Íslenski boltinn

Albert með tvær þrennur og eina stoðsendingaþrennu í síðustu fjórum leikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Albert og félagar eru svo gott sem komnir upp í Pepsi-deildina.
Albert og félagar eru svo gott sem komnir upp í Pepsi-deildina. vísir/ernir
Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis í Inkasso-deildinni, hefur verið funheitur að undanförnu.

Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í þremur leikjum á móti Keflavík, HK og Leikni R. settu Fylkismenn í fluggírinn.

Þeir hafa unnið síðustu fjóra leiki sína með markatölunni 14-4 og eru svo gott sem komnir upp í Pepsi-deildina.

Það er ekki síst Alberti að þakka en hann hefur verið frábær í þessum fjórum sigurleikjum.

Hann skoraði þrennu í 4-1 sigri á Leikni F. í Árbænum og endurtók svo leikinn í 1-5 útisigri á Fram.

Albert skoraði sigurmark Fylkismanna gegn Selfyssingum og lagði svo upp öll þrjú mörk Árbæinga í 3-1 sigrinum á Þrótturum í gær.

Í síðustu fjórum leikjum hefur Albert alls skorað sjö mörk og gefið þrjár stoðsendingar og þar með komið með beinum hætti að 10 mörkum. Geri aðrir betur.

Stoðsendingaþrennuna hans Alberts frá leiknum í gær má sjá hér að neðan.

vísir/vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×