Enski boltinn

Góðgerðarleikur í minningu Bradley Lowery

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
mynd/reuters
Í dag fór fram góðgerðarleikur í minningu Bradley Lowery á Goodison Park.

Lowery, sem var einlægur aðdáandi Sunderland, lést fyrr í sumar eftir baráttu við sjaldgæfa tegund krabbameins aðeins sex ára að aldri.

Frægir einstaklingar hvaðan af í Englandi tóku þátt í leiknum, og voru liðin tvö sem áttust við undir stjórn Peter Reid, goðsagnar Everton, annars vegar og fyrirsætunnar Katie Price hins vegar.

Ágóði af leiknum rann í Góðgerðarsjóð Bradley Lowery sem stofnaður var eftir andlát Lowery í sumar.








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×