Ejub sjálfur veit ekki hvort hann verði með liði áfram Árni Jóhannsson skrifar 30. september 2017 17:39 Ejub og félagar leika í Inkasso deildinni að ári vísir/stefán Þjálfari Víkings frá Ólafsvík var að vonum niðurlútur þegar blaðamaður Vísis náði á hann eftir leikinn á móti ÍA fyrr í dag. Hann reyndi samt að tína til jákvæða hluti þrátt fyrir að hans menn væru fallnir úr Pepsi deildinni. „Ég veit ekki hvort þetta sé sanngjörn niðurstaða úr leiknum, mér fannst við alveg geta sett eitt mark í seinni hálfleik. Það er samt erfitt að tala um þetta akkúrat núna“. „Þetta er kannski ekki eins sárt að vita til þess að ÍBV hafi unnið sinn leik sannfærandi, fyrst við náðum ekki að klára okkar leik. Ég er samt áður ánægður með mitt lið, frammistöðuna, viljann og baráttu og allt saman. Eins og ég segi mér fannst við gera nóg til að skora eitt margt. Það er kannski ekki margt meira að segja um það“. Hann var því næst beðinn um að tína til jákvæðu hlutina úr vonbrigða tímabili. „Það er hellingur sem er jákvætt hægt að taka frá tímabilinu. Fyrir mót var spurt að því hvort við værum með keppnishæft lið. Vandamálin voru bara í lok tímabils. Við erum með fullt af meiðslum hjá okkur, þannig að við erum líklega 30% lakari en við erum samt alltaf að skríða í átt að markmiðum okkar. Viljinn var góður í hópnum og stemmningin líka. Vonbrigðin voru að falla en það eru engin vonbrigði með liðið sjálft, leikmenn gerðu eins og þeir gátu og við erum að falla um leið og við setjum stigamet fyrir Víking Ólafsvík í úrvalsdeildinni. Þannig að það er mikið jákvætt hægt að taka frá tímabilinu“. Ejub var að lokum spurður út í framhaldið hjá honum en það er ekki ljóst hvort hann verði áfram með liðið. Hann var spurður að því hvað verður um Ejub? „Ejub sjálfur veit ekki hvort hann verði áfram með liðið, þannig að það er kannski erfitt að svara öðrum. Ég ætla að fara í frí með fjölskyldunni og hlusta á hvað fjölskyldan segir um þessi mál og hlusta á þau.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Víkingur Ó 0-0 │Vesturlandið féll Víkingur Ólafsvík náði ekki að halda sér á lífi í Pepsi deildinni í lokaleiknum á Skipaskaga þar sem þeir þurftu sigur og að treysta á að ÍBV misstígi sig í Eyjum. 30. september 2017 17:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Þjálfari Víkings frá Ólafsvík var að vonum niðurlútur þegar blaðamaður Vísis náði á hann eftir leikinn á móti ÍA fyrr í dag. Hann reyndi samt að tína til jákvæða hluti þrátt fyrir að hans menn væru fallnir úr Pepsi deildinni. „Ég veit ekki hvort þetta sé sanngjörn niðurstaða úr leiknum, mér fannst við alveg geta sett eitt mark í seinni hálfleik. Það er samt erfitt að tala um þetta akkúrat núna“. „Þetta er kannski ekki eins sárt að vita til þess að ÍBV hafi unnið sinn leik sannfærandi, fyrst við náðum ekki að klára okkar leik. Ég er samt áður ánægður með mitt lið, frammistöðuna, viljann og baráttu og allt saman. Eins og ég segi mér fannst við gera nóg til að skora eitt margt. Það er kannski ekki margt meira að segja um það“. Hann var því næst beðinn um að tína til jákvæðu hlutina úr vonbrigða tímabili. „Það er hellingur sem er jákvætt hægt að taka frá tímabilinu. Fyrir mót var spurt að því hvort við værum með keppnishæft lið. Vandamálin voru bara í lok tímabils. Við erum með fullt af meiðslum hjá okkur, þannig að við erum líklega 30% lakari en við erum samt alltaf að skríða í átt að markmiðum okkar. Viljinn var góður í hópnum og stemmningin líka. Vonbrigðin voru að falla en það eru engin vonbrigði með liðið sjálft, leikmenn gerðu eins og þeir gátu og við erum að falla um leið og við setjum stigamet fyrir Víking Ólafsvík í úrvalsdeildinni. Þannig að það er mikið jákvætt hægt að taka frá tímabilinu“. Ejub var að lokum spurður út í framhaldið hjá honum en það er ekki ljóst hvort hann verði áfram með liðið. Hann var spurður að því hvað verður um Ejub? „Ejub sjálfur veit ekki hvort hann verði áfram með liðið, þannig að það er kannski erfitt að svara öðrum. Ég ætla að fara í frí með fjölskyldunni og hlusta á hvað fjölskyldan segir um þessi mál og hlusta á þau.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Víkingur Ó 0-0 │Vesturlandið féll Víkingur Ólafsvík náði ekki að halda sér á lífi í Pepsi deildinni í lokaleiknum á Skipaskaga þar sem þeir þurftu sigur og að treysta á að ÍBV misstígi sig í Eyjum. 30. september 2017 17:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Víkingur Ó 0-0 │Vesturlandið féll Víkingur Ólafsvík náði ekki að halda sér á lífi í Pepsi deildinni í lokaleiknum á Skipaskaga þar sem þeir þurftu sigur og að treysta á að ÍBV misstígi sig í Eyjum. 30. september 2017 17:30