Þingkosningar í Austurríki: Stefnir í sigur hins 31 árs gamla Kurz Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2017 13:00 Sebastian Kurz hefur sótt fylgi til flokks síns bæði frá vinstri og hægri. Vísir/afp Austurríkismenn ganga að kjörborðinu á morgun, sunnudag, þegar kosið verður til þings. Innflytjendamál hafa verið mest áberandi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að hinn 31 árs gamli utanríkisráðherra landsins, Sebastian Kurz, og flokkur hans, Kristilegir demókratar (ÖVP), sem muni vinna sigur í kosningunum. Kurz þykir af mörgum þeim hæfileika gæddur að geta hrifið fjöldann með sér og hefur hann sótt fylgi til flokksins bæði frá vinstri og hægri. Honum hefur tekist að blása nýju lífi í flokkinn og þannig hefur grænblár litur verið áberandi í auglýsingum, sem í gegnum árin hefur haldið tryggð við sinn hefðbundna svarta lit. „Hann er vel máli farinn og vel til fara, draumatengdasonurinn,“ segir blaðakonan Anna Wallnes hjá Die Presse í samtali við NRK.Hefur framfylgt strangri stefnu í innflytjendamálum Jafnaðarmannaflokkur Christian Kern kanslara og Kristilegir demókratar, flokkur Kurz, hafa stýrt landinu saman síðustu ár. Kurz þykir hafa framfylgt strangri stefnu í málefnum innflytjenda frá því að hann tók við embætti utanríkisráðherra 2013, en sér í lagi eftir straumur flóttamanna til álfunnar stórjókst á haustdögum 2015. Innflytjendamálin hafa verið mest áberandi í kosningabaráttunni vegna þess mikla fjölda flóttafólks frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku sem hefur lagt leið sína til Austurríkis eftir að farið norður um Balkanskaga.Stöðugleiki og skynsemi Jafnaðarmenn og Kristilegir demókratar hafa oft starfað saman í ríkisstjórn í Austurríki á síðustu áratugum og hafa austurrísk stjórnmál jafnan einkennst af stöðugleika, stórum meirihlutastjórnum og að tryggja innra valdajafnvægi innan stjórnsýslunnar (Proporz-kerfið).Christian Kern, kanslari og leiðtogi Jafnaðarmanna, Sebastian Kurz, utanríkisráðherra og leiðtogi Kristilegra demókrata, og Heinz-Christian Strache, leiðtogi Frelsisflokksins.Vísir/AFPEftir seinna stríð var reynt að hafa stöðugleika og skynsemi að leiðarljósi við stjórn landsins. Yfirstandandi kosningabarátta hefur hins vegar reynst óvenjulega ljót þar sem vafasamar áróðurssíður hafa meðal annars verið nýttar til að koma á framfæri fölskum fréttum af pólitískum andstæðingum.Dirndl-stjórn í pípunum? Nýjustu skoðanakannanir benda til að stuðningur við Jafnaðarmannaflokk Kern hafi aukist nokkuð, eftir að hafa mælst þriðji stærsti flokkurinn um nokkurt skeið. Jafnaðarmenn og Frelsisflokkurinn mælast nú báðir með rúmlega fjórðungs fylgi og Kristilegir demókratar með um þrjátíu prósent. Einhverjir hafa nefnt þann möguleika að svokölluð Dirndl-samsteypustjórn muni taka við völdum að kosningum loknum, með vísun í litríkan þjóðbúning Austurríkismanna. Myndi sú stjórn felast í samstarfi Kristilegra demókrata, Græningja og hinn frjálslynda NEOS. Austurríki Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Austurríkismenn ganga að kjörborðinu á morgun, sunnudag, þegar kosið verður til þings. Innflytjendamál hafa verið mest áberandi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að hinn 31 árs gamli utanríkisráðherra landsins, Sebastian Kurz, og flokkur hans, Kristilegir demókratar (ÖVP), sem muni vinna sigur í kosningunum. Kurz þykir af mörgum þeim hæfileika gæddur að geta hrifið fjöldann með sér og hefur hann sótt fylgi til flokksins bæði frá vinstri og hægri. Honum hefur tekist að blása nýju lífi í flokkinn og þannig hefur grænblár litur verið áberandi í auglýsingum, sem í gegnum árin hefur haldið tryggð við sinn hefðbundna svarta lit. „Hann er vel máli farinn og vel til fara, draumatengdasonurinn,“ segir blaðakonan Anna Wallnes hjá Die Presse í samtali við NRK.Hefur framfylgt strangri stefnu í innflytjendamálum Jafnaðarmannaflokkur Christian Kern kanslara og Kristilegir demókratar, flokkur Kurz, hafa stýrt landinu saman síðustu ár. Kurz þykir hafa framfylgt strangri stefnu í málefnum innflytjenda frá því að hann tók við embætti utanríkisráðherra 2013, en sér í lagi eftir straumur flóttamanna til álfunnar stórjókst á haustdögum 2015. Innflytjendamálin hafa verið mest áberandi í kosningabaráttunni vegna þess mikla fjölda flóttafólks frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku sem hefur lagt leið sína til Austurríkis eftir að farið norður um Balkanskaga.Stöðugleiki og skynsemi Jafnaðarmenn og Kristilegir demókratar hafa oft starfað saman í ríkisstjórn í Austurríki á síðustu áratugum og hafa austurrísk stjórnmál jafnan einkennst af stöðugleika, stórum meirihlutastjórnum og að tryggja innra valdajafnvægi innan stjórnsýslunnar (Proporz-kerfið).Christian Kern, kanslari og leiðtogi Jafnaðarmanna, Sebastian Kurz, utanríkisráðherra og leiðtogi Kristilegra demókrata, og Heinz-Christian Strache, leiðtogi Frelsisflokksins.Vísir/AFPEftir seinna stríð var reynt að hafa stöðugleika og skynsemi að leiðarljósi við stjórn landsins. Yfirstandandi kosningabarátta hefur hins vegar reynst óvenjulega ljót þar sem vafasamar áróðurssíður hafa meðal annars verið nýttar til að koma á framfæri fölskum fréttum af pólitískum andstæðingum.Dirndl-stjórn í pípunum? Nýjustu skoðanakannanir benda til að stuðningur við Jafnaðarmannaflokk Kern hafi aukist nokkuð, eftir að hafa mælst þriðji stærsti flokkurinn um nokkurt skeið. Jafnaðarmenn og Frelsisflokkurinn mælast nú báðir með rúmlega fjórðungs fylgi og Kristilegir demókratar með um þrjátíu prósent. Einhverjir hafa nefnt þann möguleika að svokölluð Dirndl-samsteypustjórn muni taka við völdum að kosningum loknum, með vísun í litríkan þjóðbúning Austurríkismanna. Myndi sú stjórn felast í samstarfi Kristilegra demókrata, Græningja og hinn frjálslynda NEOS.
Austurríki Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira