Fótbolti

Jón Daði: Íslenska landsliðið tapar ekki tveimur leikjum í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Daði skallar boltann í kvöld.
Jón Daði skallar boltann í kvöld. vísir/eyþór
„Tilfinningin er ólýsanleg. Við erum komin á HM, Ísland, litla þjóðin. Að klára þetta hérna á heimavelli, að sjá flugeldana í lokin er fullkomið handrit,“ sagði Jón Daði Böðvarsson alsæll eftir leik Íslands og Kósovó.

Íslendingar unnu 2-0 og tryggðu sér þar með sæti á HM í Rússlandi á næsta ári.

„Maður fór inn í þessa undankeppni með engar væntingar. Mann dreymdi um þetta og þetta er orðið að veruleika,“ sagði Jón Daði.

„Þetta var svakalega erfiður leikur og það var mikil spenna. Við erum mennskir og þú verður að beina spennunni á réttan stað. Við náðum því þótt við höfum oft spilað betri leiki. En það mikilvægasta var að við héldum skipulagi og náðum að skora tvö mörk.“

Ísland tapaði fyrir Finnlandi í 7. umferð undankeppninnar en vann næstu þrjá leiki með markatölunni 7-0.

„Það kemur sem betur fer nýr leikur. Við vorum mjög ósáttir með þann leik. En íslenska landsliðið tapar ekki tveimur leikjum í röð,“ sagði Jón Daði.

„Þetta er ótrúlegt lið og þessi þéttskipaði hópur er rosalega flottur.“


Tengdar fréttir

Setja upp svið á Ingólfstorgi

Búið er að setja upp svið á Ingólfstorgi í miðbæ Reykjavíkur en vegfarendur tóku eftir því strax í gær að byrjað var að setja upp sviðið.

Aron Einar: Orð fá þessu ekki lýst

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að orð fái þessu ekki lýst að liðið sé búið að tryggja sig inn á HM. Hann segir að fögnuðurinn hafi verið meiri nú en þegar liðið tryggði sig á EM.

Króatar fara í umspil

Króatar unnu Úkraínumenn 0-2 á útivelli og tryggja sér annað sæti riðilsins

Heimir: Hrikalega stoltur

Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×