Fallegt að spila á Anfield Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. október 2017 06:00 Klopp og Mourinho eiga klárlega eftir að láta vel í sér heyra á hliðarlínunni í dag. Hér er þó allt í góðu á milli þeirra. Vísir/EPA Helgin í enska boltanum gæti ekki byrjað betur því klukkan 11.30 mun Liverpool taka á móti Man. Utd. Uppáhaldsleikur margra og viðureignir þessara liða standa oftast undir væntingum. Ef Liverpool ætlar sér að hanga í toppliðunum þá verður liðið að vinna leikinn. Það er sjö stiga munur á liðunum fyrir leikinn og ef Man. Utd vinnur þá verða Rauðu djöflarnir komnir með tíu stiga forskot á lið Jürgens Klopp.Viljum mikil læti „Það er alltaf fyndið þegar fólk talar um mikla og erfiða stemningu á vellinum. Eins og við viljum ekki spila í frábærri stemningu,“ sagði glottandi stjóri Man. Utd, Jose Mourinho, en lið hans hefur ekki enn tapað leik í vetur. „Fólk lætur eins og þetta eigi að vera eitthvert rosalegt vandamál fyrir okkur. Þetta er það sem við viljum. Ef við gætum farið í svona stemningu allar helgar þá myndum við þiggja það. Haldið þið að leikmenn Barcelona hafi verið ánægðir að spila fyrir framan tóma stúku gegn Las Palmas?“ Það eru þessir leikir sem Mourinho elskar og hann getur ekki beðið eftir því að mæta á Anfield með sína menn. „Það er ánægjulegt að koma á Anfield. Ég hef aldrei heyrt í leikmann kvarta yfir því að stemningin hafi verið of góð. Við erum að fara að mæta góðu liði með mikla sögu, á frábærum leikvangi þar sem hefðin er sterk. Við vitum að stuðningsmennirnir hata okkur en við viljum spila svona leiki. Það er fallegt að spila á Anfield og við erum þakklátir fyrir að fá tækifæri til þess.“Sadio Mane og Coutinho.Vísir/GettyMane og Pogba fjarverandi Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, mun fagna tveimur árum í starfi um helgina en hann verður án Sadio Mane á þessum tímamótum rétt eins og Man. Utd er án Paul Pogba og fleiri leikmanna. Philippe Coutinho og Roberto Firmino verða væntanlega báðir með Liverpool þó að þeir hafi verið að koma úr löngu ferðalagi frá Brasilíu. „Við getum alveg spilað fótbolta án Sadio og við höfum þurft að gera meira af því en við vildum síðustu misseri. Hann er gæðaleikmaður sem var óheppinn að meiðast. Auðvitað vildum við hafa hann með okkur en við verðum að komast yfir það,“ sagði Klopp. Það hefur ekki gengið vel hjá Liverpool gegn Man. Utd í deildinni síðustu árin og Liverpool hefur ekki unnið United í síðustu sex leikjum liðanna. Síðasti sigurinn á United í deildinni kom í mars árið 2014. United kann ágætlega við sig á Anfield þar sem liðið hefur unnið þrjá af síðustu fimm leikjum liðanna. Liverpool hefur þess utan ekki tekist að skora í síðustu tveim heimaleikjum gegn United.Vísir/Getty Opnaði ekki kampavín „Okkar hlutverk er að berjast grimmilega fyrir hverju einasta stigi í þessari deild. Við erum að gera það. Ég er ekkert yfir mig ánægður með stöðu liðsins í dag og fór ekki beint í að opna kampavín eftir að hafa náð tveimur árum í starfi. Það er af því að við erum bara á miðri leið á toppinn. Það er enn mikil vinna eftir hjá okkur en ég trúi því að við getum komist mun lengra. Við munum ná árangri,“ sagði Klopp sem fékk líka stuðning frá goðsögninni Kenny Dalglish sem segir að Klopp sé rétti maðurinn fyrir Liverpool. Hann þurfi aftur á móti að fá sömu þolinmæði