Svona var gluggadagurinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. september 2017 00:00 Kylian Mbappé er kominn til PSG. Vísir/Getty Félagaskiptaglugginn á Englandi og víðar í Evrópu lokaði í dag. Að venju var mikið um að vera á hinum svokallaða gluggadegi. Paris Saint-Germain fékk franska ungstirnið Kylian Mbappé á láni frá Monaco út tímabilið. Að því loknu á PSG möguleika á að kaupa hann á rúmlega 160 milljónir punda. Annað franskt ungstirni, Thomas Lemar, var sterklega orðaður við bæði Arsenal og Liverpool en hélt kyrru fyrir hjá Monaco. Ekkert varð af því að Alexis Sánchez yfirgæfi Arsenal og Philippe Coutinho er ennþá leikmaður Liverpool. Bítlaborgarfélagið keypti Alex Oxlade-Chamberlain frá Arsenal en tókst ekki að landa Virgil van Dijk frá Southampton. Þá lánaði Liverpool Divock Origi til Wolfsburg. Everton og Chelsea voru búin að komast að samkomulagi um kaup á Ross Barkley. Hann hætti hins vegar við að fara til Chelsea í miðri læknisskoðun. Ótrúlegt mál. Chelsea fékk hins vegar ítalska varnarmanninn Davide Zappacosta frá Torino. Swansea missti sinn markahæsta leikmann frá því á síðasta tímabili, Fernando Llorente, til Tottenham sem keypti einnig Serge Aurier frá PSG. Í staðinn fékk Swansea Wilfried Bony aftur til sín og fékk Portúgalann unga og efnilega, Renato Sanches, á láni frá Bayern München. Vísir fylgdist vel með gangi mála í dag en beina textalýsingu frá gluggadeginum má lesa hér að neðan.Helstu félagaskipti dagsins:Kylian Mbappe frá Monaco til PSG (Lánssamningur) Alex Oxlade-Chamberlain frá Arsenal til Liverpool (35 milljónir punda)Serge Aurier frá PSG til Tottenham (23 milljónir punda)Renato Sanches frá Bayern til Swansea (Lánssamningur)Wilfried Bony frá Man City til Swansea (11,7 milljónir punda)Fernando Llorente frá Swansea til Tottenham (11,7 milljónir punda)Davide Zappacosta frá Torino til Chelsea (23 milljónir punda)
Félagaskiptaglugginn á Englandi og víðar í Evrópu lokaði í dag. Að venju var mikið um að vera á hinum svokallaða gluggadegi. Paris Saint-Germain fékk franska ungstirnið Kylian Mbappé á láni frá Monaco út tímabilið. Að því loknu á PSG möguleika á að kaupa hann á rúmlega 160 milljónir punda. Annað franskt ungstirni, Thomas Lemar, var sterklega orðaður við bæði Arsenal og Liverpool en hélt kyrru fyrir hjá Monaco. Ekkert varð af því að Alexis Sánchez yfirgæfi Arsenal og Philippe Coutinho er ennþá leikmaður Liverpool. Bítlaborgarfélagið keypti Alex Oxlade-Chamberlain frá Arsenal en tókst ekki að landa Virgil van Dijk frá Southampton. Þá lánaði Liverpool Divock Origi til Wolfsburg. Everton og Chelsea voru búin að komast að samkomulagi um kaup á Ross Barkley. Hann hætti hins vegar við að fara til Chelsea í miðri læknisskoðun. Ótrúlegt mál. Chelsea fékk hins vegar ítalska varnarmanninn Davide Zappacosta frá Torino. Swansea missti sinn markahæsta leikmann frá því á síðasta tímabili, Fernando Llorente, til Tottenham sem keypti einnig Serge Aurier frá PSG. Í staðinn fékk Swansea Wilfried Bony aftur til sín og fékk Portúgalann unga og efnilega, Renato Sanches, á láni frá Bayern München. Vísir fylgdist vel með gangi mála í dag en beina textalýsingu frá gluggadeginum má lesa hér að neðan.Helstu félagaskipti dagsins:Kylian Mbappe frá Monaco til PSG (Lánssamningur) Alex Oxlade-Chamberlain frá Arsenal til Liverpool (35 milljónir punda)Serge Aurier frá PSG til Tottenham (23 milljónir punda)Renato Sanches frá Bayern til Swansea (Lánssamningur)Wilfried Bony frá Man City til Swansea (11,7 milljónir punda)Fernando Llorente frá Swansea til Tottenham (11,7 milljónir punda)Davide Zappacosta frá Torino til Chelsea (23 milljónir punda)
Enski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjá meira