Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Bjarki Ármannsson skrifar 3. september 2017 09:43 Ríkisstjórn Donald Trump hefur ekki sýnt málefnum geimferðastofnunarinnar mikla athygli til þessa. Vísir/EPA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður næsti forstjóri NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar. Frá þessu var greint á föstudag. Rúmir sjö mánuðir eru liðnir frá því að síðasti forstjóri NASA, Charles Bolden, lét af störfum og hefur stofnunin aldrei verið jafnlengi án forstjóra. Bridenstine er þingmaður Oklahoma-ríkis, þar sem ekki fer alla jafna mikið fyrir starfsemi NASA. Hann lærði hagfræði og sálfræði í háskóla, ekki raungreinar, og lét ummæli falla á Bandaríkjaþingi árið 2013 sem bentu til þess að hann trúi ekki að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. Skemmst er að minnast þess að annar efasemdamaður um loftslagsbreytingar, Scott Pruitt, var í febrúar gerður að forseta Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna.Trump named a politician who has denied climate change science and who has no scientific credentials...to run NASA.https://t.co/mQ4AuQZlnd— Brian Klaas (@brianklaas) September 2, 2017 Ráðning hans hefur sætt gagnrýni af þessum ástæðum. Þá efast aðrir um ágæti þess að ráða þingmann sem forstjóra NASA en Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn í sögu stofnunarinnar sem gegnir embættinu. Bridenstine, sem er Repúblikani og stuðningsmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur þó óneitanlega áhuga á himinhvolfunum og ferðum þangað. Hann var forstjóri flug- og geimferðasafns í Oklahoma í tvö ár og hefur ítrekað tjáð sig um málefni NASA opinberlega. Fyrst og fremst hefur Bridenstine mælt fyrir því að nýta betur starfskrafta einkarekinna fyrirtækja á borð við SpaceX og Blue Origin við geimferðir og rannsóknir. Samþykki öldungadeild þingsins skipun hans í embætti er þó ekki víst að miklar áherslubreytingar verði, þar sem ríkisstjórn Trump hefur til þessa ekki sýnt málaflokknum mikla athygli. Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Loftslagsskýrslu lekið af ótta við að hún verði þögguð niður Bandarískir vísindamenn óttast að ríkisstjórn Donalds Trump muni sitja á vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga. New York Times hefur birt drög að skýrslunni. 8. ágúst 2017 08:47 Þingmaður spurði NASA út í siðmenningu á Mars fyrir þúsundum ára Aðstæður á Mars voru líklega mun skaplegri fyrir milljörðum ára og telja vísindamenn mögulegt að frumstætt líf gæti hafa kviknað þá. Bandarískur þingmaður vildi hins vegar vita hvort siðmenning geimvera hafi verið á rauðu reikistjörnunni fyrir þúsundum ára þegar fulltrúar NASA komu fyrir þingnefnd. 19. júlí 2017 14:49 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður næsti forstjóri NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar. Frá þessu var greint á föstudag. Rúmir sjö mánuðir eru liðnir frá því að síðasti forstjóri NASA, Charles Bolden, lét af störfum og hefur stofnunin aldrei verið jafnlengi án forstjóra. Bridenstine er þingmaður Oklahoma-ríkis, þar sem ekki fer alla jafna mikið fyrir starfsemi NASA. Hann lærði hagfræði og sálfræði í háskóla, ekki raungreinar, og lét ummæli falla á Bandaríkjaþingi árið 2013 sem bentu til þess að hann trúi ekki að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. Skemmst er að minnast þess að annar efasemdamaður um loftslagsbreytingar, Scott Pruitt, var í febrúar gerður að forseta Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna.Trump named a politician who has denied climate change science and who has no scientific credentials...to run NASA.https://t.co/mQ4AuQZlnd— Brian Klaas (@brianklaas) September 2, 2017 Ráðning hans hefur sætt gagnrýni af þessum ástæðum. Þá efast aðrir um ágæti þess að ráða þingmann sem forstjóra NASA en Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn í sögu stofnunarinnar sem gegnir embættinu. Bridenstine, sem er Repúblikani og stuðningsmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur þó óneitanlega áhuga á himinhvolfunum og ferðum þangað. Hann var forstjóri flug- og geimferðasafns í Oklahoma í tvö ár og hefur ítrekað tjáð sig um málefni NASA opinberlega. Fyrst og fremst hefur Bridenstine mælt fyrir því að nýta betur starfskrafta einkarekinna fyrirtækja á borð við SpaceX og Blue Origin við geimferðir og rannsóknir. Samþykki öldungadeild þingsins skipun hans í embætti er þó ekki víst að miklar áherslubreytingar verði, þar sem ríkisstjórn Trump hefur til þessa ekki sýnt málaflokknum mikla athygli.
Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Loftslagsskýrslu lekið af ótta við að hún verði þögguð niður Bandarískir vísindamenn óttast að ríkisstjórn Donalds Trump muni sitja á vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga. New York Times hefur birt drög að skýrslunni. 8. ágúst 2017 08:47 Þingmaður spurði NASA út í siðmenningu á Mars fyrir þúsundum ára Aðstæður á Mars voru líklega mun skaplegri fyrir milljörðum ára og telja vísindamenn mögulegt að frumstætt líf gæti hafa kviknað þá. Bandarískur þingmaður vildi hins vegar vita hvort siðmenning geimvera hafi verið á rauðu reikistjörnunni fyrir þúsundum ára þegar fulltrúar NASA komu fyrir þingnefnd. 19. júlí 2017 14:49 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51
Loftslagsskýrslu lekið af ótta við að hún verði þögguð niður Bandarískir vísindamenn óttast að ríkisstjórn Donalds Trump muni sitja á vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga. New York Times hefur birt drög að skýrslunni. 8. ágúst 2017 08:47
Þingmaður spurði NASA út í siðmenningu á Mars fyrir þúsundum ára Aðstæður á Mars voru líklega mun skaplegri fyrir milljörðum ára og telja vísindamenn mögulegt að frumstætt líf gæti hafa kviknað þá. Bandarískur þingmaður vildi hins vegar vita hvort siðmenning geimvera hafi verið á rauðu reikistjörnunni fyrir þúsundum ára þegar fulltrúar NASA komu fyrir þingnefnd. 19. júlí 2017 14:49