Erlent

Carter býðst til að hitta Kim Jong-un

Atli Ísleifsson skrifar
Jimmy Carter gegndi embætti Bandaríkjaforseta á árunum 1977 til 1981.
Jimmy Carter gegndi embætti Bandaríkjaforseta á árunum 1977 til 1981. Vísir/afp

Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur boðist til þess að ferðast til Norður-Kóreu og hitta leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un, til að ræða varanlegan frið á Kóreuskaga.

Park Han-shik, prófessor í alþjóðastjórnmálum við Georgíuháskóla, segir Carter hafa komið að máli við sig vegna þessa. Breska blaðið Guardian greinir frá málinu.

Líklegt þykir þó að tilboði hins 93 ára Carter verði fálega tekið í Hvíta húsinu þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta gæti þótt tekið fram fyrir hendur sér þegar kemur að því að eiga við málefni Norður-Kóreu.

Carter gegndi embætti Bandaríkjaforseta á árunum 1977 til 1981. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2002.


Tengdar fréttir

Systir Kim Jong-un fær aukin völd

Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, hefur veitt systur sinni, Kim Yo-jong, stöðuhækkun. Hún gegnir nú valdamikilli stöðu innan framkvæmdaráðs stjórnar Norður-Kóreu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×