Fótbolti

„Fyrsti bjórinn daginn eftir partí er ekki góður“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir íhugar að fá sér Aquarius, ekki bjór.
Heimir íhugar að fá sér Aquarius, ekki bjór. vísir/afp
Heimir Hallgrímsson fékk mikla athygli erlendra fjölmiðla á blaðamannafundi íslenska landsliðsins eftir leikinn í kvöld og var meðal annars spurður hvort hann hefði efast um að það væri hægt að endurtaka leikinn eftir ótrúlegt gengi Íslands á EM í Frakklandi 2016 og koma liðinu á HM.

Það tókst í kvöld er Ísland lagði Kósóvó að velli í lokaleik sínum í undankeppni HM 2018 og tryggði sér þar með farseðilinn til Rússlands.

„Fyrsti bjórinn daginn eftir gott partí er erfiður. Hann bragðast ekki jafn vel og fyrsti bjórinn í kvöld,“ sagði hann og uppskar hlátur í salnum.

„Þetta var massíft partí fyrir Ísland á EM í Frakklandi. Svo lentum við í mjög erfiðum riðli í þessari undankeppni, með fjórum liðum sem voru á EM og svo Finnlandi sem er mun betra en styrkleikalistinn sýndi.“

„En á öllum okkar fundum fyrsta árið eftir EM sögðum við ítrekað að velgengni væri ekki áfangastaður heldur stanslaust ferðalag í rétta átt.“

Heimir var einnig spurður hvort að Noregur, sem naut mikillar velgengni á tíunda áratug síðustu aldar en situr nú afar neðarlega á styrkleikalista FIFA, sé Íslandi víti til varnaðar.

„Noregur yfirgaf sitt einkenni og urðu of góðir fyrir það. Við verðum að gæta okkur á því. Við etum ekki verið betri en allir aðrir á öllum sviðum. Við þurfum að velja okkur það sem við erum góðir í.“

„Samfelldni er nauðsynleg fyrir Ísland. Við verðum aldrei eins og Spánn. En ef við getum sammælst um hver við erum og fyrir hvað við stöndum, þá er það lykillinn að okkar velgengni.“


Tengdar fréttir

Hörður Björgvin: Það var ekki beint slegist um miða á landsleiki

"Þetta er besta tilfinning í heimi. Að hafa þessa stuðningsmenn á bakvið sig og leikmennina. Þjálfarateymið hefur unnið sitt starf og allir sem tengjast þessu landsliði. Ég er mjög þakklátur að vera hluti af þessu,“ sagði hrærður Hörður Björgvin Magnússon í viðtali við Vísi að leik loknum í kvöld.

Alfreð: Þetta var klárlega sterkasti riðillinn

"Hún er ólýsanleg, EM var sætt en þetta er sætara og stærra. Það er erfitt að koma þessu í orð,“ sagði Alfreið Finnbogason framherji íslenska landsliðsins þegar hann var spurður hvernig tilfinningin hefði verið þegar flautað var af í leiknum gegn Kosóvó í kvöld.

Aron Einar: Orð fá þessu ekki lýst

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að orð fái þessu ekki lýst að liðið sé búið að tryggja sig inn á HM. Hann segir að fögnuðurinn hafi verið meiri nú en þegar liðið tryggði sig á EM.

Birkir: Kannski var fínt að fá skellinn

„Að komast í gegnum þennan riðil og komast beint á HM er ótrúlegt. Þetta eru þrjú heimsklassa lið sem við vinnum,“ sagði Birkir Bjarnason eftir að Ísland tryggði sér sæti á HM í Rússlandi á næsta ári.

Heimir: Hrikalega stoltur

Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar

Emil: Væri gaman að mæta Brasilíu

Emil Hallfreðsson viðurkennir að hann hafi ekki dreymt um að komast á HM þegar hann var að basla með íslenska landsliðinu fyrir ekki svo mörgum árum.

Hannes: Hélt þetta tækifæri kæmi ekki aftur

Hannes Þór Halldórsson var að vonum kátur eftir sigur Íslands á Kósóvó í kvöld. Hann hélt eftir tapið í umspilinu gegn Króatíu fyrir fjórum árum að Ísland fengi aldrei annað tækifæri til þess að komast á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×