Heilbrigðiskerfi Púertó Ríkó í lamasessi eftir Maríu Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2017 14:36 Íbúar í San Juan og víða hafa þurft að bíða í röð í margar klukkustundir eftir að fá eldsneyti. Vísir/EPA Sjúkrahús á Púertó Ríkó eru á kafi í vatni og þurfa að reiða sig á olíuvararafstöðvar til að halda lífi í sjúklingunum sem eru verst haldnir þar eftir að fellibylurinn María gekk yfir eyjuna í síðustu viku. Suma sjúklinga hefur þurft að flytja til Bandaríkjanna vegna þess að læknar hafa ekki geta sinnt þeim sem skyldi við þær aðstæður sem uppi eru á Púertó Ríkó, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Mannúðarástand er í uppsiglingu á eyjunni en María olli gríðarlegri eyðileggingu á eyríkinu sem heyrir undir Bandaríkin. Matvæli og eldsneyti eru af skornum skammti og raforkukerfið liggur niðri, hugsanlega í einhverja mánuði áfram. Þá er farsíma- og internetsamband nánast horfið. Útvarpið er nú orðið aðalupplýsingaveita 3,4 milljóna íbúa Púertó Ríkó. Margra klukkustunda langar raðir hafa myndast við bensínstöðvar. Washington Post segir að það muni taka vikur og mánuði en ekki daga að koma rafmagni og annarri nauðsynlegri þjónustu aftur í gagnið.Neyðargögnum dreift af trukki. Skemmdir á innviðum Púertó Ríkó hafa torveldað flutning á þeim.Vísir/EPAGeta ekki tekið við þungt höldnum sjúklingumÁstandið á sumum sjúkrahúsum er svart. Varaaflstöðvar hafa brugðist sums staðar en annars staðar eru þær keyrðar á síðustu olíudropunum. Vopnaðir verðir hafa fylgt sendingum af olíu til að verja þær fyrir ræningjum. „Annað sjúkrahús vill flytja tvo sjúklinga í alvarlegu ástandi hingað vegna þess að það er rafmagnslaust. Við getum ekki tekið við þeim. Við erum með sama vandamál,“ segir Iván González Cancel, hjarta- og æðaskurðlæknir við Hjarta- og æðasjúkdómamiðstöð landsins við Reuters. Erfitt hefur reynst að koma neyðargögnum til Púertó Ríkó og yfirráðasvæðis Bandaríkjanna á Jómfrúareyjum. Hafnir og flugvellir þar urðu fyrir verulegum skemmdum í fellibylnum sem var sá öflugasti þar í fleiri áratugi. Þúsundir íbúðarhúsa urðu fyrir skemmdum í hamförunum og grænir skógar eyjunnar hafa verið jafnaðir við jörðu. Sum þorp í fjalllendum innsveitum eru nánast einangruð frá umheiminum vegna skemmda á samgöngu- og fjarskiptakerfunum. „Ég átti fallegt þorp. Í dag á ég eyðimörk,“ hefur Washington Post eftir Alfredo Alejandro, bæjarstjóra í bænum Juncos í miðjum austurhluta eyjunnar. Tengdar fréttir Rafmagnslaust næstu mánuði Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuði 21. september 2017 07:49 Tugþúsundir í hættu vegna stíflu sem er að bresta Um 70 þúsund íbúar á Púertó Ríkó er í hættu vegna stíflu sem er við það að bresta eftir að fellibylurinn María gekk þar á land í vikunni. 22. september 2017 23:18 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Sjúkrahús á Púertó Ríkó eru á kafi í vatni og þurfa að reiða sig á olíuvararafstöðvar til að halda lífi í sjúklingunum sem eru verst haldnir þar eftir að fellibylurinn María gekk yfir eyjuna í síðustu viku. Suma sjúklinga hefur þurft að flytja til Bandaríkjanna vegna þess að læknar hafa ekki geta sinnt þeim sem skyldi við þær aðstæður sem uppi eru á Púertó Ríkó, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Mannúðarástand er í uppsiglingu á eyjunni en María olli gríðarlegri eyðileggingu á eyríkinu sem heyrir undir Bandaríkin. Matvæli og eldsneyti eru af skornum skammti og raforkukerfið liggur niðri, hugsanlega í einhverja mánuði áfram. Þá er farsíma- og internetsamband nánast horfið. Útvarpið er nú orðið aðalupplýsingaveita 3,4 milljóna íbúa Púertó Ríkó. Margra klukkustunda langar raðir hafa myndast við bensínstöðvar. Washington Post segir að það muni taka vikur og mánuði en ekki daga að koma rafmagni og annarri nauðsynlegri þjónustu aftur í gagnið.Neyðargögnum dreift af trukki. Skemmdir á innviðum Púertó Ríkó hafa torveldað flutning á þeim.Vísir/EPAGeta ekki tekið við þungt höldnum sjúklingumÁstandið á sumum sjúkrahúsum er svart. Varaaflstöðvar hafa brugðist sums staðar en annars staðar eru þær keyrðar á síðustu olíudropunum. Vopnaðir verðir hafa fylgt sendingum af olíu til að verja þær fyrir ræningjum. „Annað sjúkrahús vill flytja tvo sjúklinga í alvarlegu ástandi hingað vegna þess að það er rafmagnslaust. Við getum ekki tekið við þeim. Við erum með sama vandamál,“ segir Iván González Cancel, hjarta- og æðaskurðlæknir við Hjarta- og æðasjúkdómamiðstöð landsins við Reuters. Erfitt hefur reynst að koma neyðargögnum til Púertó Ríkó og yfirráðasvæðis Bandaríkjanna á Jómfrúareyjum. Hafnir og flugvellir þar urðu fyrir verulegum skemmdum í fellibylnum sem var sá öflugasti þar í fleiri áratugi. Þúsundir íbúðarhúsa urðu fyrir skemmdum í hamförunum og grænir skógar eyjunnar hafa verið jafnaðir við jörðu. Sum þorp í fjalllendum innsveitum eru nánast einangruð frá umheiminum vegna skemmda á samgöngu- og fjarskiptakerfunum. „Ég átti fallegt þorp. Í dag á ég eyðimörk,“ hefur Washington Post eftir Alfredo Alejandro, bæjarstjóra í bænum Juncos í miðjum austurhluta eyjunnar.
Tengdar fréttir Rafmagnslaust næstu mánuði Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuði 21. september 2017 07:49 Tugþúsundir í hættu vegna stíflu sem er að bresta Um 70 þúsund íbúar á Púertó Ríkó er í hættu vegna stíflu sem er við það að bresta eftir að fellibylurinn María gekk þar á land í vikunni. 22. september 2017 23:18 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Rafmagnslaust næstu mánuði Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuði 21. september 2017 07:49
Tugþúsundir í hættu vegna stíflu sem er að bresta Um 70 þúsund íbúar á Púertó Ríkó er í hættu vegna stíflu sem er við það að bresta eftir að fellibylurinn María gekk þar á land í vikunni. 22. september 2017 23:18