Man Utd tyllti sér á toppinn með fjögurra marka sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Óstöðvandi?
Óstöðvandi? Vísir/Getty
Manchester United urðu ekki á nein mistök þegar þeir fengu botnlið Crystal Palace í heimsókn á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn var aðeins þriggja mínútna gamall þegar Juan Mata opnaði markareikninginn en hann skoraði eftir frábæran undirbúning Marcus Rashford.

Því næst var komið að belgíska miðjumanninum Marouane Fellaini en hann skoraði næstu tvö mörk Manchester United áður en landi hans, Romelu Lukaku, gulltryggði sigurinn eftir undirbúning Anthony Martial.

Stoke City vann 2-1 sigur á Southampton í endurkomu Virgil Van Dijk en þar var Peter Crouch hetjan þar sem hann skoraði sigurmarkið á 85.mínútu eftir að hafa komið inn af bekknum.

Tony Pulis og lærisveinar hans í WBA fóru illa að ráði sínu og gerðu 2-2 jafntefli við Watford eftir að hafa komist tveim mörkum yfir í fyrri hálfleik. Jöfnunmark Watford kom í uppbótartíma.

Þá vann West Ham dramatískan 1-0 sigur þar sem Diafra Sakho tryggði sigurinn í uppbótartíma á meðan Bournemouth og Leicester gerðu markalaust jafntefli.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira