Heilbrigðiskerfi Púertó Ríkó í lamasessi eftir Maríu Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2017 14:36 Íbúar í San Juan og víða hafa þurft að bíða í röð í margar klukkustundir eftir að fá eldsneyti. Vísir/EPA Sjúkrahús á Púertó Ríkó eru á kafi í vatni og þurfa að reiða sig á olíuvararafstöðvar til að halda lífi í sjúklingunum sem eru verst haldnir þar eftir að fellibylurinn María gekk yfir eyjuna í síðustu viku. Suma sjúklinga hefur þurft að flytja til Bandaríkjanna vegna þess að læknar hafa ekki geta sinnt þeim sem skyldi við þær aðstæður sem uppi eru á Púertó Ríkó, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Mannúðarástand er í uppsiglingu á eyjunni en María olli gríðarlegri eyðileggingu á eyríkinu sem heyrir undir Bandaríkin. Matvæli og eldsneyti eru af skornum skammti og raforkukerfið liggur niðri, hugsanlega í einhverja mánuði áfram. Þá er farsíma- og internetsamband nánast horfið. Útvarpið er nú orðið aðalupplýsingaveita 3,4 milljóna íbúa Púertó Ríkó. Margra klukkustunda langar raðir hafa myndast við bensínstöðvar. Washington Post segir að það muni taka vikur og mánuði en ekki daga að koma rafmagni og annarri nauðsynlegri þjónustu aftur í gagnið.Neyðargögnum dreift af trukki. Skemmdir á innviðum Púertó Ríkó hafa torveldað flutning á þeim.Vísir/EPAGeta ekki tekið við þungt höldnum sjúklingumÁstandið á sumum sjúkrahúsum er svart. Varaaflstöðvar hafa brugðist sums staðar en annars staðar eru þær keyrðar á síðustu olíudropunum. Vopnaðir verðir hafa fylgt sendingum af olíu til að verja þær fyrir ræningjum. „Annað sjúkrahús vill flytja tvo sjúklinga í alvarlegu ástandi hingað vegna þess að það er rafmagnslaust. Við getum ekki tekið við þeim. Við erum með sama vandamál,“ segir Iván González Cancel, hjarta- og æðaskurðlæknir við Hjarta- og æðasjúkdómamiðstöð landsins við Reuters. Erfitt hefur reynst að koma neyðargögnum til Púertó Ríkó og yfirráðasvæðis Bandaríkjanna á Jómfrúareyjum. Hafnir og flugvellir þar urðu fyrir verulegum skemmdum í fellibylnum sem var sá öflugasti þar í fleiri áratugi. Þúsundir íbúðarhúsa urðu fyrir skemmdum í hamförunum og grænir skógar eyjunnar hafa verið jafnaðir við jörðu. Sum þorp í fjalllendum innsveitum eru nánast einangruð frá umheiminum vegna skemmda á samgöngu- og fjarskiptakerfunum. „Ég átti fallegt þorp. Í dag á ég eyðimörk,“ hefur Washington Post eftir Alfredo Alejandro, bæjarstjóra í bænum Juncos í miðjum austurhluta eyjunnar. Tengdar fréttir Rafmagnslaust næstu mánuði Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuði 21. september 2017 07:49 Tugþúsundir í hættu vegna stíflu sem er að bresta Um 70 þúsund íbúar á Púertó Ríkó er í hættu vegna stíflu sem er við það að bresta eftir að fellibylurinn María gekk þar á land í vikunni. 22. september 2017 23:18 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira
Sjúkrahús á Púertó Ríkó eru á kafi í vatni og þurfa að reiða sig á olíuvararafstöðvar til að halda lífi í sjúklingunum sem eru verst haldnir þar eftir að fellibylurinn María gekk yfir eyjuna í síðustu viku. Suma sjúklinga hefur þurft að flytja til Bandaríkjanna vegna þess að læknar hafa ekki geta sinnt þeim sem skyldi við þær aðstæður sem uppi eru á Púertó Ríkó, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Mannúðarástand er í uppsiglingu á eyjunni en María olli gríðarlegri eyðileggingu á eyríkinu sem heyrir undir Bandaríkin. Matvæli og eldsneyti eru af skornum skammti og raforkukerfið liggur niðri, hugsanlega í einhverja mánuði áfram. Þá er farsíma- og internetsamband nánast horfið. Útvarpið er nú orðið aðalupplýsingaveita 3,4 milljóna íbúa Púertó Ríkó. Margra klukkustunda langar raðir hafa myndast við bensínstöðvar. Washington Post segir að það muni taka vikur og mánuði en ekki daga að koma rafmagni og annarri nauðsynlegri þjónustu aftur í gagnið.Neyðargögnum dreift af trukki. Skemmdir á innviðum Púertó Ríkó hafa torveldað flutning á þeim.Vísir/EPAGeta ekki tekið við þungt höldnum sjúklingumÁstandið á sumum sjúkrahúsum er svart. Varaaflstöðvar hafa brugðist sums staðar en annars staðar eru þær keyrðar á síðustu olíudropunum. Vopnaðir verðir hafa fylgt sendingum af olíu til að verja þær fyrir ræningjum. „Annað sjúkrahús vill flytja tvo sjúklinga í alvarlegu ástandi hingað vegna þess að það er rafmagnslaust. Við getum ekki tekið við þeim. Við erum með sama vandamál,“ segir Iván González Cancel, hjarta- og æðaskurðlæknir við Hjarta- og æðasjúkdómamiðstöð landsins við Reuters. Erfitt hefur reynst að koma neyðargögnum til Púertó Ríkó og yfirráðasvæðis Bandaríkjanna á Jómfrúareyjum. Hafnir og flugvellir þar urðu fyrir verulegum skemmdum í fellibylnum sem var sá öflugasti þar í fleiri áratugi. Þúsundir íbúðarhúsa urðu fyrir skemmdum í hamförunum og grænir skógar eyjunnar hafa verið jafnaðir við jörðu. Sum þorp í fjalllendum innsveitum eru nánast einangruð frá umheiminum vegna skemmda á samgöngu- og fjarskiptakerfunum. „Ég átti fallegt þorp. Í dag á ég eyðimörk,“ hefur Washington Post eftir Alfredo Alejandro, bæjarstjóra í bænum Juncos í miðjum austurhluta eyjunnar.
Tengdar fréttir Rafmagnslaust næstu mánuði Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuði 21. september 2017 07:49 Tugþúsundir í hættu vegna stíflu sem er að bresta Um 70 þúsund íbúar á Púertó Ríkó er í hættu vegna stíflu sem er við það að bresta eftir að fellibylurinn María gekk þar á land í vikunni. 22. september 2017 23:18 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira
Rafmagnslaust næstu mánuði Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuði 21. september 2017 07:49
Tugþúsundir í hættu vegna stíflu sem er að bresta Um 70 þúsund íbúar á Púertó Ríkó er í hættu vegna stíflu sem er við það að bresta eftir að fellibylurinn María gekk þar á land í vikunni. 22. september 2017 23:18