Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld 9. október 2017 21:08 Gylfi Þór Sigurðsson á ferðinni í kvöld. Vísir/Eyþór Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson skoruðu mörk íslenska liðsins í sitthvorum hálfleiknum en íslenska liðið spilaði yfirvegað og af mikilli skynsemi í kvöld. Íslenska liðið átti mjög góðan leik, í heild sinni, en Gylfi Þór Sigurðsson var valinn maður leiksins af Vísi. Gylfi skoraði fyrra markið og lagði síðan upp það síðara fyrir Jóhann Berg sem var líka frábær í kvöld. Einkunnir má lesa hér að neðan sem og umsögn um hvern og einn.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 7 Þurfti lítið að verja annan leikinn í röð enda varnarleikur liðsins búinn að vera frábær. Mjög traustur í teignum og lenti í engum vandræðum á rennblautum vellinum. Sparkaði vel.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Varðist vel en hefði mátt vera beittari fram á við.Kári Árnason, miðvörður 8 Öflugur í loftinu að vanda og gekk frá turninum í framlínu Kósóvó manna eins og honum einum er lagið. Skilaði boltanum vel frá sér.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Samstarf hans og Kára frábært að vanda. Nokkur lykilstopp í teignum þegar gestirnir ógnuðu eitthvað.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 7 Var mjög fastur fyrir og lét gestina finna til tevatnsins. Fyrirgjafirnar ekkert sérstakar en tæklaði vel og varðist vel.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 9 Frábær leikur hjá Jóa Berg sem spilaði sinn besta leik frá því í Bern. Var virkilega sókndjarfur, lék á menn hægri vinstri og skoraði gott mark.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Fyrirliðinn afskaplega traustur og yfirvegaður inn á miðjunni að vanda. Átti sérstaklega góðan dag þegar kom að sendingum, sérstaklega lengri sendingum fram völlinn sem komu sóknum af stað.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 Besti fótboltamaðurinn á vellinum sýndi gæði sín enn og aftur. Skoraði mikilvæga markið sem braut ísinn og “bossaði” svo miðjuna með stæl. Magnaður leikmaður.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 8 Tók frábærlega við bolta inn á miðjunni og lenti eiginlega aldrei í vandræðum. Góður að finna menn í hlaup á kantinum og vinnur mikið af boltum til baka.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Átti misjafnan leik í kvöld en var duglegur að vanda. Hefði mátt gera meira framr á við.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Mjög vinnusamur en kom ekki alveg jafnmikið út úr því og í Tyrklandi. Var skipt út af snemma í seinni hálfleik.Varamenn:Alfreð Finnbogason - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 61. mínútu) 7 Hélt bolta vel og tengdi vel við Gylfa frammi þar sem plássi var orðið aðeins meira. Sinnti varnarvinnu vel.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson á 79. mínútu) - Spilaði ekki nóg HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson skoruðu mörk íslenska liðsins í sitthvorum hálfleiknum en íslenska liðið spilaði yfirvegað og af mikilli skynsemi í kvöld. Íslenska liðið átti mjög góðan leik, í heild sinni, en Gylfi Þór Sigurðsson var valinn maður leiksins af Vísi. Gylfi skoraði fyrra markið og lagði síðan upp það síðara fyrir Jóhann Berg sem var líka frábær í kvöld. Einkunnir má lesa hér að neðan sem og umsögn um hvern og einn.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 7 Þurfti lítið að verja annan leikinn í röð enda varnarleikur liðsins búinn að vera frábær. Mjög traustur í teignum og lenti í engum vandræðum á rennblautum vellinum. Sparkaði vel.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Varðist vel en hefði mátt vera beittari fram á við.Kári Árnason, miðvörður 8 Öflugur í loftinu að vanda og gekk frá turninum í framlínu Kósóvó manna eins og honum einum er lagið. Skilaði boltanum vel frá sér.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Samstarf hans og Kára frábært að vanda. Nokkur lykilstopp í teignum þegar gestirnir ógnuðu eitthvað.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 7 Var mjög fastur fyrir og lét gestina finna til tevatnsins. Fyrirgjafirnar ekkert sérstakar en tæklaði vel og varðist vel.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 9 Frábær leikur hjá Jóa Berg sem spilaði sinn besta leik frá því í Bern. Var virkilega sókndjarfur, lék á menn hægri vinstri og skoraði gott mark.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Fyrirliðinn afskaplega traustur og yfirvegaður inn á miðjunni að vanda. Átti sérstaklega góðan dag þegar kom að sendingum, sérstaklega lengri sendingum fram völlinn sem komu sóknum af stað.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 Besti fótboltamaðurinn á vellinum sýndi gæði sín enn og aftur. Skoraði mikilvæga markið sem braut ísinn og “bossaði” svo miðjuna með stæl. Magnaður leikmaður.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 8 Tók frábærlega við bolta inn á miðjunni og lenti eiginlega aldrei í vandræðum. Góður að finna menn í hlaup á kantinum og vinnur mikið af boltum til baka.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Átti misjafnan leik í kvöld en var duglegur að vanda. Hefði mátt gera meira framr á við.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Mjög vinnusamur en kom ekki alveg jafnmikið út úr því og í Tyrklandi. Var skipt út af snemma í seinni hálfleik.Varamenn:Alfreð Finnbogason - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 61. mínútu) 7 Hélt bolta vel og tengdi vel við Gylfa frammi þar sem plássi var orðið aðeins meira. Sinnti varnarvinnu vel.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson á 79. mínútu) - Spilaði ekki nóg
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira