Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Bjarki Ármannsson skrifar 3. september 2017 09:43 Ríkisstjórn Donald Trump hefur ekki sýnt málefnum geimferðastofnunarinnar mikla athygli til þessa. Vísir/EPA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður næsti forstjóri NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar. Frá þessu var greint á föstudag. Rúmir sjö mánuðir eru liðnir frá því að síðasti forstjóri NASA, Charles Bolden, lét af störfum og hefur stofnunin aldrei verið jafnlengi án forstjóra. Bridenstine er þingmaður Oklahoma-ríkis, þar sem ekki fer alla jafna mikið fyrir starfsemi NASA. Hann lærði hagfræði og sálfræði í háskóla, ekki raungreinar, og lét ummæli falla á Bandaríkjaþingi árið 2013 sem bentu til þess að hann trúi ekki að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. Skemmst er að minnast þess að annar efasemdamaður um loftslagsbreytingar, Scott Pruitt, var í febrúar gerður að forseta Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna.Trump named a politician who has denied climate change science and who has no scientific credentials...to run NASA.https://t.co/mQ4AuQZlnd— Brian Klaas (@brianklaas) September 2, 2017 Ráðning hans hefur sætt gagnrýni af þessum ástæðum. Þá efast aðrir um ágæti þess að ráða þingmann sem forstjóra NASA en Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn í sögu stofnunarinnar sem gegnir embættinu. Bridenstine, sem er Repúblikani og stuðningsmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur þó óneitanlega áhuga á himinhvolfunum og ferðum þangað. Hann var forstjóri flug- og geimferðasafns í Oklahoma í tvö ár og hefur ítrekað tjáð sig um málefni NASA opinberlega. Fyrst og fremst hefur Bridenstine mælt fyrir því að nýta betur starfskrafta einkarekinna fyrirtækja á borð við SpaceX og Blue Origin við geimferðir og rannsóknir. Samþykki öldungadeild þingsins skipun hans í embætti er þó ekki víst að miklar áherslubreytingar verði, þar sem ríkisstjórn Trump hefur til þessa ekki sýnt málaflokknum mikla athygli. Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Loftslagsskýrslu lekið af ótta við að hún verði þögguð niður Bandarískir vísindamenn óttast að ríkisstjórn Donalds Trump muni sitja á vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga. New York Times hefur birt drög að skýrslunni. 8. ágúst 2017 08:47 Þingmaður spurði NASA út í siðmenningu á Mars fyrir þúsundum ára Aðstæður á Mars voru líklega mun skaplegri fyrir milljörðum ára og telja vísindamenn mögulegt að frumstætt líf gæti hafa kviknað þá. Bandarískur þingmaður vildi hins vegar vita hvort siðmenning geimvera hafi verið á rauðu reikistjörnunni fyrir þúsundum ára þegar fulltrúar NASA komu fyrir þingnefnd. 19. júlí 2017 14:49 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Sjá meira
Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður næsti forstjóri NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar. Frá þessu var greint á föstudag. Rúmir sjö mánuðir eru liðnir frá því að síðasti forstjóri NASA, Charles Bolden, lét af störfum og hefur stofnunin aldrei verið jafnlengi án forstjóra. Bridenstine er þingmaður Oklahoma-ríkis, þar sem ekki fer alla jafna mikið fyrir starfsemi NASA. Hann lærði hagfræði og sálfræði í háskóla, ekki raungreinar, og lét ummæli falla á Bandaríkjaþingi árið 2013 sem bentu til þess að hann trúi ekki að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. Skemmst er að minnast þess að annar efasemdamaður um loftslagsbreytingar, Scott Pruitt, var í febrúar gerður að forseta Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna.Trump named a politician who has denied climate change science and who has no scientific credentials...to run NASA.https://t.co/mQ4AuQZlnd— Brian Klaas (@brianklaas) September 2, 2017 Ráðning hans hefur sætt gagnrýni af þessum ástæðum. Þá efast aðrir um ágæti þess að ráða þingmann sem forstjóra NASA en Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn í sögu stofnunarinnar sem gegnir embættinu. Bridenstine, sem er Repúblikani og stuðningsmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur þó óneitanlega áhuga á himinhvolfunum og ferðum þangað. Hann var forstjóri flug- og geimferðasafns í Oklahoma í tvö ár og hefur ítrekað tjáð sig um málefni NASA opinberlega. Fyrst og fremst hefur Bridenstine mælt fyrir því að nýta betur starfskrafta einkarekinna fyrirtækja á borð við SpaceX og Blue Origin við geimferðir og rannsóknir. Samþykki öldungadeild þingsins skipun hans í embætti er þó ekki víst að miklar áherslubreytingar verði, þar sem ríkisstjórn Trump hefur til þessa ekki sýnt málaflokknum mikla athygli.
Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Loftslagsskýrslu lekið af ótta við að hún verði þögguð niður Bandarískir vísindamenn óttast að ríkisstjórn Donalds Trump muni sitja á vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga. New York Times hefur birt drög að skýrslunni. 8. ágúst 2017 08:47 Þingmaður spurði NASA út í siðmenningu á Mars fyrir þúsundum ára Aðstæður á Mars voru líklega mun skaplegri fyrir milljörðum ára og telja vísindamenn mögulegt að frumstætt líf gæti hafa kviknað þá. Bandarískur þingmaður vildi hins vegar vita hvort siðmenning geimvera hafi verið á rauðu reikistjörnunni fyrir þúsundum ára þegar fulltrúar NASA komu fyrir þingnefnd. 19. júlí 2017 14:49 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Sjá meira
Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51
Loftslagsskýrslu lekið af ótta við að hún verði þögguð niður Bandarískir vísindamenn óttast að ríkisstjórn Donalds Trump muni sitja á vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga. New York Times hefur birt drög að skýrslunni. 8. ágúst 2017 08:47
Þingmaður spurði NASA út í siðmenningu á Mars fyrir þúsundum ára Aðstæður á Mars voru líklega mun skaplegri fyrir milljörðum ára og telja vísindamenn mögulegt að frumstætt líf gæti hafa kviknað þá. Bandarískur þingmaður vildi hins vegar vita hvort siðmenning geimvera hafi verið á rauðu reikistjörnunni fyrir þúsundum ára þegar fulltrúar NASA komu fyrir þingnefnd. 19. júlí 2017 14:49