfisstofnunin fer yfir „pólitíska“ loftslagsskýrslu Þrátt fyrir að stór loftslagsskýrsla þrettán bandarískra alríkisstofnana byggist á á rannsóknum sem hafa verið rækilega ritrýndar vill forstjóri Umhverfisstofnunarinnar þar að farið verði ítarlega yfir innihald hennar áður en hún birtist. Forstjórinn er þekktur fyrir að hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum. 12. ágúst 2017 14:43