Enski boltinn

Coutinho getur enn farið til Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Coutinho í leik með Liverpool.
Coutinho í leik með Liverpool. vísir/getty
Hélduð þið að umræðunni um Philippe Coutinho væri lokið? Svo er nú aldeilis ekki.

Þó svo leikmannamarkaðurinn á Englandi hafi lokast í gærkvöldi þá er hann enn opinn á Spáni. Í dag er nefnilega síðasti dagur leikmannamarkaðarins á Spáni og Barcelona hefur fram á kvöld til þess að kaupa nýja leikmenn.

Það má því allt eins búast við að félagið geri eina atlögu enn að Coutinho sem er sagður vera efstur á óskalista félagsins. Angel di Maria er einnig kominn á radarinn hjá Börsungum.

Barcelona er sagt vera tilbúið með nýtt tilboð í Coutinho ef Liverpool gefur færi á frekari viðræðum. Það færi kom samt ekki í gær og útlit fyrir að Liverpool ætli að standa fast í fæturnar í þessu máli.

Diego Costa gæti að sama skapi fengið draum sinn um að fara til Atletico Madrid uppfylltan í dag. Forráðamenn Chelsea og Atletico ætla víst að fá sér kaffibolla saman í dag.


Tengdar fréttir

Svona var gluggadagurinn

Félagaskiptaglugginn á Englandi og víðar í Evrópu lokaði í dag. Að venju var mikið um að vera á hinum svokallaða gluggadegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×