Enski boltinn

Lambert leggur skóna á hilluna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lambert fagnar í leik með Liverpool.
Lambert fagnar í leik með Liverpool. vísir/getty
Framherjinn harði Rickie Lambert hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna 35 ára að aldri.

Hann hefur verið án samnings síðan hann yfirgaf herbúðir Cardiff City í sumar.

Framherjinn var á hátindi ferilsins með Southampton frá 2009 til 2014 þar sem hann skoraði 106 mörk í 207 leikjum. Hann var í kjölfarið keyptur til Liverpool þar sem hann skoraði aðeins tvö mrök í 25 leikjum.

Lambert spilaði ellefu landsleiki fyrir England og skoraði þrjú mörk. Hann skoraði í sínum fyrsta landsleik gegn Skotum með sinni fyrstu snertingu í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×