Enski boltinn

Klopp: Áttum að fá víti

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Philippe Coutinho og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp.
Philippe Coutinho og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp. Vísir/Getty
Jurgen Klopp var ekki sáttur eftir jafntefli sinna manna í Liverpool gegn Newcastle í dag.

„Ég er vonsvikinn, pirraður, hvað sem þú vilt. Heimavöllur Newcastle er erfiður fyrir öll lið,“ sagði Þjóðverjinn Klopp eftir leikinn.

„Við skoruðum frábært mark og bjuggum til góð færi. Við skutum boltanum yfir jafnvel þegar markið var tómt. Við bjuggum til fimm eða sex framúrskarandi færi. Venjulega skorum við úr einu slíku.“

„Þeir fengu eitt færi og skoruðu. Manni finnst það ekki sanngjarnt. Við hefðum átt að fá víti, ég veit ekki hvað annað hann hefði þurft að gera [til þess að fá dæmt víti], klæða hann úr treyjunni?“

Liverpool hefur gert þrjú jafntefli í fyrstu sjö deildarleikjum tímabilsins.


Tengdar fréttir

Benitez segir erfitt fyrir Liverpool að keppa um titilinn

Newcastle United fær Liverpool í heimsókn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en núverandi stjóri Newcastle er Rafa Benitez sem gerði garðinn frægan hjá Liverpool fyrir nokkrum árum.

Liverpool náði ekki að stela sigrinum

Rafael Benitez fékk fyrrum lærisveina sína í Liverpool í heimsókn til Newcastle í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×