Enski boltinn

Lukaku á að mæta fyrir rétt í Bandaríkjunum í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lukaku í leik með Man. Utd.
Lukaku í leik með Man. Utd. vísir/getty
Í dag verður tekið fyrir mál í Los Angeles á hendur framherja Man. Utd, Romelu Lukaku.

Hann var handtekinn síðastliðið sumar fyrir að hafa verið með of mikil læti. Hann sinnti ekki aðvörunum lögreglu og var því að lokum handtekinn.

Þá var Lukaku að æfa, og augljóslega líka að skemmta sér, í Beverly Hills skömmu áður en hann var keyptur til Man. Utd.

Það er ekki vitað hvort hann ætli sér að mæta í dómssalinn í dag en það verður að teljast ólíklegt.

Þetta mál hefur ekki truflað framherjann mikið í vetur þar sem hann er búinn að skora 15 mörk í 12 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×