og Sir Alex Ferguson fékk hjá Man. Utd á sínum tíma. Enski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Helgin í enska boltanum gæti ekki byrjað betur því klukkan 11.30 mun Liverpool taka á móti Man. Utd. Uppáhaldsleikur margra og viðureignir þessara liða standa oftast undir væntingum. Ef Liverpool ætlar sér að hanga í toppliðunum þá verður liðið að vinna leikinn. Það er sjö stiga munur á liðunum fyrir leikinn og ef Man. Utd vinnur þá verða Rauðu djöflarnir komnir með tíu stiga forskot á lið Jürgens Klopp.Viljum mikil læti „Það er alltaf fyndið þegar fólk talar um mikla og erfiða stemningu á vellinum. Eins og við viljum ekki spila í frábærri stemningu,“ sagði glottandi stjóri Man. Utd, Jose Mourinho, en lið hans hefur ekki enn tapað leik í vetur. „Fólk lætur eins og þetta eigi að vera eitthvert rosalegt vandamál fyrir okkur. Þetta er það sem við viljum. Ef við gætum farið í svona stemningu allar helgar þá myndum við þiggja það. Haldið þið að leikmenn Barcelona hafi verið ánægðir að spila fyrir framan tóma stúku gegn Las Palmas?“ Það eru þessir leikir sem Mourinho elskar og hann getur ekki beðið eftir því að mæta á Anfield með sína menn. „Það er ánægjulegt að koma á Anfield. Ég hef aldrei heyrt í leikmann kvarta yfir því að stemningin hafi verið of góð. Við erum að fara að mæta góðu liði með mikla sögu, á frábærum leikvangi þar sem hefðin er sterk. Við vitum að stuðningsmennirnir hata okkur en við viljum spila svona leiki. Það er fallegt að spila á Anfield og við erum þakklátir fyrir að fá tækifæri til þess.“Sadio Mane og Coutinho.Vísir/GettyMane og Pogba fjarverandi Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, mun fagna tveimur árum í starfi um helgina en hann verður án Sadio Mane á þessum tímamótum rétt eins og Man. Utd er án Paul Pogba og fleiri leikmanna. Philippe Coutinho og Roberto Firmino verða væntanlega báðir með Liverpool þó að þeir hafi verið að koma úr löngu ferðalagi frá Brasilíu. „Við getum alveg spilað fótbolta án Sadio og við höfum þurft að gera meira af því en við vildum síðustu misseri. Hann er gæðaleikmaður sem var óheppinn að meiðast. Auðvitað vildum við hafa hann með okkur en við verðum að komast yfir það,“ sagði Klopp. Það hefur ekki gengið vel hjá Liverpool gegn Man. Utd í deildinni síðustu árin og Liverpool hefur ekki unnið United í síðustu sex leikjum liðanna. Síðasti sigurinn á United í deildinni kom í mars árið 2014. United kann ágætlega við sig á Anfield þar sem liðið hefur unnið þrjá af síðustu fimm leikjum liðanna. Liverpool hefur þess utan ekki tekist að skora í síðustu tveim heimaleikjum gegn United.Vísir/Getty Opnaði ekki kampavín „Okkar hlutverk er að berjast grimmilega fyrir hverju einasta stigi í þessari deild. Við erum að gera það. Ég er ekkert yfir mig ánægður með stöðu liðsins í dag og fór ekki beint í að opna kampavín eftir að hafa náð tveimur árum í starfi. Það er af því að við erum bara á miðri leið á toppinn. Það er enn mikil vinna eftir hjá okkur en ég trúi því að við getum komist mun lengra. Við munum ná árangri,“ sagði Klopp sem fékk líka stuðning frá goðsögninni Kenny Dalglish sem segir að Klopp sé rétti maðurinn fyrir Liverpool. Hann þurfi aftur á móti að fá sömu þolinmæði og Sir Alex Ferguson fékk hjá Man. Utd á sínum tíma.
Enski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira