Fótbolti

Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir fagna marki í kvöld.
Strákarnir fagna marki í kvöld. vísir/ernir

Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrra mark leiksins undir lok fyrri hálfleik, en staðan var 1-0 í hálfleik. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði svo í síðari hálfleik eftir undirbúning Gylfa.

Þetta er algjörlega magnaður árangur hjá strákunum sem eru því búnir að tryggja sig inn á tvö stórmót í röð; EM í Frakklandi 2016 og HM í Rússlandi 2018.

Twitter var auðvitað fjörugur vettvangur eftir leik enda eitt stærsta íþróttaafrek Íslands frá upphafi.

Hér að neðan má sjá það helsta af Twitter.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.