Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Bjarki Ármannsson skrifar 3. september 2017 09:43 Ríkisstjórn Donald Trump hefur ekki sýnt málefnum geimferðastofnunarinnar mikla athygli til þessa. Vísir/EPA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður næsti forstjóri NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar. Frá þessu var greint á föstudag. Rúmir sjö mánuðir eru liðnir frá því að síðasti forstjóri NASA, Charles Bolden, lét af störfum og hefur stofnunin aldrei verið jafnlengi án forstjóra. Bridenstine er þingmaður Oklahoma-ríkis, þar sem ekki fer alla jafna mikið fyrir starfsemi NASA. Hann lærði hagfræði og sálfræði í háskóla, ekki raungreinar, og lét ummæli falla á Bandaríkjaþingi árið 2013 sem bentu til þess að hann trúi ekki að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. Skemmst er að minnast þess að annar efasemdamaður um loftslagsbreytingar, Scott Pruitt, var í febrúar gerður að forseta Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna.Trump named a politician who has denied climate change science and who has no scientific credentials...to run NASA.https://t.co/mQ4AuQZlnd— Brian Klaas (@brianklaas) September 2, 2017 Ráðning hans hefur sætt gagnrýni af þessum ástæðum. Þá efast aðrir um ágæti þess að ráða þingmann sem forstjóra NASA en Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn í sögu stofnunarinnar sem gegnir embættinu. Bridenstine, sem er Repúblikani og stuðningsmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur þó óneitanlega áhuga á himinhvolfunum og ferðum þangað. Hann var forstjóri flug- og geimferðasafns í Oklahoma í tvö ár og hefur ítrekað tjáð sig um málefni NASA opinberlega. Fyrst og fremst hefur Bridenstine mælt fyrir því að nýta betur starfskrafta einkarekinna fyrirtækja á borð við SpaceX og Blue Origin við geimferðir og rannsóknir. Samþykki öldungadeild þingsins skipun hans í embætti er þó ekki víst að miklar áherslubreytingar verði, þar sem ríkisstjórn Trump hefur til þessa ekki sýnt málaflokknum mikla athygli. Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Loftslagsskýrslu lekið af ótta við að hún verði þögguð niður Bandarískir vísindamenn óttast að ríkisstjórn Donalds Trump muni sitja á vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga. New York Times hefur birt drög að skýrslunni. 8. ágúst 2017 08:47 Þingmaður spurði NASA út í siðmenningu á Mars fyrir þúsundum ára Aðstæður á Mars voru líklega mun skaplegri fyrir milljörðum ára og telja vísindamenn mögulegt að frumstætt líf gæti hafa kviknað þá. Bandarískur þingmaður vildi hins vegar vita hvort siðmenning geimvera hafi verið á rauðu reikistjörnunni fyrir þúsundum ára þegar fulltrúar NASA komu fyrir þingnefnd. 19. júlí 2017 14:49 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Sjá meira
Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður næsti forstjóri NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar. Frá þessu var greint á föstudag. Rúmir sjö mánuðir eru liðnir frá því að síðasti forstjóri NASA, Charles Bolden, lét af störfum og hefur stofnunin aldrei verið jafnlengi án forstjóra. Bridenstine er þingmaður Oklahoma-ríkis, þar sem ekki fer alla jafna mikið fyrir starfsemi NASA. Hann lærði hagfræði og sálfræði í háskóla, ekki raungreinar, og lét ummæli falla á Bandaríkjaþingi árið 2013 sem bentu til þess að hann trúi ekki að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. Skemmst er að minnast þess að annar efasemdamaður um loftslagsbreytingar, Scott Pruitt, var í febrúar gerður að forseta Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna.Trump named a politician who has denied climate change science and who has no scientific credentials...to run NASA.https://t.co/mQ4AuQZlnd— Brian Klaas (@brianklaas) September 2, 2017 Ráðning hans hefur sætt gagnrýni af þessum ástæðum. Þá efast aðrir um ágæti þess að ráða þingmann sem forstjóra NASA en Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn í sögu stofnunarinnar sem gegnir embættinu. Bridenstine, sem er Repúblikani og stuðningsmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur þó óneitanlega áhuga á himinhvolfunum og ferðum þangað. Hann var forstjóri flug- og geimferðasafns í Oklahoma í tvö ár og hefur ítrekað tjáð sig um málefni NASA opinberlega. Fyrst og fremst hefur Bridenstine mælt fyrir því að nýta betur starfskrafta einkarekinna fyrirtækja á borð við SpaceX og Blue Origin við geimferðir og rannsóknir. Samþykki öldungadeild þingsins skipun hans í embætti er þó ekki víst að miklar áherslubreytingar verði, þar sem ríkisstjórn Trump hefur til þessa ekki sýnt málaflokknum mikla athygli.
Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Loftslagsskýrslu lekið af ótta við að hún verði þögguð niður Bandarískir vísindamenn óttast að ríkisstjórn Donalds Trump muni sitja á vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga. New York Times hefur birt drög að skýrslunni. 8. ágúst 2017 08:47 Þingmaður spurði NASA út í siðmenningu á Mars fyrir þúsundum ára Aðstæður á Mars voru líklega mun skaplegri fyrir milljörðum ára og telja vísindamenn mögulegt að frumstætt líf gæti hafa kviknað þá. Bandarískur þingmaður vildi hins vegar vita hvort siðmenning geimvera hafi verið á rauðu reikistjörnunni fyrir þúsundum ára þegar fulltrúar NASA komu fyrir þingnefnd. 19. júlí 2017 14:49 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Sjá meira
Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51
Loftslagsskýrslu lekið af ótta við að hún verði þögguð niður Bandarískir vísindamenn óttast að ríkisstjórn Donalds Trump muni sitja á vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga. New York Times hefur birt drög að skýrslunni. 8. ágúst 2017 08:47
Þingmaður spurði NASA út í siðmenningu á Mars fyrir þúsundum ára Aðstæður á Mars voru líklega mun skaplegri fyrir milljörðum ára og telja vísindamenn mögulegt að frumstætt líf gæti hafa kviknað þá. Bandarískur þingmaður vildi hins vegar vita hvort siðmenning geimvera hafi verið á rauðu reikistjörnunni fyrir þúsundum ára þegar fulltrúar NASA komu fyrir þingnefnd. 19. júlí 2017 14:49